Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Silfur Egils....

Ég horfði á silfur Egils í dag, þar var meðal annars  frábært viðtal við Andrés Magnússon lækni. Sú mynd sem hann dregur upp af íslensku efnahagslífi er vægast sagt hrikaleg, hinn almenni launþegi er að kikna undan vaxtaokri...ekki það að ég hafi ekki vitað það. Andrés sagði meðal annars að við værum skuldugasta vestræna þjóðin!. Hann ólíkt mörgum öðrum sem láta sig þjóðfélags og efnahagsmál varða talar á mannamáli sem við almúginn getum skilið, enda getum við ekki öll verið hagfræðingar....hvet alla að horfa á silfrið..

Held að þeir sem kjósa einkavæðingarflokkinn ættu að endurskoða hug sinn..... staða hins íslenska efnahagslífs talar sínu máli.


Sitt lítið af hverju.....

Ég var í heimspeki tíma í gær, sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að umræðuefnið var um femínisma....átti að vera um femínisma séð frá sjónarhorni list og fagurfræðinnar en umræðurnar fóru út um víðan völl. Við vorum 3 sem áttum að vera andmælendur en fyrir það fyrsta þá vorum við ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut  og tíminn leystist upp í háværar og skarpar umræður. Það var áberandi hvað unga fólkið hafði sterkar skoðanir um það að jafnrétti hafi verið náð en þeir sem eldri eru töldu töluvert vanta uppá ennþá.....var að velta fyrir mér hvernig stæði á þessari mismunandi upplifun og því hvað mörgum er uppsigað við orðið femínismi....mín vegna mætti þetta heita kóka kóla svo lengi sem áherslurnar eru þær sömu, þ.e.a.s. sömu tækifæri fyrir alla og sömu laun fyrir sömu vinnu.....

Ég tók þó eftir því að yngra fólkið þekkir lítið til sögunnar eða þá að það hefur litla þekkingu á samfélags gerðinni og les lítið um athuganir eða rannsóknir sem gerðar hafa verið um stöðu kynjanna...

En að öðru... þá er vitlaust að gera eins og endranær sólarhringurinn dugar aldrei fyrir verkefni hvers dags og ég ýti á undan mér því sem þarf að gera....en skemmtilegt er allt þetta stúss samt..Wink

Nú er klukkan að verða 12 á miðnætti og ég verð að tygja mig í háttinn....verð eitthvað minna við bloggið næstu dagana, ef einhver skyldi sakna mín...W00t

síjú...Heart


Af helginni.......

Þá er þessi annasama helgi á enda og streð næstu viku byrjar um leið og ég opna augun í fyrramálið....ég er eiginlega farin að bíða eftir páskafríi...ætla liggja með tærnar upp í loft og gera helst ekki neitt nema eyða tíma með fjölskyldunni minni.

Í gær vorum við nemar í fagurlistadeild  með opnun í gallerí boxi , gerðum verk á Veggverk í miðbæ Akureyrar. Einnig var listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson með opnun. Við buðum upp á súpu og brauð ásamt smá söngatriði, það gekk vel hjá okkur þó maður væri ekki alveg laus við stress.....það minnkaði heldur ekki við að sjá svona marga góða tónlistarmenn mæta á svæðið....sá strákana í Gus Gus....ég er mikill aðdáandi þeirra....InLove

Húsband bauð svo bandinu í mat í ljúffengar kjúklingabringur og svo var farið í teiti til  einnar skólasystur annars má ég ekki vera að því að skrifa núna, á að vera lesa fyrir heimspekina....Whistling

en ég kem aftur...... 


Mínar andans truntur......og appelsínur.

Annir og appelsínur hét þáttur sem sýndur var fyrir einhverjum árum síðan....gott nafn. Lýsir lífi mínu síðustu daga, er á þeytingi frá morgni til miðnættis og borða appelsínur á hlaupum W00t.

Ég hef varla náð að fylgja eftir mínum andans truntum, æði á milli verkefna  framkvæmi hægri vinstri  og fylgi í humátt á  eftir.....held að þetta séu sterarnir, á bara eftir að vera á lyfjum í viku í viðbót þá ætti ég að geta skellt hnakki á truntuna og farið fetið....hentar mér eiginlega betur.

Við nemar í fagurlistadeild ætlum að opna sýningu á laugardaginn á Vegg verki á Akureyri, verkið heitir FURAHA sem þýðir gleði eða hamingja á Svahili....við munum birta myndir á mynd/ bloggi sennilega eftir helgi, svo verður opnunarteiti í gallerí Boxi kl 16, allir að mæta. 

Svo verð ég að koma því við að lesa um helgina fyrir heimspekina, á að andmæla í næstu viku og eins gott að vera vel undirbúin, nú og svo þarf að finna tíma fyrir hljómsveitaræfingar....og og og og......

Skellti mér annars í ræktina í dag sef orðið illa fyrir bakverkjum svo það er ekki um annað að ræða, finnst alltaf jafn skrítið að koma inn í svona stöðvar og sjá sólbekkjarbrúna vaxtarræktar kroppa, einhvernvegin finnst mér allir eins......( kjánahrollur)

æi ég er stundum í þeim gírnum að vilja sjá fólk eyða meiri tíma í hugsjónir  og velferðarmál heldur en að mata útlitsgyðjuna...allt snýst orðið um lúkkið, rétta húsið, réttu mublurnar, réttu merkin og guð má vita hvað..... auðvitað er gott og blessað að hugsa vel um sjálfan sig, reyndar ættu allir að gera það....en hugsum líka um aðra þá fyrst er gaman að vera til...

truntan hefur róast er farin með hana í bólið.....þangað til næst ble ble... 

 


Hamingjufærsla...

Ég var vöknuð kl 10 í morgun, þrátt fyrir lítin svefn síðustu daga og vikur, tími bara  ekki að sofa meira enda yndislega fallegur dagur framundan og fullt af skemmtilegum verkefnum sem bíða eftir afgreiðslu.

Eins og landinn veit var brjálað veður í gær og þó ég sé fáránlega hrædd við mikinn vind þá var samt eitthvað svo kósý að vera heima og hlusta á gnauðið í gluggunum og húsið nötra í mestu hviðunum.

Húsband framkallaði veislu úr steiktum saltfiski, kartöflum hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum.....mmmmm, já og hann skreytir alla diska, skammtar hverjum og einum þannig að það verður miklu skemmtilegra að borða, maður nýtur matarins betur í stað þess að skófla sjálfur á diskinn og missa yfirsýn yfir magn.

Ég upplifði brjálað hamingju móment í gærkveldi,  elsta dóttir kom í heimsókn með hundana, við sátum öll saman í sófunum, ég glamrandi á gítar og hinir að spjalla saman og horfandi með öðru auganu á sjónvarpið, allir glaðir, saddir og einhvern veginn opnir og innilegir,  þetta var eitt af þessum augnablikum sem gerir einhvern veginn allt þess virði, það að vísu vantaði miðju barnið en nú fer að styttast í að hún komi heim og mikið sem mig hlakkar til, það er svo góð tilfinningin að hafa alla nærri sér.

Síðustu 2 vikur hafa verið alveg sérstaklega skemmtilegar, ég tók 2ja vikna kúrs í skapandi teikningu og gerði eitthvað af grafík myndum líka, en kennarinn hafði einstakt lag á því að vekja upp vinnugleði hjá öllum, síðustu viku var ég öll kvöld að vinna og ef ekki væri fyrir reglur skólans þá hefði ég gist þar nokkrar nætur.

Well er farin syngjandi inn í daginn......með hamingju hugsanir efst í kollinum og góða sjálfsvirðingu í veganesti, eigið góðan dag líka elskurnar.


Minningarbrot.....

Fyrir 26 árum síðan kom ég heim í frí, var í heimavistarskóla í Reykholti sælla minninga.

Ég var ekki fyrr komin inn úr dyrunum en mér var tilkynnt að stóra systir væri komin í fæðingu....fyrir átti hún gullmola 5 ára gamlan sem mamma var að passa, heima hjá systur.

Strákur stakk af og ég fór út að gá að honum, sá hann á röltinu í myrkrinu á milli húsanna.....hvert ert þú að fara elskan mín, sagði ég? Ég er að fara á spítalann að sjá þegar mamma fæðir barnið....ég fékk nefnilega ekki að sjá þegar það var búið til sagði sá stutti Whistling hundfúll yfir því að vera skilin útundan.

Síðar um nóttina fæddist hann Haukur minn.....gullfallegur og yndislegur, ljóshærður með krullur. Hann hafði  orku á við mörg börn, fór snemma að skríða og þá héldu honum engin bönd. Mamma hans girti af innganginn inn í stofuna, með hókus pókus stól,  því hann elskaði að fara í plötuspilarann og draga nálina eftir plötunum W00t  Haukur lét það nú ekki stoppa sig....náði með fingurgómunum í stólinn og dró sig yfir stólinn argandi og gargandi með eldrautt andlit af áreynslu.....skreið svo áfram með einbeittan svip beint að plötuspilaranum og hífði sig upp í annað sinn.....ekki nema 6 mánaða gamall. 

Ekki grunaði mann þá að þessi eiginleiki hans...hvatvísin, ofvirknin og þessi brjálaða orka myndi eiga stóran þátt í því hversu erfiðlega honum gekk að fóta sig í lífinu.

Við systur elskum að rifja upp skemmtileg atvik og minningar enda á það sinn þátt í því að maður lærir að lifa með sorginni, við höfum frá því að Haukur dó, getað bæði hlegið og grátið þegar okkur líður þannig..... stundum hringjumst við á,  bara til að gráta og syrgja saman....kveikjan er kannski bara fallegt lag í útvarpi.

Ég elska þessar minningar sem sækja sterkt á mig í dag......Haukurinn hefði átt afmæli og ég sakna hans alveg svakalega.....


Elsku elsku elsku frændi....

Heart Haukur Freyr elskulegur systursonur og frændi hefði orðið 26 ára í dag. Þessi yndislegi strákur lést á afmælisdegi dóttur minnar þann 9 júní fyrir einu og hálfu ári síðan.

Ég elskaði þennan dreng eins og börnin mín. Hann var yndislegur, hjartahreinn, fyndinn, góðhjartaður, hvatvís, uppátækja samur og veikur. Hann tók mikið pláss í tilverunni og skyldi þessvegna eftir sig stórt tóm sem aldrei verður fyllt.  Hann háði harða baráttu við eiturlyfjafíkn og tapaði, öll fjölskyldan barðist með honum og fylgdist með honum deyja, smátt og smátt. Svona reynsla breytir manni.

Ég veit að systir og hennar fjölskylda á mjög erfitt í dag...ég vildi bara að ég gæti gert meira til að hugga, styrkja og sefa sorg. 

Sem betur fer er hann Haukur minn ennþá ljóslifandi í huga mér, ég heyri hláturinn hans, röddina og man faðmlagið hans, jafn vel eins og ég hefði síðast heyrt í honum í dag.Heart

Ég verð ævinlega þakklát fyrir það að fá að snyrta hann og laga þar sem lá friðsæll í kistunni sinni með liverpool rúmfötin sín og uppáhalds ilmvatnið sitt á sér, mér finnst yndislegt að fá að minnast hans þannig.

Elsku systir, engin orð geta lýst því sem mig langar að segja en ég verð hjá ykkur í anda á morgun. 

Haukur minn..hvíl í friði.


Snjór, sterar og rassskelling.....

Það er með ólíkindum hvað það getur snjóað mikið á stuttum tíma, maður bregður sér í burtu í 2 sólarhringa og kemur heim í undraland. Bílar og fólk sniglast eftir götunum því það er ekki hægt að ganga á gangstéttunum, þar hafa myndast snjófjöll sem engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi og einn og einn unglingur, ásýnd bæjarins minnir mig á teiknimyndina The Grinch.....ég dauðvorkenni hins vegar gamlingjum og farlama fólki, þau komast  ekki ferða sinna nema með aðstoð.

Ég fór til læknis áður en ég fór úr bænum á föstudaginn, fékk staðfestingu á því að ég ljóstillífa. læknir hristi hausinn....skil ekki hvernig þú andar góða??? Setti mig á stóra skammta af sterum svo ég er örlítið hressari en ótrúlega taugaveikluð, læknir var svo sem búin að vara mig við, sagðist hafa þurft að taka þetta sjálfur og nánast breyst í grenjudúkku.... W00t sé hann í anda að taka á móti sjúklingum með skjálfta um varir og tár á hvarmi.....

Inntaka á reykingalyfi hefst svo í vikunni með tilheyrandi ógleði og hausverk en það er víst ekki um annað að ræða, maður verður að taka á honum stóra sínum. Er komin í hljómsveit ....ja eða tríó og þar er skemmtileg og einföld hljóðfæraskipan...allir á gítar og allir syngja, alveg svakalega gaman, og þá er betra að vera reyklaus og fær um að anda...maður syngur víst ekki öðruvísi.

Ömmustelpa er í gistingu hjá okkur og föndraði bolluvönd með afa svo hægt sé að bolla ömmu í fyrramálið,  hún trúir því auðvitað að amma fari grunlaus að sofa Whistling   svo hlakkar hana til að setja á sig nýju húfuna sína sem góðhjörtuð frænka prjónaði og gaf henni, afi á nefnilega þessa flottu dead húfu með hauskúpum og stelpuskottið hefur horft öfundaraugum á hann,  nú á hún bleika sjóræningjahúfu eins og afi.

Er farin í háttinn....get ekki að því gert en mér finnst það skrítin tilhugsun að eiga eftir að vakna við rassskellingu í fyrramálið.....



Afi öskubuska og helgarferð....jeiiiii.

Það er eins gott að veðrið haldist skaplegt í dag, er að fara í sumarbústað með vinafólki yfir helgina og ætla að liggja í heita pottinum fram á sunnudag..W00t ok fer í smá gönguferðir ( í úlpu Jenný, hehe ) og borða góðan mat. Ég þarf að vísu að  taka með mér skólaverkefni en það er allt í lagi, bara gaman af því.

Við fórum í mat til elstu dóttur okkar í gær, þau voru að flytja inn í þetta fína hús sem þau voru að byggja. Nema hvað að við erum ekki fyrr komin inn en að okkur er boðið inn í herbergi barnabarns, stúlkan sú á þetta fína búningasafn og okkur afanum og ömmunni var skipað í hlutverk.....afi var öskubuska með gula, uppsetta hárkollu og ég var mjallhvít með svarta slöngulokka.....ég sverð það ég meig á mig af hlátri að sjá afann í lopapeysu með gult uppsetthár lifa sig inní öskubusku....haha.

Ef það er eitthvað sem heldur manni ungum eru það börnin...HeartInLove

Er farin að pakka....vonandi eigið þið öll góða helgi. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband