Færsluflokkur: Vefurinn

Ég bara varð....

Ég rakst á þennan frábæra pistil og varð að setja inn linkinn,,

slóðin er: http://adaltutturnar.blogspot.com/2008/05/flttamenn.html 

 


Um Tröll á moggabloggi....

 Tröll

Úr Rökvillur

Fara á: flakk, leita

Ég mátti til með að birta þennan pistil sem ég stal af síðunni hans Svans Gísla... ég hef nefnilega rekið mig á nokkur tröll síðustu daga, ekki síst í umræðum um flóttafólkið, sem by the way eru ótrúlega ómálefna legar.

Hvað er Tröll?

Til að skilja hvað Tröll er þarf að fylgjast með því hvað það er sem þau gera. Tröll lifa á athygli og gera allt til að sækja sér hana. Tröll er leiðindapersóna sem gerir allt hvað hún getur til að eyðileggja eða skemma venjulegan umræðuvettvang. Hversvegna tröllast Tröll?

Að öllum líkindum eru Tröll ungt fólk (þó engin regla) sem sækist eftir einhvernskonar viðurkenningu. Truflun eða tilraun til að eyðileggja spjallborð er leið Tröllsins til að ná sér í þessa viðurkenningu, því Tröllið gerir ekki greinarmun á athygli sem stafar af pirringi eða athygli sem stafar af áhuga eða aðdáun.

Mörg Tröll, þótt ótrúlegt megi virðast, segjast gera þetta til að skemmta sér eða vera sniðugir. En þegar öllu er á botninn hvolft (undantekningalaust) er það athyglin sem Tröllin sækjast eftir.

Hvernig þekkir maður Tröll?

  • Ekkert eða lítið ímyndunarafl. Sökum lágs aldurs eða takmarkaðrar greindar pósta mörg tröll mjög einhæfum og stuttum póstum. Einhæfur og barnalegur "húmor" kemur oft upp um Tröllin.
  • Sama póstinum margpóstað aftur og aftur. Tröllið nennir ekki að eyða of miklum tíma í aö Tröllast, því endurvinna þau oft sama póstinn aftur og aftur. Gjarnan með því að vitna (quote) í sjálfan sig og bæta við einum broskalli.
  • Póstar sem eru út fyrir efnið. Tröll pósta oft efni sem kemur upphafsinnlegginu eða efninu sem er verið að ræða ekkert við.
  • Endalaus misskilningur. Tröll eru snillingar í að misskilja, viljandi eða óviljandi. Oft er misskilningurinn á svo háu stigi að öll orka viðmælenda fer í að reyna að leiðrétta misskilninginn, sem oft gerir það að verkum að enn meiri misskilngingur verður staðreynd.
  • Ljótt, móðgandi orðalag. Tröll taka oft uppá því að kalla viðmælendur sína öllum illum nöfnum.
  • Greindartal. Af einhverri ástæðu þá halda öll Tröll að þau séu með greind langt yfir meðallagi og Tröllunum leiðist ekki að auglýsa eigin greind. Einnig gefa tröll oft í skyn (eða segja berum orðum) að þau hafi betri skilning á málefninu en allir aðrir.
  • Smásmuguháttur. Tröll reyna oft að smeygja sér innundir hjá hluta notenda spjallborða og fá samúð. Þannig er gerð tilraun til að skipta spjallborðsnotendum upp í hópa, með og á móti Tröllinu.

Hvernig losnar maður við Tröll?

Það er einfalt, ekki svara tröllum (dont feed the Troll). Þar sem tröllið þrífst á athygli (slæmri eða góðri) þá er léttasta leiðin til að fá Tröllið til að fara einfaldlega að láta sem það sé ekki til. Allir á spjallborðinu verða að þekkja þessa einföldu aðferð, því oft þarf bara einn til að Tröllið fái nóga athygli til að þrífast.


Allir í sjöunda himni....

Takk öll  fyrir fallegar kveðjur.....hér koma svo fyrstu myndir af litlu maí sólinni....er svo lánsöm að eiga tvær, 2 maí og 5 maí.

Myndgæðin eru ekkert sérstök því auðvitað gleymdi ég myndavélinni heima í öllum spenningnum, reddaði mér á símanum.....

DSC00329    Litla snótin fæddist svöng, er búin að vera á brjósti síðan hún kom í heiminn en svo þurfti mamman að hvíla sig þá reddaði maður sér bara með því að sjúga fingurinn..

 

Annars segir Birna ömmusystir að hún sé bara eins og aðrir í fjölskyldunni...lítil og sísvöng.....

 

 

 

DSC00183

Litla maísólin hjá ömmu Krummu...

 

 

 

 

 

 

DSC00182

Og hér rekur maður bara út úr sér tunguna, til hliðar sést í bros á mér sem reyndar hefur ekki farið af mér í allan dag og í bakgrunninn sést í mömmuna sem er orðin ansi lúin eftir svefnlausa nótt og strembinn dag

 


Mig langar upp á húsþök.....

Og hrópa hástöfum...ÉG ER ORÐIN AMMA...InLove

Myndarlega stúlka kom í heiminn rétt rúmlega 9 í morgun..14 merkur og 51cm.

Hér á bæ hefur lítið verið sofið..húsband gafst upp kl 5 í morgun og fór út að hlaupa frekar enn að gera ekki neitt, ég sat hins vegar út á svölum og drakk kaffi og mökkaði( jú.. ég er að fara hætta, byrja á lyfjum eftir viku)

hef verið í símanum meira og minna í allan morgun við erum stór fjölskylda og allir biðu frétta...en nú fer ég að mynda nýjasta fjölskyldu meðliminn...set inn myndir seinna í dag.

Tralla lalla la....lífið er dásamlegt...Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband