Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

30 dagar í Finnlandi

Jæja mánuður liðinn, og svooo margt búið að gerast eins og alltaf í mínu lífi. Ég mála eins og vitleysingur, æfi mig í finnsku, reyni að meðtaka Finnska menningu og hlæ viðstöðulaust að öllu sem ég upplifi.

Í tilefni dagsins ákváðum við, ég og Kirstí frá Estoníu( hún leigir hjá húsráðanda eins og ég ) að bjóða öðrum skiptinemum í smá partý, til að spila á spil, gítar og spjalla.

Nú, ég stormaði í búð og keypti tilheyrandi snakk á meðan aðrir fóru í mjólkurbúðina (ríkið) og keyptu drykki.

Einhvernveginn vitnaðist það í byrjun teitisins að ég klippi hausa í frístundum, uhumm og hef gert það síðan ég var 5 ára en mér hefur reyndar farið mikið framm síðan þá, hehe.

En allavega þá var ég fenginn í það að klippa nokkra skólafélaga.

Á meðan fór húsráðandi á kostum. Daðraði við ungu mennina , dansaði um gólfið með rauðvínsglas í hendi, sagði sögur og talaði hátt og mikið.
Hún einhvernveginn beit það í sig að hún hlyti að vera heiðursgestur í partýinu og hagaði sér sem slík.

Þegar leið á kvöldið skellti hún sér í fræga náttkjólinn sinn sem er með klauf upp undir hendur og sýnir í raun allt það sem hann á að fela. hehe.

Síðan hélt hún áfram að svífa um gólfin og það var alger tilviljun hvort kjólinn flagsaðist frá að aftan eða framann.

Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svipinn á skólafélögum mínum, ég nefnilega er vön því að húsráðandi þvælist nakinn um húsið. Óskar skólabróðir stundi upp...mig langar ekki að sjá þettaaaa.

Að því búnu stendur hann upp og fer inn í eldhús, reynir að beina athygli sinni að einhverju öðru.
Kallar svo í mig og segir: hvað í ósköpunum er þetta?

Ég storma á eftir honum og pissa næstum á mig af hlátri þegar ég sé hann með stútinn af nesipytt græjunni minni
í munninum og reynir að flauta af öllum lifs og sálarkröftum. Hvað?, segir hann þegar hann sér mig engjast um af hlátri og reynir að blása en fastar. Bíddu? er þetta ekki einhverskonar hljóðfæri?
Neeeeeiiii, tekst mér að stynja upp, ég nota þessa græju til að skola á mér nefið,hahahahahaha.

Ég sá í yljarnar á honum þar sem hann hentist að vaskinum og hrækti í gríð og erg,haha.


Efnahagur og Finnskunám.

Var í tíma um daginn, um menningu Finna. Kennarinn var að útskýra hvernig efnahagur fólks var fyrir um það bil 10-15 árum síðan.

Þá gat fólk, millistéttafólk, borgað húsið sitt, nýja bílinn, sumarhúsið og íbúðina á spáni á 8-10 árum.

Ég byrja að flissa.

En í dag tekur það um 15-20 ár, segir kennarinn mæðulega og horfir á mig afsakandi, því hann hélt ég væri að flissa af hneykslun, yfir slæmum kjörum fólks.

Þá gat ég ekki orða bundist.

Ja sko á Íslandi telst það gott að geta borgað íbúðarholu á 25 árum. sumir gera það á 40 árum.
Meðal jónin á nýjan bíl ásamt Glitni eða Lýsingu, og ef hann er mjög heppinn þá erfir hann sumarbústað foreldra sinna.

Þá flissaði kennarinn.

Annars var ég í Finnsku tíma áðan. Þetta er tími no 3. Og fyrir næsta tíma eigum við að geta talið upp á milljón, kunnað personufornöfn, og lágmarks samræður um hver þú ert, hvaðan þú ert, nafn, og svo fr.

Skil vel innflytjendur á Íslandi, þeir geta ekkert annað en brosað og yppt öxlum, þar sem þeir sitja við kassann í bónus. Allavega ef farið er jafn hratt yfir í tungumálatímum heima á Fróni, eins og gert er í Finnlandi.


Bílferð sem jafnaðist á við rússíbanaferð.

Ég fór í matarleiðangur í fyrradag ásamt skólasysturminni , og þar sem ég stóð við kassann veittist að mér eldri maður sem fann sig knúinn til að segja mér eitthvað merkilegt, allavega held ég að það hafi verið merkilegt miðað við handapat og aðra líkamstjáningu.
Það er með hann eins og aðra fulla eða lyfjaða Finna, þeir hætta ekkert að tala þó ég segist ekki geta haldið uppi samræðum á Finnsku. Enn hann kunni nokkur orð í ensku og það sem ég skildi var eftirfarandi,

you strong woman, if i young i take you home, kiss you ( með fylgdu mjaðmahnykkir sem ég skyldi bara á einn veg)
svo kleip hann mig í kinnarnar og gerði sig líklegan til að slumma mig, ég get svarið það ég fór á því andartaki í limbó með hann yfir mér, teygjandi álkuna að mér, aaaaa.

Til allrar Guðs lukku sé ég húsráðanda koma stormandi að okkur, hún hafði þá líka verið að versla og séð í hverskonar aðstöðu ég var kominn. Hún rykkir í kallinn svo ég slepp úr limbóinu og við stormum allar 3 að bílnum hennar dauðfegnar að fá far heim því við vorum ekkert smá klyfjaðar.

Nú, húsráðanda dettur það snjallræði í hug að fara með okkur smá rúnt, fyrst við erum nú allar saman komnar þarna.
Ég hef áður minnst á þennan " Bíl " sem hún ekur á, sjálfskiptur og sjálfstæður, festist gjarnan í 3 gír og svo er það heppni ef bremsur virka í hvert skipti.

Húsráðandi rykkir bílnum af stað, og eftir smá stund festist bíllinn í gír og hæg umferð er framundan. Sú gamla drepur á bílnum og reynir að starta aftur.
Eftir smá stund ríkur bílinn í gang og aftur er rykkt af stað og stefnan tekinn að næstu umferðareyju, þar nær hún næstum því að affelga bílinn, hún rykkir í stýrið og stýmir þá í áttina að umferðarmerki.

Þá gólaði ég bæði vegna þess að ég var viss um að lenda á merkinu og svo líka vegna þess að ég áttaði mig á því að konan er LÖGBLIND!
Hún allvega notar svo sterk gleraugu að augun sýnast vera eins og rúsínur á gleraugunum en ekki augu fyrir innan þau, og þegar hún les, þrýstir hún andlitinu að textanum svo nefið nemur við blaðið.

Og með þessari konu var ég á rúntinum.
Ég veit ekki hvort var verra, hræðslan við að vera með henni í bíl eða sú staðreynd að ef ég gæti ekki opnað gluggann myndi ég deyja úr eitrun, því pústið leyddi inn í bíl.
Ég ætla að labba eftirleyðis.


Og meira af Finnlandi.....

Það er víst óhætt að segja að ég hafi nóg að gera. Fyrir utan málunarkúrs sem ég skráði mig í, þá er ég í Finnskunámi, fer í skúlptúr, grafík, tölvu workshop, og svo skráði ég mig í áfánga sem fjallar um Finnska menningu.
Við munum enda þann kúrs á að fara saman til Helsinki til að heimsækja þingið og kíkja á sýningar.

Kennarinn var að segja okkur lítillega frá stjórnmálaflokkunum sem eru hérna. Það er til dæmis einn sem kallar sig
"Sannir Finnar", ( Nafnið eitt gefur manni hroll) og eitt af þeirra stefnumálum eru innflytjandamál.

Þeim finnst í lagi að fá innflytendur ef það eru einhver störf sem þeir hafa sjálfir ekki áhuga á að vinna.
Þennan flokk vantar alla alþjóðlega hugsun. Hver á að vera í sínu landi er þeirra mottó. Ég verð alveg bit á svona fornaldar hugsunarhætti, þröngsýni, og fáfræði. Ekki það, maður hefur svo sem heyrt svona raddir á Íslandi, en ég verð alltaf jafn hissa. Enda hefur þessi flokkur innan við 3% fylgi.

Hins vegar sagði hann að finnar borguðu skatta með glöðu geði, þér gerðu sér grein fyrir því að þeir færu til samfélagsins aftur og að það væri stór hluti sem færi til menntamála, þeir vilja gera öllum kleyft að læra, óháð fjárhag og stöðu, sagði að það væri undir staða framfara, að mennta fólk. huhumm það mætti halda að margur íslendingurinn gerði sér ekki grein fyrir þessu.

Framm undan eru svo tónleikar í löngum bunum og ekki má gleyma rússlandsferðinni. Ég áætla að fara þangað eftir mánuð.

Annars var óskar skólabrói drep fyndinn í gær. hann hafði keypt sér rauðvín og sat eins og heldri maður með pensil í hendinni og rauðvín í hinni, og reyndi að mála, he he, þegar flaskan kláraðist stóð hann upp og virti fyrir sér afraksturinn, hryllti sig og sagðist vera farinn heim í koju. Heeeeld að það sé betra að vera sober við að mála, ha.

þangað til næst, moi moi.


Húsbandið í Finnlandi, og fiskidagurinn mikli í Lahti.

Jæja þá er mitt heittelskaða Húsband til 20 ára, kominn og farinn. Hann kom á fimmtudaginn og fór á sunnudag. Fór beint til Lettlands þar sem hann verður á viku ráðstefnu og í skoðunarferðum.

Mikið svakalega sem það var gaman að hitta hann, það styttir tímann og dregur úr sárasta söknuðinum, þó þetta sé gaman og lærdómsríkt að vera nemi í Finnlandi, þá er erfitt að vera án fjölskyldunnar.

Við vorum eins og ástfangnir skólakrakkar allann tímann, tímdum ekki að sofa hvað þá meir. Enda skrapp ég heim úr skólanum í dag og lagði mig í 2 tíma, fór svo aftur að vinna og vann til kl 10.

Húsráðandi bauð okkur bílinn sinn um helgina og við hoppuðum af kæti,.... þangað til hún sagði okkur að hann væri að vísu pínu bilaður, ætti það til að festast í 3ja gír, og það gæti verið soldið erfitt í umferðinni og á ljósum, þá yrðum við bara að hafa snör handtök og drepa á honum því hann væri jú sjálfskiptur, svo væru bremsurnar eitthvað að stríða henni. ha ha nei takk, við löbbum bara, sem við og gerðum í fleiri tíma á dag.

Það er ekki bara á Dalvík sem fiskidagurinn mikli er haldin, hann var haldin í Lahti um síðast liðna helgi. Að vísu var töluverður munur hátíðum, ekkert var frítt eins og á Dalvík og meðal aldur fólks var um 50 ár.
Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar það tóku að flykkjast til borgarinna fleiri þúsund hjólhýsi og yfirbyggðir pallbílar, það var bókstaflega allt krökkt af húsbílafólki.

Nú við stormuðum niður að vatni þar sem hátíðin fór framm, smökkuðum allskyns fiska og góðgæti, og versluðum frábæra pönnu sem við borguðum senniega 1/3 fyrir, miðað við verðlag á Íslandi, svo ætlar draumaprinsinn og húsbandið að hugsa til mín í hvert skipti sem hann matreiðir........ ohhhh það er svo sætt.
æmsoinlove...lalalalal.


Krumma í Finnlandi.

Það er ekki laust við að ég sé spennt og full af tilhlökkun, ástæðan? jú húsbandið mitt kemur á morgun og ég tel niður sekúndurnar.
Skap og geð færðist upp um nokkrar prósentur í dag og mér gekk vel að mála, það er að segja um leið og ég fór að slaka á og ýta til hliðar fljótfærninni.
Mikið langar mig annars í almennilegan mat. Það er að vísu mötuneyti í skólanum en einhvernveginn tekst þeim alltaf að elda allt bragð úr matnum, alveg furðulegur andsk....og svo vitiði hvernig mötuneytis matur er, maður hleypur ekkert að afgreisluborðinu í áfergju. ooo Jæja ég fitna ekki á meðan.
Veturinn er óðum að færast nær og það er orðið ansi kalt á kvöldin, en Finnarnir hlæja bara að mér þegar ég tala um kulda, bíddu bara segja þeir, bráðum finnurðu sko KULDA. Ég get ekki beint sagt að mig hlakki eitthvað brjálæðislega til, en hvað um það.
Ég reikna ekki með að blogga eitthvað mikið næstu daga því ég verð á strauinu um alla borg með elskulegan eiginmann í eftirdragi, en bless þangað til næst.
overendát.

Með grátt í vöngum.

Í haust skömmu áður en ég fór í þessa frægðarför mína til Finnlands, fékk ég þá dellu að hætta lita á mér hárið.
Var orðin hundleið á því að þurfa fara í lit 1 sinni í mánuði fyrir nú utan það að þetta er rándýrt .
Svo þarf ég nú alltaf að vera reyna mig, þið vitið, hvað skyldi ég t.d. halda lengi út að vera gráhærð?
hvenær skyldi hégóminn banka í mig og segja hingað og ekki lengra?
Og viti menn, eftir nokkra mánaða litunarleysi kemur í ljós að ég er svona rosalega gráhærð og rosalega hégómagjörn.
Ég hef talið mér trú um að ég hljóti að vera mjög smart með grátt hár... kynþokkafull og virðuleg, uhumm, framm að deginum í dag.

Allt í einu hætti þetta að vera smart, í dag sá ég gamla pirraða kell... í speglinum, kannski fannst mér það vegna þess að ég fékk smá frekjukast. Frekjukast yfir því að vera ekki jafn flink og gömlu meistararnir, fannst í smá stund í dag að ég ætti að geta þetta með annari, þrátt fyrir að vera ekki búinn með skólann, ROSA sanngjörn krafa eða þannig.
Ég er að bögglast með ákveðna mynd í kollinum sem ég hef verið að reyna mála, sko sjálfsmynd, en það sem ég sé fyrir mér og svo aftur það sem lendir á striganum er bara ekki það sama, humm, og þá er stutt í pirringinn, maður minn.
Og allt verður ömurlegt, ja í smástund. Sennilega verð ég aftur rosaflott á morgun, með grátt í vöngum.
Nema ég fái annað pirrukast yfir eigin vanmætti, þá tek ég strauið á næstu hárgreiðslustofu og fæ mér lit, svona rétt til að lappa upp á skap og geð.
overandát.


Og enn fleiri sögur af húsráðanda

Þegar ég vaknaði í morgun var húsráðandi niður sokkinn í einhver blöð sem lágu á eldhúsborðinu, og greinilega pirruð, ég gekk til hennar til að forvitnast um það hvað væri svona frússstrerandi.
Jú sagði hún, ég er á þessu Íkona námskeiði og átti að mála mynd af Jesú, en einhvern veginn í andsk... tókst mér að gera hann sexí í framan....
ég hélt ég myndi míga á mig af hlátri þegar ég sá myndina. Og þarna stóð þessi elska, og fletti íkona teikningum í gríð og erg til að reyna skilja hvað hún hefði gert svona vitlaust.

Annars átti ég þennan fína rólega dag í gær. Ég fór í 3ja tíma göngutúr og tók myndir í gríð og erg, mun svo fljótlega setja þær í albúmið. Rölti svo í sjoppuna í gær og splæsti poppi á sjálfa mig, át það með bestu lyst því fyrr um daginn þurfti ég að fá lánaða saumavél húsráðanda og þrengdi buxurnar um 12 cm. Segiði svo að hreyfing sé ekki grennandi.
En nú þarf ég að æfa Finnskuna og vinna aðeins í skólanum,
síjú gæs.
.


Er kominn með miklu hærri skítastuðul

Það er nefnilega þannig að húsráðandi er ekkert fyrir tiltekt sem ég skil svo sem alveg, hef sjálf ekkert gaman af því að laga til en hef haft lítið þol gagnvart drasli og skít og hef þess vegna yfirleitt neytt sjálfa mig í þessi leiðindaverk. Húsráðandi vill miklu frekar eyða tíma sínum í skemmtilega hluti eins og hún segir sjálf, sko, sagði hún við mig, ég vinn allann daginn svo fer ég í flamingodans, eða spila golf, hitti vini, les bækur, æfi mig í þessum 6 tungumálum sem ég kann og læri nýja hluti, ég nenni ekki að eyða frítíma mínum í tiltekt svo þess vegna splæsi ég í heimlishjálp.
Það er nú samt spurning um að hversu mikiu gagni sú hjálp kemur því hún er yfirleitt í annarlegu ástandi blessunin. Ég hins vegar er kominn með frábæra tækni varðandi það að labba yfir gólfin án þess að skilja sokkana eftir í einhverjum skítabletti, ég semsagt geng ákveðnum styrkum skrefum beint yfir gólfið og rykki hælunum snöggt frá í hverju skrefi og viti menn, sokkarnir tolla á fótunum. Það venst líka að vera með brauðmylsnu undir fótunum.
Ég tek ofan af fyrir húsráðanda að vera ekki þræll þrifnaðaræðis.

Ef himnaríki er til þá var ég í gættinni

Ég fór nefnilega á klassíska tónleika í kvöld í Síbelíusarhöllinni þar sem sinfóníuhljómsveitin í Lahti flutti ýmis tónverk, og þvííííllík upplifun. Um leið og fyrstu tónar bárust um salinn fór ég í aðra veröld, ég gleymdi stund og stað. Aftur og aftur steyptust yfir mig flóðbylgjur af tilfinningum, ég fékk gæsahúð hvað eftir annað, og tárin runnu í sríðum straumum, á þeirri stundu fannst mér ég standa í gátt himnaríkis, sá sem skapar svona tónverk hlýtur að vera snertur af almættinu, ég fann fyrir algjörri auðmýkt, mér er hreinlega orða vant.
Svo er sjálf Síbelíusarhöllin listaverk útaf fyrir sig, mikilfengleg og stórkostleg bygging. Mér skilst á heimamönnum að þetta sé 5 besta tónleikahús í heiminum og Sinfoníuhljómsveitin sé fræg um víða veröld.

Annars fór ég í Finnskutíma í gær, mikið svakalega sem þetta er erfitt og flókið tungumál, allavega... eftir klukkutíma labb við að leita að staðnum þar sem kennslan fór framm ,fann ég hann loksins. Ég snaraði mér inn tíma og vissi strax að ég hlaut að vera á réttum stað því þarna voru samnkominn allra þjóða kvikindi, þarna var t.d. Ástrali, Ítali Kúrdi, Svisslendingur, Tékki, Frakki Eystlendingur, og einn frá Togo í Afríku. Þetta var meiri háttar upplifun, að vera þarna innan um öll þessi þjóðarbrot, að vera útlendingur í tungumálanámi, það var svo mikil eining þarna, þið vitið, fólk af öllum kynþáttum með mismunandi bakgrunn og með eitt markmið, að geta talað við hvort annað. Mikið svaklega sem ég er annars hástemmd í kvöld


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband