Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Kæru bloggvinir

 aðrir vinir, ættingjar og öll þið sem kíkið á síðuna mína

Gleðileg ár og takk fyrir það sem er að líða,

megi nýtt ár færa okkur öllum farsæld og hamingju.

gangið hægt um gleðinnar dyr og sýnið hvort öðru kærleik. Heart


eitthvað til að brosa að ....

Omid jalili er í miklu uppáhaldi hjá mér. Við tengjumst líka á fleiri en einn veg.....ég var stödd í húsi í kvöld þar sem hann barst í tal og þá kom í ljós að bróðir húsráðanda er góður vinur Omids, nú og svo höfum við sömu framtíðarsýn og tilheyrum sömu trúarbrögðum...Baháí trúnni.

hér er kappinn   


Íranska listakonan Shirin Neshat

images

Í fréttablaðinu í dag er athyglisvert viðtal við Shirin Neshat. Hún er einn af mínum uppáhalds myndlistarmönnum. Verkin hennar vekja upp spurningar um stöðu kvenna, stjórnmál og trú í hinum múslimska heimi.

Hún segir meðal annars í viðtalinu ( eitthvað sem fólk ætti að íhuga) " Fólk í vestrænum ríkjum hefur til dæmis mjög einfalda hugmynd um múslimskar konur og halda oft að þær séu eins um allan heim. Konur í Afganistan eru ólíkar þeim í Egyptalandi, ég er alltaf að leggja áherslu á að mín verk eru um íranskar konur. Og Íranskar konur eru mjög ólíkar innbyrðis. Af því það er svo lítill skilningur fyrir menningu Írana og pólitísku ástandi þar þá kalla verk mín á svo margar spurningar" 

Shirin hefur unnið til margra verðlauna og verk hennar hafa verið sýnd víða um heim. 

Mikið vildi ég að ég kæmist á sýninguna hennar, en það er víst ekki allt hægt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband