Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Vinnutörn.....

Bara svo þið vitið það kæru blogg vinir þá er ég ekki í fýlu við ykkur og ekki komin með leið á ykkur heldurKissing

það er bara svo fjári mikið að gera þessar vikurnar, en ég sakna þess að hafa ekki tíma til að lesa ykkur. Ég er í skólanum frá morgni og fram á kvöld og sé fram á að verða þar um helgina líka, þegar ég leggst á koddann á kvöldin sé ég bara pensla og málverk......

 það styttist óðum í að kúlu búinn barnabarnið komi í heiminn og auðvitað allir farnir að telja niður, það passar akkúrat að það  komi í heiminn þegar ég er búin með próf og önnur verkefni.

er farin í háttinn....að dreyma málverk.

smjúts á ykkur.... 


Svartur hundur og klám....

Well.....er komin aftur. Svartur hundur kom í heimsókn, óboðin og gerði smá usla en.....ég er laus við hann núna. Hann á þetta til og tekur þá gjarnan með sér drauga úr fortíðinni en þá bretti ég upp ermar og glími við þá íslenska glímu ( djók) hef fram að þessu sigrað og mun örugglega halda því áfram.

Er að safna mér saman svo ég geti farið á fullt í lokaverkefnið, er búin með undirbúningsvinnu og nú er bara að einhenda sér í að mála, ekki veitir af, einungis 2 vikur fram að skilum.  

Ég þurfti að fara í húsasmiðjuna til að ná mér í efni...venjan er að hringja og panta, gefa upp mál og sækja síðar...ég ákvað að skutlast þetta bara og vita hvort ég fengi ekki afgreiðslu strax.

Fann eftir smá leit mann sem gat afgreitt mig, hann sagaði niður efnið og rölti svo inn á skrifstofukompu sem var þarna til að skrifa niður fyrir mig málin, ég þurfti nefnilega að borga annars staðar.

Ég rölti í humátt á eftir honum, sá hvar hann sneri baki í mig en fyrir framan hann var tölva......ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, í tölvunni blasti við mér klámmynd...ég horfði upp í budduna á konunni......maðurinn verður mín allt í einu var...greinilega ekki vanur því að fólk komi þarna inn, fer í fár og djöflast á músinni svo myndin hverfi, réttir mér miðann og strunsar í burtu......eftir stóð ég með kjálkann niður á höku og var enn þannig þegar ég kom út í bíl.

Að skoða klobba heima hjá sér er eitt....en að gera það í vinnunni  GetLost ætla að hringja í yfirvald húsasmiðjunnar á morgun og láta vita af þessu, ég er viss um það að menn hafa ekki leyfi til þess að nota tölvur húsasmiðjunnar í þessum tilgangi.

Að öðru....er að fara suður með húsbandi og afkomendum í eitt stykki fermingarveislu....og hlakka til að hitta vini og ættingja...

ble á me.....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband