Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ofát, andvökur og meðvirkni....

Klukkan er rétt að verða átta að morgni og ég bara komin við tölvuna. Ef það væri vegna dugnaðar og ferskleika væri það hið besta mál, en nei. sú er nú víst ekki raunin..... ofát síðustu daga er nefnilega farið að segja til sín. Að baki eru matar og kaffiboð sem voru á við bestu fermingarveislur. Ef þessu áti fer ekki að linna  hvað úr hverju mun birtast á mér bumba sem hver rútubílstjóri gæti verið stoltur af.W00t

Svo eru meltingar truflanir farnar að gera vart við sig með tilheyrandi vökum, ofan í mig hefur farið ómælt af smákökum, konfekti, saltfiski, skötu,steikum, eftirréttum,og öli, ásamt öllu tilheyrandi meðlæti, og framundan eru enn meiri átdagar.... Svo hefur öll hreyfing verið í lágmarki...ískápur...sófi.....ískápur....eldhús......ískápur....rúm.....ískápur.....klósett....ískápur.....svalir ??, jú maður verður að reykja með þessu...ískápur.......

 Ég  hef komist að því síðustu nætur, að í mér blundar meðvirkni af verstu gerð, ég hef aldrei sýnt þvílíka takta á því sviði eins og ég hef gert undanfarna daga og það gagnvart hundum. Whistling Hef verið að passa hvolpa dúska dóttur minnar og þeir eru ekkert endilega að sofa á sama tíma og ég. Þó náði vitleysan hámarki í nótt.....kom sjálfri mér alveg á óvart.

Hundamamman fór að væla í nótt og auðvitað um það leyti sem ég var að festa svefn, nú amman rauk fram til að athuga hvað amaði að, og auðvitað var ekkert að, tíkin vildi bara komast inn til mín, ég gerði heiðarlega tilraun til að horfa ákveðið  í stór biðjandi augu hundsins og segja nei......gat það bara ekki.

Inn fór syfjuð amma með hundskott töltandi á eftir sér. Í annað sinn er ég að sofna þegar hvolparnir fara að væla, tíkin sperrist upp og krafsar á hurðina, vill auðvitað komast fram til barnanna sinna, amman fer fram úr opnar dyr og inn ryðst hersingin, 4 litlir dúskar bitu sig fasta á tærnar á mér.

Hvolpunum var dröslað fram og inn í búr, og aftur stormaði ég inn í herbergi. Eftir smástund fer tíkin að gelta og hvolparnir líka, amman gefst upp, tekur sæng og stormar brúnaþung fram í stofu og upp í sófa, náði að dorma um stund með höndina lafandi niður á gólf og hvolpana nagandi kjúkurnar á mér.

Ég er greinilega að eldast... uppeldisgetan er í lágmarki, börnin mín hefðu ekki komist upp með svona takta eins og hvolparnir.


Er farin að ná mér í kríu......eða horfa á bólgin og bráðfalleg (bold and bjútifúl)  neeee, þá er krían betri.Sleeping

 



Jólakveðja frá Krummu.

Kær blo vin ósk ykk gleð jól og fars ný ár 

The image “http://www.vinnumalastofnun.is/files/christmas-wallpaper-christmas-stockings-photos_894903363.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

(Kæru blogg vinir, óska ykkur Gleðilegra jóla og farsæls nýs árs)

http://www.youtube.com/watch?v=24fWSBo3Yo0 

 


Áhrifagjörn eða hvað?

Þó sumum  lífsskoðunum mínum verði ekki haggað er ég  stundum eins og margir personuleikar þegar kemur að fatastíl og lúkki. Get verið fáránlega áhrifagjörn þegar tíska er annars vegar.

 Einn daginn  get ég verið gler fín í pæjugalla með smink og tilheyrandi og næsta dag eins og dreginn upp úr haug í gömlum lörfum.

Þegar ég var í Finnlandi dauðlangaði mig dredda, tattoo og rokkgalla.

Þegar ég fór á árum áður til Kanarý sá ég gullsandala og blómakjóla í hillingum.

Fór á hárgreiðslustofu í dag og fékk klipp og lit, svo nú er ég pæja eins og aðrar konur á Akureyri.

Sjúkk...að ég skuli ekki búa í kúreka fylki í Bandaríkjunum, væri sjálfsagt sprangandi um í bleikri kúrekaskyrtu með aflitað hár og gamalt perm, með hatt og alles og klingjandi spora aftan í skónum. W00t

Maður er náttla ekki í lagi....... 

  

 


Litla heilsufríkið.....

Lítil stúlka kom töltandi fram úr svefnherberginu í kvöld

amma...ég er svöng segir hún um leið og hún opnar ísskápinn sem var sneisafullur af jólavarningi.

kemur til baka með slátur í hendinni sem hún stífar úr hnefa.

Mikið sem þetta barn hefur sérstakan matarsmekk, á meðan aðrir maula jólakonfekt og smákökur, borðar hún paprikur og annað grænmeti.

Henni var haldið frá sykri og sætindum fyrstu ár ævinnar, er viss um að það hefur mótað matarsmekk hennar.

Vill hafragraut í morgunmat sem hún borðar með afa sínum.

Horfir svo ásakandi á ömmu sína þar sem hún stingur upp í sig konfekti......amma þetta er ekki hollt sooo er reykjufíla af þér...

amma skammast sín oní tær, nær sér í mandarínu og forðast að láta barnið verða vitni að því að þegar hún laumast út til að reykja,Blush

Vona að hún viðhaldi þessari lífssýn fram á fullorðinsár. 


Bland í poka...

Heyrði skemmtilega pælingu í gær.....

Brú-brýr 

frú-frýr

trú-trýr......hmmmmm

Húsband fór í jólatrés leiðangur í gær, kom heim með tveggja metra hátt tré sem hann sagaði sjálfur.Cool Það á eftir að sóma sér vel í stofunni enda lofthæð þar um 4-5 metrar, lítið tré hefði verið eins og krækiber í helvíti.

Hér á heimilinu er moppað á hverjum morgni.....með hvolpum.

Um leið og þeir heyra í manni á morgnana koma þeir kjagandi og bíta sig fasta í sokka heimilis fólks, þetta eru eins og dúskar á löppunum á manni, svo labbar maður af stað og hersingin hangir föst, svo reynir maður bara að labba þar sem ryk hefur safnast, svaka tímasparnaðurW00t

Er farinn að skrifa jólakort

síjú. 


Krumman í ham....gaman gaman

Ég hef undanfarna daga verið eins og hamhleypa á eigin heimili. Er búinn að fara í hvern einasta skáp á heimilinu og henda, flokka og raða. Hef semsagt verið að fengsúa heimilið.

Ákvað að nota tímann fyrst ég er kominn í jólafrí, geri þetta annars yfirleitt á vorin og ekki nema annað hvert ár. En þar sem ég verð á kafi í verkefnum í skólanum strax eftir áramót  ákvað ég að drífa í þessu.

Ég hef nefnilega komist að því að þetta endurnýjar orku allra íbúa heimilisins. Hér á árum áður safnaði ég öllu, engu mátti henda enda var ég að drukkna í allskyns drasli, nú er ég í hinum öfgunum, hendi öllu sem ég er ekki að nota, losa mig við allan óþarfa W00t

Henti svo upp smá jólaljósum og bakaði biscotti, algjörlega ómissandi á aðventu með góðum freyðandi cappusino, er að smella í þvílíkan jólagírinn og svo er skemmtileg helgi framundan.

Erum að fara út að borða annað kvöld ásamt starfsfólki Ferðamálastofu og svo á laugardag ætla ég á listsýningar, hlakka ógó til. 

Já og svo má nú ekki gleyma að hér er mikill undirbúningur að fara í gang fyrir 20 ára brúðkaupsafmæli sem er 26 des. Húsband heimtar bleikt þema því hann var í bleikum gallabuxum þegar ég kynntist honum árið 1984. InLove ( í gamla daga eins og afkomendur segja)

Meiningin er að hafa opið hús og auðvitað eru allir vinir og vandamenn velkomnir.

Mikið svakalega sem það er gaman að vera til.Wizard


okur á Íslandi..

Ég hafði vit á því að versla flestar jólagjafir úti í Finnlandi, vörur þar eru töluvert ódýrari en á Íslandi. Samt hækkaði allt í Finnlandi cirka fimmfalt eftir að evran var tekinn upp. Ég  hef aðeins farið í búðir eftir að ég kom heim og verð fokvond í hvert skipti sem ég lít á verðmiða hluta. Maður er nánast rændur um hábjartan dag.Angry

Að hluta til er þetta okkur neytendum að kenna, við tökum jú þátt í þessu með því að kaupa þessa dýru hluti.

Dóttir mín vann um tíma í tískuvöruverslun þar sem seldar voru gallabuxur sem kostuðu litlar 24.000 þúsund krónur, aðrar nánast eins voru líka til sem kostuðu 12.000 þúsund. Munurinn lá í því að aðrar voru örlítið ljósari en hinar. Hvað haldiði, þær dýrari ruku út, fólk setti þær á raðgreiðslur.... HALLÓ. hvað er að fólki.

Álagning á vörur er margföld hér á landi, fuss og svei.

Kaupmaður einn sem ég þekki verslaði fyrir mig buxur á dóttir mína í einni af sinni innkaupaferð til útlanda. Ég borgaði  kaupmanni 800 krónur fyrir buxurnar en út úr búð voru þær seldar á 8.900 krónur.

Þar sem sjálfsvirðing mín er ekki bundin við merkjavörur eða dýrar vörur fæ ég kikk útúr því að finna góða nytsama hluti/föt á sanngjörnu verði. Ég elska flóamarkaði  og second hand búðir þar sem ég get bæði gramsað og prúttað...semsagt gert góð kaup. Á Íslandi eru þessar búðir í tísku sem þýðir að gamlar vörur eru seldar á svipuðu verði og nýjar.

Lengi vel fór ég einu sinni í viku til mæðrastyrksnefndar á Akureyri, þessar yndislegu konur  selja allskyns varning föt og nytjavörur og ágóðan nota þær í að styrkja þá sem þurfa fyrir jólin. Margir sem ég þekki fóru aldrei af ótta við almenningsálitið.......þetta var ekki nógu fínt!

Er ekki mál til komið að hífa upp sjálfsýmindina og hætta að leggja að jöfnu manngildi og því hversu dýrum fötum fólk klæðist og hversu marga fermetra af steypu það á. Sem betur fer eru ekki allir svona, en allt of margir.

 




Auglýsi eftir jólaskapi...

Er ekki einhver þarna úti sem getur smitað mig af jólaskapi? Einungis 14 dagar til jóla og ég finn ekki fyrir jólum frekar en það væri að koma sumar.....GetLost

Hef verið á haus við allskyns leiðinda stúss og tiltekt síðan ég kom heim......humm, þó  skítastuðull  hafi  hækkað töluvert á meðan ég dvaldi í  Finnlandi, þá hefur hann ekki hækkað það mikið að ég geti leitt hjá mér draslaragang heimilisfólks, reyndar eru allir rosa bissý, yngsta barn lærir undir próf, húsband vinnur öll kvöld í íbúð elsta barns, miðbarn flutt til Reykjavíkur, og eftir sit ég í draslinu. Langar mest að geta hangið í heimsóknum alla daga, en verkin vinna sig ekki sjálf. 

Mikið svakalega sem ég  vildi getað ráðið til mín heimilishjálp, þá myndi ég mála og mála og mála já og lesa smá og mála meira. Hvur veit kannski kemur að því...... 

Á heimilinu eru 4 yndislegir hvolpar, ég get endalaust dáðst að þessum krílum. Barnabarn var að spjalla og leika við þá í dag..... heyri þar sem hún segir: nei ertu soona sætur? ertu að gera frið í heiminum? 

Amman stekkur til, varð að vita hvað barnið átti við, lá ekki einn hvolpurinn á bakinu með framfætur upp í loft og hreyfði þá fram og til baka, ha ha

Mér fannst þó best að 4 ára gamalt barnið skyldi tengja þetta svona saman.... og auðvitað þakka ég sjálfri mér það að barnið skuli vera svona vel gefið og upplýstW00t en ekki hvað.


Ég er kominn heim.....

Eftir langt, strangt og vægast sagt erfitt ferðalag er ég loksins komin heim til mín á Akureyri.

Fyrstu dagarnir heima hafa farið í það að sofa, hitta fólk og vera með fjölskyldunni, er rétt að byrja taka upp úr töskum, satt að segja vex mér það í augum, það er með því leiðinlegra sem ég geri.

Annars var ferðalagið heim eins og við mátti búast þetta var jú ég sem var á ferðinni og þar sem ég er, skal alltaf eitthvað koma uppá.

Lenti í leit,  fyrir fyrra flugið, kortið mitt rann út fimm tímum áður en ég fór á flugvöllinn, var með 18 kíló í yfirvigt, allur lausapeningur sem ég var með fór í að borga herlegheitin, ekki króna eftir fyrir kaffibolla, hafði tekið svefntöflu á föstudagskvöldið en náði ekki að sofna, húsráðandi sá fyrir því.W00t

Kom út úr Leifsstöð um 5 á laugardag, sofnaði kl 2 um nóttina, aðfaranótt sunnudags, hafði þá ekkert sofið síðan á fimmtudagskvöld, náði þremur tímum þá. Þannig að ég vakti í rétt tæpa 2 og hálfan sólarhring.  Nú nokkrum dögum síðar er ég rétt að jafna mig, djö sem ég er farinn að finna fyrir aldrinum, maður getur ekki orðið vakað fram eftir eina nótt án þess að verða ónýtur daginn eftir.

  En svakalega sem það er dásamlegt að vera komin heim. Elsta dóttir mín, tengdasonur og barnabarn búa heima sem stendur, þau eru að innrétta nýja íbúð sem þau keyptu og á meðan eru þau hjá okkur, ofsalega gaman.

Það bræddi mig alveg þegar 4 ára ömmu stelpan mín rauk um hálsinn á mér þegar ég kom heim og sagði: amma mín ég er búinn að sakna þín þín svo rooooosalega mikið, af því við elskum hvor aðra, reyndar er þetta notað óspart á mig þessa dagana. Amma má ég fá þetta? má ég gera hitt? af því við elskum hvor aðra..... Heart 

Annars vantar einn heimilis meðliminn, miðdóttir mín kom suður þegar ég lenti og varð eftir í Reykjavík, ætlar að vinna þar í vetur og fer svo til Danmerkur í skóla í mars, það er ekki laust við að ég sakni hennar, enda ekki átt með henni tíma svo mánuðum skiptir, reyndar kemur hún eitthvað heim um jól, en samt... ég vildi gjarnan eiga með henni lengri tíma, en svona er víst gangur lífsins... börnin tínast að heiman hvert á fætur öðru og nýr kafli tekur við. 

Nú nýt ég þess að laga til heima hjá mér, elda mat og kúra með heimilisfólki, sé fram á langt og gott jólafrí.

Annars er gleði fjölskyldunnar lituð af sorgarfréttum, mágkona mín 42 ára gömul, var að greinast með krabbamein í ristli og lifur. Framundan eru aðgerðir, geislar og lyfjameðferð. Það sem gerir stöðu hennar en erfiðari en ella er það að hún er ein með 2 dætur sínar. Það er á svona stundum sem maður finnur fyrir algjörum vanmætti, einhvern veginn er það oft þannig að lífið  lemur niður  þá einstaklinga  sem manni finnst hafa nóg að bera.

Væntanlega heyrist frá mér fljótlega aftur.... svona þegar dagleg rútína kemst í gang aftur.

Þangað til.... ble ble 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband