Færsluflokkur: Matur og drykkur

Björgunar aðgerð....

Húsaband ákvað að fara út í gærkveldi og viðra mig ( lesist sem hraður 45 mínútna göngutúr)

Ég hef nefnilega átt bágt í bumbunni...misskildi allar þessar veislur sem ég hef verið í..

leit á þetta sem mína síðustu kvöldmáltíð..W00t

kannski er það allt krepputalið....verður einhver matur á landinu? Þarf ég að safna forða?? djók

Allavega hreyfing var nauðsyn eftir kyrrsetu og ofát síðustu daga.

Einhver stakk uppá  að ég ætti að  gera eins og yngra barnabarnið mitt hún Sonja Marý og vera á stanslausri hreyfingu...hætti snarlega við þegar ég sá barnið skríða í fyrsta sinn í fyrradag..

daman fór í spíkat og dró sig svo áfram á höndunum.....ég hélt ég væri búinn að sjá allar útgáfur af barnaskriði en þetta var alveg nýtt

heyrði svo í mömmunni í dag sem tilkynnti mér að Sonja hefði skipt um stíl.....jú jú, hún væri kominn í splitt og það sem meira væri hún færi um á ógnarhraða

sjáið þið mig ekki í anda leika þetta eftir, eins og freigáta á blússandi siglingu

allt fyrir hreyfinguna! Tounge

 


veislur og mannfagnaðir....

Síðustu dagar hafa verið yndislegir með allri sinni matar og svefn óreglu....þeir renna einhvern veginn saman í eitt og eina reglan hefur verið sú að  frá Þorláksmessu hafa verið matarboð með einhverjum parti fjölskyldunnar eða vinum og þannig verður það fram yfir áramót. Það versta er að ég kann mér ekki hóf og ég hélt um tíma að ég væri komin með grindargliðnun af ofáti.W00t nú þarf að draga fram hömlurnarbremsurnar og setja á sig gönguskóna ef ekki á illa að fara....

Á jóladag brenndum við í Ólafsfjörðinn og með fylgdu allar dætur, tengdasonur  og barnabörn, þar var samankomin hópur af skyldmennum tengdamömmu sem hittist þar alltaf á jóladag og það er alltaf jafn gaman.

Í dag héldum við hjónin  upp á 21 árs brúðkaupsafmæli hvorki meira né minna, ég er svo oft undrandi á því hvernig tíminn læðist að manni og framhjá án þess að maður verði hans var, allt í einu hafa hlutir gerst og mörg ár hafa liðið..... en það jákvæða er að þetta verður bara betra með árunum...ég er lánsöm kona....Blush

barnabörnin komu í dag ásamt foreldrum og var sú eldri með bingó í farteskinu sem við gáfum henni í jólagjöf, hún veit fátt skemmtilegra en að öll fjölskyldan taki þátt í að spila saman, meira að segja langamma var höfð með og við skemmtum okkur konunglega. Afinn hafði dundað sér við að búa til litla pakka, nokkurs konar verðlaun svo þetta var enn skemmtilegra fyrir vikið....við enduðum svo stuðið ég og þessi 7 mánaða á því að spila á concó trommurnar mínar, við erum með upprennandi tónlistarkonu þar á ferð, hún bankar og trommar á allt sem hún finnur og stóra systir syngur og dansar með 

Ég ætla að halda áfram að njóta þessa frís út í ystu æsar...þangað til næst Kissing

 


miðnæturblogg....

Arg.. hvað mér leiðast svona nætur þar sem eg get ekki sofið, hugurinn er á fullu,  bremsur hans eru eitthvað slappar, þá er nú margt vitlausar en að blogga....


Annars er ég að troða í mig leifum af skötusel sem ég borðaði í kvöldmat, mér og húsbandi var boðið í mat til elstu dótturinnar og tengdasonar, þar sem við snæddum meðal annars skötusel sem hann aflaði, En það sem dóttir mín er mikill snillingur í matargerð, hún getur töfrað fram veislur með engri fyrirhöfn, æi svo er hún svo yndisleg þessi elska, hefur gengið í gegnum allan andskotann en stendur alltaf upp aftur…..ákvað það að andleg lítilmenni og andlegir dvergar skyldu aldrei ráða því hvernig henni liði, þó svo að nokkrir hafi orðið á hennar vegi og sumir náð að meiða hana meira segja……hún reis upp úr erfiðleikunum á meðan skítaplebbarnir eru ennþá bara skítableppar..


Næstu helgi fer ég svo á bekkjarmót í Reykjasóla…..það er verið að hóa saman í lið sem var þarna fyrir einum            28  árum  !!!! Hvert fer allur þessi tími??? Ég hlakka svakalega til að hitta gamla nemendur, suma hef ég ekki séð síðan þá en aðra rekst ég reglulega á. Ég eyddi unglingsárunum í að þvælast á milli skóla, byrjaði í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi….manstu Svanur þegar við sátum inn á herbergi og þú kenndir mér að spila ný lög á gítarinn......sem gerði það að verkum að ég tróð upp á árshátíð skólans…og fékk ólæknandi bakteríu sem ég smitaði stelpurnar mínar af  Tounge  Ég prófaði líka að vera í Reykholti og allir voru þessir skólar mjög ólíkir….það er nú meira hvað þetta eru ljúfsárar minningar, komplexar unglingsgáranna versus góðu stundirnar. Ég held að flestum væri hollt að vera í heimavist, það getur verið svo lærdómsríkt og þroskandi.


Svo styttist í að húsband flytji býferlum, fjarbúðin hefst eftir nokkra daga…..
Það er eins gott að maður hafi nóg fyrir stafni, ég á svo skemmtilega mann sem ég get ómögulega verið án mjög lengi í einu…það sást best eftir Finnlandsdvölina mína, símareikningarnir voru svimandi háir, meira að segja svo háir að maður leggur það ekki á hvern sem er að heyra af því.... en húsbandi hlakkar til að takast á við nýtt starf 

Well nú er það tilraun 5 nú hlýt ég að sofna vært með fullan maga af skötusel…


Að lifa lyfin af.

 Kona kom til mín í dag, rétti mér bleðil og spurði; hvað finnst þér? Ég fékk ný lyf hjá lækninum, er nefnilega svo slæm í skrokknum og sef illa.....

þetta stóð á lyfseðli... 

helstu aukaverkanir eru, þó ekki hjá öllum (sjúkk)

Ofnæmisviðbrögð, greint hefur verið frá þrota, bólgu í andliti, tungu og búk, sem getur verið alvarlegur og valdið mæði, bólgu losti og yfirliði.. 

Áhrif á blóð: beinmergsbæling sem getur leitt til lífshættulegrar fækkunar sumra blóðfruma, einkenni geta verið særindi í hálsi, sár í munni eða endurteknar sýkingar, blæðingar eða myndun marbletta.

Áhrif á innkirtla og efnaskipti: truflanir í kynlífi eða kynhvöt, brjóstastækkun hjá körlum og konum, eistabólga, framleiðsla eða offramleiðsla á brjóstamjólk, breytingar á þéttni blóðsykurs, greint hefur verið frá heilkenni óviðeigandi seytingar þvagstemmuvaka, það getur leitt til þess að þú þurfir að pissa oftar. Aukin matarlyst og þyngdaraukning.

Áhrif á heila og miðtaugakerfi: Sundl, þreyta eða syfja, máttleysi, höfuðverkur, einbeitingarerfiðleikar, rugl, svefntruflanir, martraðir, svolítil ofvirkni, ýkt hegðun ranghugmyndir, ofskynjanir, kvíði, æsingur, vistarfirring, eirðarleysi, dofi/náladofi, skert samhæfing hreyfinga, skjálfti, flogakrampar, munnþurrkur, hiti,hægðatregða, þokusýn, eða tvísýni, erfiðleikar við þvaglát, víkkun sjáaldur augans, gláka og teppa í smáþörmum, suð eða sónn fyrir eyrum.

Áhrif á hjarta; Yfiliðstilfinning þegar staðið er á fætur, stöðubundinn lágþrýstingur, hækkaður blóðþrýstingur, hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot, hjartaáfall, heilablóðfall, óreglulegur eða hægur hjartsláttur og mjög lágur blóðþrýstingur.

Áhrif á maga og þarma: ógleði og uppköst, niðurgangur,lystarleysi, bólga í slímhúð í munni, bólgnir munnvatnskirtlar, kviðverkir,svört tunga, brenglað bragðskyn.

Áhrif á húð: Aukin svitamyndun, hártap, útbrot með litlum fjólubláum blettum.

Áhrif á þvagfæri: Aukin þvaglátsþörf

Hvernig dettur einhverjum í hug að fjöldaframleiða eitthvað sem getur haft þessar aukaverkanir á fólk??? Er það krafan um gróða sem gerir það að verkum að menn setja á markað svona rusl eða metnaðarleysi....það er með ólíkindum ógeðið sem maður þarf að setja ofan í sig.

Matarframleiðslan sleppur heldur ekki.

ÉG var að tala við bróa í gær sem býr í Chile....hann fór í verksmiðjur þar í landi sem framleiða hveiti, hann trúði varla eigin augum þegar hann sá þá setja sykur í hveitið....þeir meira segja glassera frosna grænmetið með sykri....

Er það nema von að sjúkdómar grasseri sem aldrei fyrr... 


jei....önnur sjúkdóma færsla.....

Hún Jenný Anna bloggvinkona talar um aldur í einni færslunni....ég hef nefnilega líka verið að hugsa um aldur...kemur ekki til af góðu.

stend nefnilega frammi fyrir því að vera komin með kvilla og sjúkdóma sem herja oftast á fólk sem er mér miklu eldra...sjálf er ég ekki nema 42 ára  

nú svo fer að birtast hér hver sjúkdómafærslan á fætur annarri....það er ekki bara að hægðir séu orðnar áhugamál heldur sjúkdómar líka....W00t

síðast skrifaði ég um síþreytu, vefjagigt og heilaþoku

í gær fékk ég niðurstöður úr blóðrannsókn......

konan er á byrjunarstigi sykursýki og með blóðfitu 21.....á meðan Jón og Gunna eru með 0,75-2,5 í blóðfitu...ég sigli hraðbyri í hjartaáfall...

biluð innkirtla starfsemi heitir þetta....

nú er allt bú sem inniheldur einhvern sykur og fitu...

hámark spennunnar fyrir mig verður að ákveða hvort snæða skuli spínat eða kál í kvölmat....W00t

er nema von að mér finnist ég vera farin að eldast.....

er farin að prjóna leppa.....ætla senda jenný eitt par, þetta ku vera svo notalegt í fótlaga skóna....hehe 

IMG 1219

 

 

 

 

 

hér er sjúklingurinn að vinna.......


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband