Færsluflokkur: Lífstíll

Mannskepnan er skrítin skepna....

Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og satt best að segja er ég oft undrandi yfir henni.

Það er vel þekkt að þeir sem orðið hafa fyrir einhvers konar áföllum/sjokki eða alvarlegu mótlæti upplifa ýmis viðbrögð frá samfélaginu.
Það ræðst mikið af því hvort viðkomandi beri afleiðingarnar utan á sér hvernig viðbrögðin verða.


Þeir sem til dæmis  þjást af hjartakvillum, sykursýki eða öðrum sjúkdómum, nú eða þeir sem verða fyrir utan að komandi áföllum eins og bruna, bílslysi eða t.d.jarðskjálftum er gjarnan sýnd meiri samúð og skilningur  en þeim sem verða fyrir andlegum skaða eins og kynferðisofbeldi, andlegu ofbeldi, einelti og þess háttar.


Við áfellumst til dæmis ekki þann sem fær sjúkdóm eins og krabbamein, en ef viðkomandi þjáist af áfallastreituröskun,kvíða eða þunglyndi vegna andlegs áfalls  þá finnst mörgum að viðkomandi eigi bara að reyna hrista þessa líðan af sér. Ef hann/hún reyni bara aaaaaðeins betur þá geti honum liði vel. Ef hann hugsi á jákvæðari nótunum þá verði allt gott, þetta sé bara allt í kollinum á honum.


En þetta er því miður ekki svona einfalt. Sá sem veikist af líkamlegum sjúkdómi getur ekki með jákvæðni læknað veikindin. Að sama skapi er ekki hægt að segja að fólk geti bara hrist af sér vanlíðanina, og hér á ég ekki við fólk sem leyfir sér að vera í krónískri fílu með tilheyrandi harðlífi, þeir einstaklingar geta með  jákvæðni breytt líðan sinni. Ég er að tala um fólk sem þjáist vegna áfalla.

 Það að njóta samúðar og skilnings frá samfélaginu getur skipt öllu máli varðandi það hvernig brotin einstaklingur nær að græða sig og verða heill.


Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta efni. Ein var t.d. þannig að háskólanemar voru beðnir um að horfa í gegnum “ one way mirror” á meðan samstúdent  sem var hinu megin við glerið var gefið raflost. Nemarnir voru beðnir um að fylgjast vel með tilfinningaviðbrögðum sem hann sýndi við þessum pyntingum. Þeir fylgdust með viðkomandi  fá mörg raflost sem orsakaði miklar  þjáningar.

  Í byrjun komust nemarnir í uppnám yfir því að geta ekkert gert til að lina þjáningar þess sem fékk raflostið, en eftir því sem leið á, fóru þeir að ásaka þann sem fyrir því varð.

Rannsóknir sýna að við höfum tilhneigingu til að gera það sama við fólk sem upplifir endurtekin áföll/mótlæti, við förum að kenna viðkomandi um hvernig allt er hjá honum.  Þessi tilhneiging er sérstaklega sterk gagnvart þolendum kynferðisofbeldis. Ef að brotið er “minniháttar” eða  ekki nauðgun þá eiga þolendur að hrista þetta af sér, þetta sé nú ekki svo slæmt. 

Það að sýna skilning og samúð getur gert kraftaverk hvað líðan annarra varðar.

 

 


Til hamingju elskan mín....

Litli Krummu unginn minn á afmæli í dag, 16 ára...til hamingju Beta mín.Heart

Ég er afskaplega heppinn með dætur og fæ aldrei nóg af því að umgangast þær. Þetta eru klárar og hæfileika ríkar stelpur og allar mjög ólíkar.

Beta mín er listamaður og rokkari sem spilar á trommur, rafmagnsgítar og bassa og spilar í nokkrum hljómsveitum....svo stundar hún listnámið af krafti.

Framtíðin hvílir á unga fólkinu og þeirra bíður erfitt verkefni að búa til samfélag þar sem fólk fær þrifist.En ég verð bjartsýn þegar ég heyri á tal vina barna minna, þau gera sér flest grein fyrir því sem skiptir máli í lífinu, þetta eru krakkar með hugsjón og trú á betri tíma.

Beta! þú rokkar....Wizard


Ammæli.......

Í dag er ég ári eldri en ég var í gær.....jú jú konan á afmæli.

Fyrir mörgum árum sá ég þátt hjá Hemma Gunn þar sem hann sagði frá því að langflestir Íslendingar ættu afmæli þennan dag.

Skýringinn?

jú....við erum afleiðing áramóta fagnaðar foreldra okkar....W00t

Ég hef verið í símanum í allan dag að tala við vini og vandamenn og taka á móti hamingju óskum...vá hvað ég er heppinn að eiga allt þetta góða fólk að.

Svo til að toppa yndislegan dag þá er veðrið nákvæmlega eins og ég vil hafa það, stillt örlítið svalt, smá sólarglenna og hvít snjóföl yfir öllu Smile

Elskuleg móðir kom færandi hendi með kossa og pakka, takk mamma mín Heart

Börnin mín kysstu mig og knúsuðu

húsband hringdi og býður mér út að borða þegar þegar hann kemur heim

Litli brói hringdi frá Chile og talaði við mig í 1 og hálfan tíma sem var frábært  Heart

Elsta barnið mitt býður mér í mat í kvöld 

og ég brosi hringinn yfir því að vera svona mikið elskuð

 

Svo er ég óendanlega þakklát fyrir lífið.....Heart

 

Bitinn í rassinn....

af sorginni. Síðustu daga hef ég fundið fyrir  reiði....reiði sem brýst út í mikilli óþolinmæði, fljótfærni og á röngum stöðum. Það er ekki bara ég sem er svona, við erum svona öll í fjölskyldunni. Eðlilegt ástand segja þeir sem til þekkja...viðbrögð við áfallinu og sorginni: Mér leiðist að vera svona, vil helst af öllu að þessu tímabili sé lokið, leiðist að þurfa biðjast afsökunar á fljótfærni minni og skapi aftur og aftur. Ég hef síðustu daga þurft að eiga samskipti við verslunareiganda einn í höfuðborginni og er satt að segja farin að hafa samúð með manninum....Crying í Tvígang með stuttu millibili missti ég mig á blogginu og skrifað hluti sem ég sá eftir......

Mér var hugsað til stóru systur sem jarðaði son sinn fyrir 2 árum...við fórum saman systur í smáralindina stuttu eftir jarðaför og ég var í því að afsaka systur mína sem missti sig við verslunarfólkið...mér veitti ekki af slíku liðsinni núna.

Annars held ég áfram að hlaupa og ekki er nú glæstur hlaupastílinn mæ ó mæ...Blush ég er með þá verstu beinhimnubólgu sem fyrir finnst og emja og æmti í hverju skrefi og skakklappast þetta áfram.....ég googlaði orsakir bógunnar og fékk þá niðurstöðu að bólgan væri af völdum álags.....ég gat ekki annað en hlegið, ég hef einungis hlaupið nokkur hundruð metra og þjáist af verkjum sökum álags...þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég er í lélegu formi.....en það stendur til bóta.Wink

Ég hef litla eirð í mér að skrifa lokaritgerðina því miður og er að falla á tíma. Ég sit  tímunum saman og les aftur og aftur það sama en dett út á fyrstu línunum...það vonandi lagast.

ég ætla gera eina tilraun en í dag og svo fer ég út að hlaupa......Tounge


Surprice.....

Ég kem sjálfri mér sífellt á óvart...stundum með fljótfærni, stundum með hugmyndum W00t og stundum með atferli..

Í fyrradag horfði ég ákveðin á húsband og sagði stundarhátt: mig langar út að hlaupa!!!

húsband sneri höfðinu hægt og með vantrú í áttina að mér: Ha?????

Ég aftur: já mig langar út að hlaupa og var orðin hissa sjálf á svipinn yfir því sem kom út úr mér: 

Húsband: jaaaa...já já, bíddu hvað? hvernig? af hverju....

Ég alveg: jú sko nú er ég búin að vera hætt að reykja síðan í maí  og kílóin raðast á mig eins og segull að svarfi og nú verð ég að snúa vörn í sókn, og með það stormaði ég inn í herbergi og klæddi mig í rétta átfittið frá toppi til táar. 

Ég kom fram úr herberginu rjóð í framan og móð og másandi, horfði á húsband og var í alvörunni hissa: Hva á ekki að drífa sig í hlaupagallann???

Húsband pollrólegur: njjeeeee ég held ekki, ég rölti þetta bara með þér...

Minn maður stundar sko maraþonhlaup......ég hef aldrei hlaupið W00t

Svo var lagt af stað og ég á klukkunni: hei tökum tímann

Húsband ennþá Pollrólegur: já já byrjaðu bara á því að ganga rösklega og svo hlaupum við.

Ég að springa úr óþolinmæði hlýddi sem var eins gott því samkvæmt mælingum húsbands tókst mér að hlaupa heila 200 metra áður en ég sprakk....Blush

Húsband alltaf jafn yndislegur: flott elskan svo bætirðu bara 50 metrum við næst og gerir það í hvert skipti sem þú ferð að hlaupa....

Á flestu átti ég von en ekki því að yfir mig kæmi löngun til hlaupa. Síðustu ár hefur það verið þannig að ég hef verið heima með kaffi og sígó á meðan húsband hleypur....jú jú ég hef meira að segja farið á mót og svonna til að sýna smá stuðning og meira segja reynt að kalla út um annað munnvikið því rettan var í hinu: áfram Valur áfram Valur......

Nú er það liðin tíð sem betur fer, ég set markið á að geta eftir einhvern tíma hlaupið 1 kílómeter. Fyrir flesta myndi það nú varla teljast til afreka en fyrir mig sem hef reykt alla ævi er það eins og hlaupa maraþon....

nú get ég sagt með stolti við sjálfa mig: jú go girl Wink

 


Suðurferð og fleira....

Ég átti yndislegan dag í dag. Fór í blíðskaparveðri á Illugastaði með mömmu , dóttir mín og tengdasonur eru þar ásamt vinahjónum með börnin sín…. Vó hvað ég er heppinn með börn, þetta eru svo vel gerðar stelpur sem ég á , skemmtilegar og hjartahlýjar. Ég lék mér við nýja barnabarnið hana Sonju Marý megnið af deginum , sú er farin að hjala og skríkja og veit sko alveg hvað hún vill…InLove


Húsbandið er í Fjallabyggð byrjaður í nýju vinnunni svaka gaman og ég er komin með nýja vinnustofu, hlakka til að eyða tíma þar. Ég verð að hemja mig svolítið svo ég liggi ekki í símanum öll kvöld…malandi við húsbandið, við erum ansi náin eigum bráðum 21 árs samvistarafmæli  en okkur finnst líka gaman að takast á við nýja hluti eins og fjarbúð. Við erum svo sem ekki að gera þetta í fyrsta skipti, ég fór ein suður fyrir mörgum árum og skyldi hann eftir með börn og bú og svo var fjarbúð í gangi í fyrravetur þegar ég fór til Finnlands.....

Annars á ég að vera pakka ætla hendast suður  á morgun og taka inn sem mest af  menningar viðburðum um helgina með skemmtilegum vinkonum, ætlum svo allar að mála saman á sunnudaginn…ég hlakka svakalega til, þetta eru allt listakonur, hver á sínu sviði….söngkonur, skáld, leikkonur, hönnuðir og lífskúnstnerar , nú svo ætla ég að faðma stóru sys sem var reyndar hjá mér um síðustu helgi…
Einhverstaðar inn á milli dagskráliða verð ég að finna tíma til að heimsækja Kínverjana á skólavörðustíg, þeir fremja á mér alls kyns gjörninga sem duga mér í nokkrar vikur eða mánuði….ég er hnykkt, teygð og toguð á alla kanta, þeir ganga á mér, banka í mig og strjúka enda svo tímann á sársaukafullri nálastungu sem er samt sársaukans virði, því ég pissa eins og herforingi á eftir …….nú þú vera enginn bjúgur segja þeir stoltir.Wink

Að lifa lyfin af.

 Kona kom til mín í dag, rétti mér bleðil og spurði; hvað finnst þér? Ég fékk ný lyf hjá lækninum, er nefnilega svo slæm í skrokknum og sef illa.....

þetta stóð á lyfseðli... 

helstu aukaverkanir eru, þó ekki hjá öllum (sjúkk)

Ofnæmisviðbrögð, greint hefur verið frá þrota, bólgu í andliti, tungu og búk, sem getur verið alvarlegur og valdið mæði, bólgu losti og yfirliði.. 

Áhrif á blóð: beinmergsbæling sem getur leitt til lífshættulegrar fækkunar sumra blóðfruma, einkenni geta verið særindi í hálsi, sár í munni eða endurteknar sýkingar, blæðingar eða myndun marbletta.

Áhrif á innkirtla og efnaskipti: truflanir í kynlífi eða kynhvöt, brjóstastækkun hjá körlum og konum, eistabólga, framleiðsla eða offramleiðsla á brjóstamjólk, breytingar á þéttni blóðsykurs, greint hefur verið frá heilkenni óviðeigandi seytingar þvagstemmuvaka, það getur leitt til þess að þú þurfir að pissa oftar. Aukin matarlyst og þyngdaraukning.

Áhrif á heila og miðtaugakerfi: Sundl, þreyta eða syfja, máttleysi, höfuðverkur, einbeitingarerfiðleikar, rugl, svefntruflanir, martraðir, svolítil ofvirkni, ýkt hegðun ranghugmyndir, ofskynjanir, kvíði, æsingur, vistarfirring, eirðarleysi, dofi/náladofi, skert samhæfing hreyfinga, skjálfti, flogakrampar, munnþurrkur, hiti,hægðatregða, þokusýn, eða tvísýni, erfiðleikar við þvaglát, víkkun sjáaldur augans, gláka og teppa í smáþörmum, suð eða sónn fyrir eyrum.

Áhrif á hjarta; Yfiliðstilfinning þegar staðið er á fætur, stöðubundinn lágþrýstingur, hækkaður blóðþrýstingur, hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot, hjartaáfall, heilablóðfall, óreglulegur eða hægur hjartsláttur og mjög lágur blóðþrýstingur.

Áhrif á maga og þarma: ógleði og uppköst, niðurgangur,lystarleysi, bólga í slímhúð í munni, bólgnir munnvatnskirtlar, kviðverkir,svört tunga, brenglað bragðskyn.

Áhrif á húð: Aukin svitamyndun, hártap, útbrot með litlum fjólubláum blettum.

Áhrif á þvagfæri: Aukin þvaglátsþörf

Hvernig dettur einhverjum í hug að fjöldaframleiða eitthvað sem getur haft þessar aukaverkanir á fólk??? Er það krafan um gróða sem gerir það að verkum að menn setja á markað svona rusl eða metnaðarleysi....það er með ólíkindum ógeðið sem maður þarf að setja ofan í sig.

Matarframleiðslan sleppur heldur ekki.

ÉG var að tala við bróa í gær sem býr í Chile....hann fór í verksmiðjur þar í landi sem framleiða hveiti, hann trúði varla eigin augum þegar hann sá þá setja sykur í hveitið....þeir meira segja glassera frosna grænmetið með sykri....

Er það nema von að sjúkdómar grasseri sem aldrei fyrr... 


Óboðin gestur..já og smá útbrot.

Ég hef sama og ekkert legið í sólbaði í sumar en hef heldur betur bætt úr því síðustu daga....en stelpur, já og kannski stöku strákur.....ALDREI, aldrei vaxa sig og hlaupa svo í sólbað.....ég er eins og ódáðahraun með ofsakláða og rauðar skellur....

jamm, vissi betur en taldi mér samt trú um að ég væri öðruvísi en aðrir....jú jú mikil ósköp ,auðvitað er ég það en ekki að þessu leytinu.....

talandi um sjálfsblekkingar, þetta er alveg furðulegt fyrirbæri sjálfsblekkingin, þó að allt í umhverfinu bendi til þess að eitthvað sé að hjá fólki þá eru margir meistarar í að telja sér trú um að allir hinir séu fífl.Ef maður er alltaf uppá kant við fólk eða er vinafár þá bendir það til þess að vandinn liggi hjá manni sjálfum en ekki þeim sem maður er upp á kant við.......

 

Svo nálgast nú verslunarmannahelgin  óðfluga og  ég satt að segja er farin að finna fyrir stigmagnandi kvíða, ég er nefnilega enn í sjokki síðan í fyrra sko....

var að vinna í miðbæ Akureyrar alla þá helgi og hef aldrei orðið vitni að öðru eins og kalla þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum.

Slagsmál voru útum allt og mátti ég tvisvar hlaupa inn í vagn og læsa á meðan ég beið eftir lögreglu...þar sem hópurinn gerði aðsúg að mér....fólk gerði þarfir sínar út um  glugga hótels sem var beint á móti mér ....alveg svakalega fyndið......NOT. Ruslið  óð maður svo upp að ökklum að morgni þegar maður skreiddist heim eftir langa vinnutörn....

En hvað ....þetta eru nú einu sinni skemmtilegustu hátíðahöld landsins þar sem fórnarkostnaðurinn er nokkrar útafkeyrslur, stundum alvarleg slys....nokkrar nauðganir, töluverð fikniefnasala, ótal margir óplanaðir getnaðir með bláókunnugu fólki og massívt fillerý....JEIIII brjálað stuð..W00t

Ég verð ekki að vinna þessa helgi en ég hins vegar bý nánast í miðbænum þannig að það má segja að partýið verði fyrir utan hús hjá mér....

Ekki þar fyrir að inn til mín slæðist allskonar lið þó það sé ekki versló. Ég sat í makindum í gærkveldi að horfa á sjónvarp og húsband nuddaði axlirnar( já ég veit, hann er frábær) þegar hurðinni er allt í einu svipt upp og ég kalla HALLÓ.....uhh yeas helló er svarað á móti....is this a hotel.....nei????, ég meina no segi ég....og upphófst þetta líka furðulega samtal þar sem óboðni gesturinn spurði hvort hann mætti gista í anddyrinu hjá mér....Shocking Það væri svo þægilegt fyrir hann þar sem ég byggi nú fyrir framan umfó.....stutt að fara og sonna....

gesturinn reyndist vera fullorðin, fullur, tannlaus, erlendur ferðamaður sem var að leita að gistingu fyrir örfáar krónur, en þar sem vonlaust er að fá gistingu á Íslandi fyrir örfáar krónur þá endaði hann í svefnpoka á grasbletti fyrir utan umferðarmiðstöðina.....í sjálfu sér ekkert að því, það eru alltaf einhverjir sem gista þar á hverri nóttu í svefnpokunum einum saman, jafnvel í mígandi rigningu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem þetta gerist...fólk skilur ekkert í því afhverju ég leyfi því ekki  að gista í andyrinu hjá mér......kannski maður fari út í rekstur á svefnpokaplássi .....

Ég hins vegar er farin að marglæsa húsinu svo óboðnir komi ekki í heimsókn á meðan á axlarnuddi stendur ( dónar...... þetta var axlarnudd, ég sko prjóna nefnilega eins og mófó) Whistling


Sumarið er tíminn......

Það vildi ég að allar helgar væru eins og þessi sem er að líða.....ja eða næstum því. Það er allt eitthvað svo yndislegt, veðrið, fólkið mitt, vinirnir og bara tilveran.

Ég var ein heima í gær að sýsla í alls konar hlutum með tónlistina í botni..... Cool húsband var í Ásbyrgi að hlaupa 30 kílómetra í 30 stiga hita....já ég veit þetta er auðvitað bilun, hann var búin að nauða í mér að koma með en mér finnst bara svo frábært að vera ein heima þegar ég er í stuði til að skapa......hittum svo skemmtilega vini í gærkveldi þar sem margar flottar hugmyndir urðu til, til eflingar menningarlífinu hér á Ak og nágrenni....

eyddi svo deginum í dag í sólbaði með mömmu, dóttir og barnabarni....dásamlegur dagur sem leið áfram í skrafi og skemmtileg heitum, meira segja minnsta mattann fékk að vera á samfellunni einni fata í sólabaði, dásamlegt að heyra barnið skríkja og hjala, ég get endalaust horft á litlu snúlluna og kjáð í hana,  grilluðum svo læri í kvöld og nutum kvöldsólarinnar.....

svo til að kóróna yndisleg heitin þá er ég enn reyklaus og finnst það flott....Tounge

 


Sjálfhverf notalegheit.....og salsa.

Ég hef lítið nennt að blogga undanfarið, hef verið í sjálfhverfu notalegu ástandi sem ég tími ekki að raska alveg strax…..er með Sigurós og Mugison  í eyrunum til skiptis og sýsla við ýmsa sköpun …ég er líka í allsherjar tiltekt andlega sem líkamlega, er að reyna tileinka mér nýja siði og nýja hugsun…..fæ brjálað kikk út úr þessu ferli en er svo einbeitt að ég kem mér hjá því að vera í miklum erli…..var þó hrist nokkrum sinnum í dag í frekar snörpum jarðskjálftum, þeir stóðu sem betur fer ekki lengi yfir, ekkert er brotið þá allt hafi nötrað og skolfið.
Ég væri þó til í að rjúfa þetta hugleiðsluferli með því að skella mér á tónleika með Buano Vista Sosial Club, ég hreinlega elska þá, kann myndina utan að og á mér þann draum að fara til Kúbu, skoða mannlífið og spila á slagverk með eyjaskeggjum
Ég fékk salsa bakteríu fyrir rúmum áratug…þegar ég var í tónlistarskóla ….á slagverki og gekk þar í salsaband, stórsveit….vá hvað það var geggjað gaman
En ég kemst  því miður ekki á tónleikana en stefni á það að komast suður á menningarnótt…


Það styttist í að skólinn byrji og satt að segja dauðhlakka ég til. Lokaárið að renna upp og veturinn byrjar á rannsóknarritgerð sem við fáum held ég 6 vikur til að skrifa…það er eins gott að nýta tímann vel
Varð hugsað til skólakerfisins í Finnlandi sem ég þekki ágætlega.
 Þar í landi líta stjórnvöld á menntun sem fjárfestingu, ekki síst menntun í Listum, og til marks um það þá fær hver nemandi greiðslur frá ríkinu, ekkert sem menn hrópa húrra fyrir en nóg til að borga fyrir húsnæði og mat. Nemar í Listaskólanum fá þar að auki peninga fyrir litum og striga.
 Ég vissi um 2 í þessum stóra skóla sem skulduðu sitt hvorn hundrað þúsund kallinn og voru í öngum sínum út af því…..ég fékk hins vegar nett hláturskast þar sem ég frussaði út úr mér að þeir gætu margfaldað þá tölu þrjátíufalt, þá kæmust þeir nærri því hvað ég skuldaði eftir skóla….andlitið datt af þeim…..
Þeir vita sem er að leggi þeir x mikinn pening í menntakerfið kemur það til baka….sjáið til dæmis Mari Mekkó iðnaðinn eða Ittalla….afurð skapandi einstaklinga. Við höfum nokkur dæmi hér heima, til dæmis CCP, Eve one line. Ég fór í magnaða kynnisferð í það fyrirtæki sem nokkur hundruð manns vinna hjá, það er afurð ungs manns sem útskrifaðist fyrir nokkrum árum úr sama skóla og ég….
Ég skil ekki fólk sem sér ekkert nema stóriðju….alveg ótrúlega takmörkuð sýn, ég nenni annars ekki í þann umræðu pytt af einhverju viti en stend heilshugar með þeim sem hafa tíma orku og innsýn í að berjast fyrir annars konar úrræðum…

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband