Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Silfur Egils....

Ég horfði á silfur Egils í dag, þar var meðal annars  frábært viðtal við Andrés Magnússon lækni. Sú mynd sem hann dregur upp af íslensku efnahagslífi er vægast sagt hrikaleg, hinn almenni launþegi er að kikna undan vaxtaokri...ekki það að ég hafi ekki vitað það. Andrés sagði meðal annars að við værum skuldugasta vestræna þjóðin!. Hann ólíkt mörgum öðrum sem láta sig þjóðfélags og efnahagsmál varða talar á mannamáli sem við almúginn getum skilið, enda getum við ekki öll verið hagfræðingar....hvet alla að horfa á silfrið..

Held að þeir sem kjósa einkavæðingarflokkinn ættu að endurskoða hug sinn..... staða hins íslenska efnahagslífs talar sínu máli.


Sitt lítið af hverju.....

Ég var í heimspeki tíma í gær, sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að umræðuefnið var um femínisma....átti að vera um femínisma séð frá sjónarhorni list og fagurfræðinnar en umræðurnar fóru út um víðan völl. Við vorum 3 sem áttum að vera andmælendur en fyrir það fyrsta þá vorum við ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut  og tíminn leystist upp í háværar og skarpar umræður. Það var áberandi hvað unga fólkið hafði sterkar skoðanir um það að jafnrétti hafi verið náð en þeir sem eldri eru töldu töluvert vanta uppá ennþá.....var að velta fyrir mér hvernig stæði á þessari mismunandi upplifun og því hvað mörgum er uppsigað við orðið femínismi....mín vegna mætti þetta heita kóka kóla svo lengi sem áherslurnar eru þær sömu, þ.e.a.s. sömu tækifæri fyrir alla og sömu laun fyrir sömu vinnu.....

Ég tók þó eftir því að yngra fólkið þekkir lítið til sögunnar eða þá að það hefur litla þekkingu á samfélags gerðinni og les lítið um athuganir eða rannsóknir sem gerðar hafa verið um stöðu kynjanna...

En að öðru... þá er vitlaust að gera eins og endranær sólarhringurinn dugar aldrei fyrir verkefni hvers dags og ég ýti á undan mér því sem þarf að gera....en skemmtilegt er allt þetta stúss samt..Wink

Nú er klukkan að verða 12 á miðnætti og ég verð að tygja mig í háttinn....verð eitthvað minna við bloggið næstu dagana, ef einhver skyldi sakna mín...W00t

síjú...Heart


Mínar andans truntur......og appelsínur.

Annir og appelsínur hét þáttur sem sýndur var fyrir einhverjum árum síðan....gott nafn. Lýsir lífi mínu síðustu daga, er á þeytingi frá morgni til miðnættis og borða appelsínur á hlaupum W00t.

Ég hef varla náð að fylgja eftir mínum andans truntum, æði á milli verkefna  framkvæmi hægri vinstri  og fylgi í humátt á  eftir.....held að þetta séu sterarnir, á bara eftir að vera á lyfjum í viku í viðbót þá ætti ég að geta skellt hnakki á truntuna og farið fetið....hentar mér eiginlega betur.

Við nemar í fagurlistadeild ætlum að opna sýningu á laugardaginn á Vegg verki á Akureyri, verkið heitir FURAHA sem þýðir gleði eða hamingja á Svahili....við munum birta myndir á mynd/ bloggi sennilega eftir helgi, svo verður opnunarteiti í gallerí Boxi kl 16, allir að mæta. 

Svo verð ég að koma því við að lesa um helgina fyrir heimspekina, á að andmæla í næstu viku og eins gott að vera vel undirbúin, nú og svo þarf að finna tíma fyrir hljómsveitaræfingar....og og og og......

Skellti mér annars í ræktina í dag sef orðið illa fyrir bakverkjum svo það er ekki um annað að ræða, finnst alltaf jafn skrítið að koma inn í svona stöðvar og sjá sólbekkjarbrúna vaxtarræktar kroppa, einhvernvegin finnst mér allir eins......( kjánahrollur)

æi ég er stundum í þeim gírnum að vilja sjá fólk eyða meiri tíma í hugsjónir  og velferðarmál heldur en að mata útlitsgyðjuna...allt snýst orðið um lúkkið, rétta húsið, réttu mublurnar, réttu merkin og guð má vita hvað..... auðvitað er gott og blessað að hugsa vel um sjálfan sig, reyndar ættu allir að gera það....en hugsum líka um aðra þá fyrst er gaman að vera til...

truntan hefur róast er farin með hana í bólið.....þangað til næst ble ble... 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband