Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

HMMMM......

Ég er í sjálfu sér ekkert hissa á því hvernig komið er fyrir okkur Íslendingum og ekki bara okkur, öðrum þjóðum líka. Ég er meira hissa á því hvað þetta hrun hefur tekið stuttan tíma.

Síðustu ár hefur auðhyggja grafið um sig eins og æxli og efnishyggjan tröllríður hluta heimsins. Peningar hafa verið í fyrsta sæti og pólitísk spilling vex dag frá degi. 

Núverandi stjórnskipulag er meingallað, flest hefur verið reynt og alls konar flokkar hafa verið við stjórn, í dag sjáum við árangurinn.......

Í sjálfu sér mun ekkert breytast ,nema hjartalag fólks breytist.

Ég hef þá bjargföstu trú að lausn efnahagsvandans sé andleg. Við þurfum að forgangsraða öðruvísi, ef við grípum ekki til andlegra og siðferðislegra úrræða munu engar breytingar eiga sér stað. 

Mér finnst ástand heimsins síðustu daga einungis undirstrika nauðsyn einingar mannkyns.

Það er engin þjóð eyland í dag, það eru ekki til efnahagsleg landamæri. Það verður að fara hugsa hnattrænt, það sem ein þjóð gerir hefur áhrif á aðrar.

Ég get ekki ímyndað mér hvernig næstu vikur, mánuðir eða ár koma til með verða. Ég vona að ráðamönnum hverjir svo sem þeir eru hverju sinni beri gæfa til að byggja aftur upp efnahagskerfið og mjög líklega þarfnast það félagslega endurskoðunar því atvinnulausum mun fjölga um einhver þúsund.

Eitthvað af störfum er þó í boði á elliheimilum og á leikskólum.

Það skyldi þó aldrei vera að maður ætti eftir að sjá " toppana"  úr bönkunum í hvítum sloppum við umönnun aldraðra og barna?

Mér er sem ég sjái þá sætta sig við launin...

 


Íranska listakonan Shirin Neshat

images

Í fréttablaðinu í dag er athyglisvert viðtal við Shirin Neshat. Hún er einn af mínum uppáhalds myndlistarmönnum. Verkin hennar vekja upp spurningar um stöðu kvenna, stjórnmál og trú í hinum múslimska heimi.

Hún segir meðal annars í viðtalinu ( eitthvað sem fólk ætti að íhuga) " Fólk í vestrænum ríkjum hefur til dæmis mjög einfalda hugmynd um múslimskar konur og halda oft að þær séu eins um allan heim. Konur í Afganistan eru ólíkar þeim í Egyptalandi, ég er alltaf að leggja áherslu á að mín verk eru um íranskar konur. Og Íranskar konur eru mjög ólíkar innbyrðis. Af því það er svo lítill skilningur fyrir menningu Írana og pólitísku ástandi þar þá kalla verk mín á svo margar spurningar" 

Shirin hefur unnið til margra verðlauna og verk hennar hafa verið sýnd víða um heim. 

Mikið vildi ég að ég kæmist á sýninguna hennar, en það er víst ekki allt hægt.


Segjum öll NEI við ofbeldi.

Mig langar til að hvetja ykkur sem flest til að taka þátt í undirskriftaátakinu um ofbeldi gegn konum. Allstaðar í heiminum eru konur beittar ofbeldi í einhverri mynd og því miður þekkjum við mörg okkar einhverja konu eða stúlku sem á einhvern hátt hefur þurft að sæta ofbeldi. Það fyrir finnst á öllum þjóðfélagsstigum og í öllum þjóðfélagsgerðum.

Heimurinn fer sífellt minnkandi, það sem gerist annars staðar hefur ýmist bein eða óbein áhrif á okkur. Ofbeldi á konum kemur okkur við hvar sem það gerist.

Það er mín sannfæring að um leið og konur fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, tækifæri til að mennta sig, að mál þeirra fái réttláta dómsmeðferð, þegar kvenleg gildi verða í jafnvægi við karllæg gildi þá mun friður komast á í heiminum.

horfið á videóið brotin bein brostnar vonir á síðu UNIFEM og skrifið svo undir.


mbl.is Ríkisstjórnin segir nei við ofbeldi gegn konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óboðin gestur..já og smá útbrot.

Ég hef sama og ekkert legið í sólbaði í sumar en hef heldur betur bætt úr því síðustu daga....en stelpur, já og kannski stöku strákur.....ALDREI, aldrei vaxa sig og hlaupa svo í sólbað.....ég er eins og ódáðahraun með ofsakláða og rauðar skellur....

jamm, vissi betur en taldi mér samt trú um að ég væri öðruvísi en aðrir....jú jú mikil ósköp ,auðvitað er ég það en ekki að þessu leytinu.....

talandi um sjálfsblekkingar, þetta er alveg furðulegt fyrirbæri sjálfsblekkingin, þó að allt í umhverfinu bendi til þess að eitthvað sé að hjá fólki þá eru margir meistarar í að telja sér trú um að allir hinir séu fífl.Ef maður er alltaf uppá kant við fólk eða er vinafár þá bendir það til þess að vandinn liggi hjá manni sjálfum en ekki þeim sem maður er upp á kant við.......

 

Svo nálgast nú verslunarmannahelgin  óðfluga og  ég satt að segja er farin að finna fyrir stigmagnandi kvíða, ég er nefnilega enn í sjokki síðan í fyrra sko....

var að vinna í miðbæ Akureyrar alla þá helgi og hef aldrei orðið vitni að öðru eins og kalla þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum.

Slagsmál voru útum allt og mátti ég tvisvar hlaupa inn í vagn og læsa á meðan ég beið eftir lögreglu...þar sem hópurinn gerði aðsúg að mér....fólk gerði þarfir sínar út um  glugga hótels sem var beint á móti mér ....alveg svakalega fyndið......NOT. Ruslið  óð maður svo upp að ökklum að morgni þegar maður skreiddist heim eftir langa vinnutörn....

En hvað ....þetta eru nú einu sinni skemmtilegustu hátíðahöld landsins þar sem fórnarkostnaðurinn er nokkrar útafkeyrslur, stundum alvarleg slys....nokkrar nauðganir, töluverð fikniefnasala, ótal margir óplanaðir getnaðir með bláókunnugu fólki og massívt fillerý....JEIIII brjálað stuð..W00t

Ég verð ekki að vinna þessa helgi en ég hins vegar bý nánast í miðbænum þannig að það má segja að partýið verði fyrir utan hús hjá mér....

Ekki þar fyrir að inn til mín slæðist allskonar lið þó það sé ekki versló. Ég sat í makindum í gærkveldi að horfa á sjónvarp og húsband nuddaði axlirnar( já ég veit, hann er frábær) þegar hurðinni er allt í einu svipt upp og ég kalla HALLÓ.....uhh yeas helló er svarað á móti....is this a hotel.....nei????, ég meina no segi ég....og upphófst þetta líka furðulega samtal þar sem óboðni gesturinn spurði hvort hann mætti gista í anddyrinu hjá mér....Shocking Það væri svo þægilegt fyrir hann þar sem ég byggi nú fyrir framan umfó.....stutt að fara og sonna....

gesturinn reyndist vera fullorðin, fullur, tannlaus, erlendur ferðamaður sem var að leita að gistingu fyrir örfáar krónur, en þar sem vonlaust er að fá gistingu á Íslandi fyrir örfáar krónur þá endaði hann í svefnpoka á grasbletti fyrir utan umferðarmiðstöðina.....í sjálfu sér ekkert að því, það eru alltaf einhverjir sem gista þar á hverri nóttu í svefnpokunum einum saman, jafnvel í mígandi rigningu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem þetta gerist...fólk skilur ekkert í því afhverju ég leyfi því ekki  að gista í andyrinu hjá mér......kannski maður fari út í rekstur á svefnpokaplássi .....

Ég hins vegar er farin að marglæsa húsinu svo óboðnir komi ekki í heimsókn á meðan á axlarnuddi stendur ( dónar...... þetta var axlarnudd, ég sko prjóna nefnilega eins og mófó) Whistling


Hámark leiðindanna......

Það er tvennt sem mér leiðist alveg svakalega......en það er fótbolti og ökutækjadella..

ÉG gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að horfa á fótboltaleiki fyrir nokkrum árum..einfaldlega vegna þess að ein dætra minna æfði í 10 ár...jú jú fannst allt í lagi að horfa á stelpurnar spila en að ég hafi fengið einhverja bakteríu....ekki til. Mér er reyndar fyrirmunað að skilja að fólk skuli eyða tíma og peningum í að horfa á leik eftir leik...hvað þá að ég skilji að það skuli  þeysa til annarra landa bara til þess eins að horfa á fótbolta og spranga svo um í einhverja daga á eftir með liðstrefla um hálsinn og derhúfur á hausnum..... en ég hef þó ekkert látið þetta fara í pirrurnar á mér því ég þarf ekki að taka þátt í þessu  

Það sem toppar þó svona leiðindi fyrir mér eru bílasamkomur hvers konar....nú er ein slík í gangi á Akureyri...með tilheyrandi hávaða...og þá hef ég því miður ekki val um það hvort ég er með eða ekki ,því í kringum húsið mitt og nærliggjandi götur er stanslaust verið að þenja tryllitæki og hjól...að ég tali nú ekki um allt fillerýið sem því fylgir fram undir 7-8 á morgnana...

ég gerði tilraun til að fara með húsbandi í gönguferð um miðbæinn..höfum ekki sést í nokkra daga og þurftum heilmikið að spjalla en það var ekki séns..... miðbærinn var fullur af faratækjum sem þurfti að þenja í hægagangi hringinn í kringum bæinn.... ég hef rekist á nokkra einstaklinga í gegnum lífið sem eru andlegir dvergar og þeir undantekninga laust byggja sína sjálfsvirðingu og ímynd á tryllitækinu sem þeir aka á ....þeim mun meiri hávaði og þeim mun meira flúr sem á tækinu er þeim mun meira finna þessir dvergar til sín.....

en auðvitað eru ekki allir þannig sem betur fer.... langflestir hafa þetta sem áhugamál en ekki sjálfsímynd

en mikið lifandis sem ég verð fegin þegar þessum bíladögum verður lokið ,þá getur maður farið að sofa aftur..og fara í göngutúra um miðbæinn..... og búið verður að þvo allar ælur og piss......og henda öllu rusli... og bærinn verður aftur fallegur

Ég bara varð....

Ég rakst á þennan frábæra pistil og varð að setja inn linkinn,,

slóðin er: http://adaltutturnar.blogspot.com/2008/05/flttamenn.html 

 


Um Tröll á moggabloggi....

 Tröll

Úr Rökvillur

Fara á: flakk, leita

Ég mátti til með að birta þennan pistil sem ég stal af síðunni hans Svans Gísla... ég hef nefnilega rekið mig á nokkur tröll síðustu daga, ekki síst í umræðum um flóttafólkið, sem by the way eru ótrúlega ómálefna legar.

Hvað er Tröll?

Til að skilja hvað Tröll er þarf að fylgjast með því hvað það er sem þau gera. Tröll lifa á athygli og gera allt til að sækja sér hana. Tröll er leiðindapersóna sem gerir allt hvað hún getur til að eyðileggja eða skemma venjulegan umræðuvettvang. Hversvegna tröllast Tröll?

Að öllum líkindum eru Tröll ungt fólk (þó engin regla) sem sækist eftir einhvernskonar viðurkenningu. Truflun eða tilraun til að eyðileggja spjallborð er leið Tröllsins til að ná sér í þessa viðurkenningu, því Tröllið gerir ekki greinarmun á athygli sem stafar af pirringi eða athygli sem stafar af áhuga eða aðdáun.

Mörg Tröll, þótt ótrúlegt megi virðast, segjast gera þetta til að skemmta sér eða vera sniðugir. En þegar öllu er á botninn hvolft (undantekningalaust) er það athyglin sem Tröllin sækjast eftir.

Hvernig þekkir maður Tröll?

  • Ekkert eða lítið ímyndunarafl. Sökum lágs aldurs eða takmarkaðrar greindar pósta mörg tröll mjög einhæfum og stuttum póstum. Einhæfur og barnalegur "húmor" kemur oft upp um Tröllin.
  • Sama póstinum margpóstað aftur og aftur. Tröllið nennir ekki að eyða of miklum tíma í aö Tröllast, því endurvinna þau oft sama póstinn aftur og aftur. Gjarnan með því að vitna (quote) í sjálfan sig og bæta við einum broskalli.
  • Póstar sem eru út fyrir efnið. Tröll pósta oft efni sem kemur upphafsinnlegginu eða efninu sem er verið að ræða ekkert við.
  • Endalaus misskilningur. Tröll eru snillingar í að misskilja, viljandi eða óviljandi. Oft er misskilningurinn á svo háu stigi að öll orka viðmælenda fer í að reyna að leiðrétta misskilninginn, sem oft gerir það að verkum að enn meiri misskilngingur verður staðreynd.
  • Ljótt, móðgandi orðalag. Tröll taka oft uppá því að kalla viðmælendur sína öllum illum nöfnum.
  • Greindartal. Af einhverri ástæðu þá halda öll Tröll að þau séu með greind langt yfir meðallagi og Tröllunum leiðist ekki að auglýsa eigin greind. Einnig gefa tröll oft í skyn (eða segja berum orðum) að þau hafi betri skilning á málefninu en allir aðrir.
  • Smásmuguháttur. Tröll reyna oft að smeygja sér innundir hjá hluta notenda spjallborða og fá samúð. Þannig er gerð tilraun til að skipta spjallborðsnotendum upp í hópa, með og á móti Tröllinu.

Hvernig losnar maður við Tröll?

Það er einfalt, ekki svara tröllum (dont feed the Troll). Þar sem tröllið þrífst á athygli (slæmri eða góðri) þá er léttasta leiðin til að fá Tröllið til að fara einfaldlega að láta sem það sé ekki til. Allir á spjallborðinu verða að þekkja þessa einföldu aðferð, því oft þarf bara einn til að Tröllið fái nóga athygli til að þrífast.


Vorboðinn ljúfi

Þá finnst mér vorið loksins komið, við heimilisfólk skruppum nefnilega í Mývatnssveit í gær til að heimsækja miðjubarnið sem vinnur þar á hóteli

Þar sem við keyrum um sveitirnar mátti finna ilminn af skít sem bændur voru að bera á túnin og alveg er það merkilegt að manni skuli hlýna um hjartarætur við skítalykt.....

Við keyrðum um Mývatnssveitina og stoppuðum reglulega til að kjá framan í dýrin....jörmuðum á móti litlu nýfæddu lömbunum og gögguðum með hænunum og rétt sem snöggvast langaði mig að verða aftur lítil stelpa í sveit...

Við kíktum við í stóru gjá, fórum þar fyrir 5 árum síðan..klöngruðumst þá niður klettana og tróðum okkur ofan í gjána, þetta er örlítið op þar sem kaðal spotti er festur við klettaveginn svo maður geti látið sig síga ofan í vatnið....það er einhver sjarmi við það að berhátta sig í drullusvaðinu og skutla sér svo ofan í níðþrönga gjánna , hvergi hægt að botna, þannig að maður verður veskú að troða marvaðann..svolítið eins og maður sé orðin þátttakandi í survival Iceland.... 

Annars lætur miðjubarn vel af sér, líkar vel vinnan og staðurinn.....það er nú þegar allt orðið fullt af túristum en henni finnst dapurlegt að það skuli vera Íslendingar sem eru mestu sóðarnir og mestu dónarnir.....maður getur ekki annað en vonað að erlendir túristar verði ekki fyrir barðinu á þessum dónaskap því ferðamaðurinn segir auðvitað vinum sínum frá ferðalaginu þegar heim er komið

Hún segir líka að ótrúlega margir segi frá því að  hafa fengið áhuga á landi og þjóð á því að hlusta eða heyra um Björk og Sigurrós sem er auðvitað frábært þó þetta listafólk eigi ekki stóran aðdáenda hóp hér á landi þá kunna aðrir að meta þá..

En mikið er nú Ísland fallegt, við ætlum okkur að reyna ferðast sem mest innanlands í sumar, það er sko  ekki leiðinlegt að ferðast með húsbandi...hann þekkir hverja þúfu og hvern hól og gott betur enn það enda Umhverfisfulltrúi ferðamálastofu...væri varla í því starfi ef enginn væri þekking á landi og þjóð....

Dagurinn kallar og mörg verkefni framundan.....í bili. 

 


Skólalok og Okur...

Jæja þá er skólinn búinn og ekki laust við að maður sé hálf tómur á eftir...ekki það að ég mun hafa nóg að gera í sumar, var boðið að sýna í stúdíótímavél sem er ansi stórt og mjög skemmtilegt húsnæði og svo þarf ég að klára nokkur verk sem hafa verið pöntuð....

Ég sá í mogganum í dag að Dr. Gunni hlaut Íslensku neytendaverðlaunin....ég vona svo sannarlega að fólk fari að vakna og hætti að taka þátt í okrinu. 

Gunni segir" Mörgum finnst að það sé eins konar merki um aumingjaskap að kvarta yfir okrinu. Að maður sé geðveikt smámunasamur ef maður minnist á mismun merkingar í búð og verðs á kassa. Að það sé einhverskonar merki um það hve vel maður stendur í lífinu að kaupa oststykki á 1.400, kjúklingabringur á 3.000, og gallabuxur á 27.500 án þess að blikna. Ég er flottur! "Mér er alveg sama þótt það sé okrað á mér,"er mottó allt of margra."Dr Gunni lauk ávarpi sínu á orðunum:" Okur á Íslandi er ekki náttúrulögmál. Ef þú lætur ekki okra á þér verður ekki okrað á þér."

Ég gæti ekki verið meira sammála manninum, það er engu líkara en að Íslendingar séu að kafna úr komplexum og minnimáttarkennd....þurfa berast á.....

Ég gekk inn í nýja barnafataverslun á Akureyri fyrir nokkrum dögum síðan...ætlaði að finna eitthvað handa nýja ömmubarni,...afgreiðslukona/eigandi kom til mín og bauð fram aðstoð en þá hafði ég í þann mund litið á verðmiðana og sagði " nei takk og veistu hvað,? ég mun líklegast aldrei koma hér inn aftur því ég ætla ekki að taka þátt í þessu okri" Við erum að tala um að ermalaus kjóll á nýbura kostaði nálægt 7000 krónum og sokkabuxur um 5000 kr..... með það labbaði ég út og fór og verslaði annarstaðar á margfalt lægra verði. Og ég ætla taka mig enn frekar á, fara bera saman hilluverð við strimil....verð semsagt leiðinlegi neytandinn....er einhver með????


Og fortíðin bankar uppá.....

Ég sá auglýsingu um efnisinnihald í næsta kompásþætti...og fór mörg ár aftur í tímann, rakst á gamalkunna sorg, heilsaði henni en kvaddi jafn skjótt aftur.....lífið er bara of gott til að púkka um á svoleiðis vinkonur.

Á ákveðnu tímaskeiði í mínu lífi urðum við samferða ég Stulli og Einar...reyndar áttum við að heita kærustupar um tíma ég og Stulli...saman tókum við þá ákvörðun að breyta lífi okkar...mér tókst það, þeim ekki. Það verður fróðlegt að sjá hvað Kompásmenn hafa grafið upp því ég heyrði strax eftir dauða þeirra að ekki hefði verið um sjálfsvíg að ræða....og hef ekki frekar en aðrir fengið nein svör.

 Þangað til næst....


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband