Færsluflokkur: Spil og leikir

Klukk....

Hann Róbert Badí bloggvinur klukkaði mig...Wink og here goes.....

 

4 störf sem ég hef unnið:

Í nokkur ár starfaði ég sem sminka fyrir leikhús, sjónvarp og tímarit.

Vann í mörg ár á barnaheimilum....það var frábært en mjög krefjandi

Sem fréttamaður hjá sjónvarpsstöðinni Aksjón/ N4

Myndlistarkona og svo auðvitað margt annað.

 4 uppáhalds bíómyndir:

( þær eru auðvitað miklu fleiri en 4 )

Magnolía

Little miss sunshine

Fargo

Big Lebowsky

4 staðir sem ég hef búið á :

Reykjavík

Siglufjörður

Finnland

Akureyri

4 sjónvarpsþættir :

South park

Little Britain

Næturvaktin og dagvaktin.....og allir aðrir íslenskir þættir fyrir utan spaugstofuna...

og hugs hugs....ok er greinilega ekki mikið fyrir þætti...Undecided

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

París ( fyrir löngu )

Kanarýeyjar.....bara yndislegt

Danmörk

Nú svo hef ég farið hringveginn á hvert einasta krummaskuð landsins held ég...og ég elska landið InLove

4 síður sem ég skoða daglega:

mbl...og ????

engar sérstakar nema ef vera skyldi síður tengdar listum og skyldum greinum

4 matarkyns :

Íslenskt lambaljöt

humar....mmmm get borðar hann í kílóavís

kjúklingabaunir....bara æðislegar

og já auðvitað kjúklingur

4 bækur blöð sem ég les oft:

Ég les allt sem ég kemst yfir eða svo til en það sem er á náttborðinu núna er meðal annars

Birtan á fjöllunum eftir Jón Kalmann ( alveg drepfyndinn)

Ritið:1/2005  tímarit hugvísindastofnunnar

Art now, Burkhard Riemschneider/ Uta Grosenic

Einfarar í Íslenskri myndlist, eftir Aðalstein Ingólfsson

4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna.

Haífa í Ísrael

í Chile hjá litla bróa

Í Frakklandi...að rifja upp þessa litlu frönsku kunnáttu mína sem ég hef

Á ferðalagi  með fjölskyldunni í Finnlandi

4 bloggarar sem ég klukka:

Sennilega hafa flestir á blogginu verið klukkaðir en ég læt vaða

Magga Lindguist

Ransu

Erna Friðriks

Birna Dís

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband