Björgunar aðgerð....

Húsaband ákvað að fara út í gærkveldi og viðra mig ( lesist sem hraður 45 mínútna göngutúr)

Ég hef nefnilega átt bágt í bumbunni...misskildi allar þessar veislur sem ég hef verið í..

leit á þetta sem mína síðustu kvöldmáltíð..W00t

kannski er það allt krepputalið....verður einhver matur á landinu? Þarf ég að safna forða?? djók

Allavega hreyfing var nauðsyn eftir kyrrsetu og ofát síðustu daga.

Einhver stakk uppá  að ég ætti að  gera eins og yngra barnabarnið mitt hún Sonja Marý og vera á stanslausri hreyfingu...hætti snarlega við þegar ég sá barnið skríða í fyrsta sinn í fyrradag..

daman fór í spíkat og dró sig svo áfram á höndunum.....ég hélt ég væri búinn að sjá allar útgáfur af barnaskriði en þetta var alveg nýtt

heyrði svo í mömmunni í dag sem tilkynnti mér að Sonja hefði skipt um stíl.....jú jú, hún væri kominn í splitt og það sem meira væri hún færi um á ógnarhraða

sjáið þið mig ekki í anda leika þetta eftir, eins og freigáta á blússandi siglingu

allt fyrir hreyfinguna! Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hahahahaha bara fyndid sko.Gott hjá tér ad drífa tig út í göngu.Ég sit á mínum og nenni ekki neinu sko.

Knús til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 29.12.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Gaman ad heyra um barnabarnid thitt, hljómar eins og hún verdi fimleikaprinsessa ;-) Thú skalt ekkert vera ad líkja eftir henni. ;-)

Gledileg jól og farsælt komandi ár til thín.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 29.12.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl yndið mitt, hvernig gátum við týnt hvor annarri svona lengi??  mikið er ég glöð að vera komin í tengingu við þig á ný. Er ekki annars allt svipað, eða hefur eitthvað mikið gerst sem ég þarf að vita um, óléttur eða something. Love you girl og knús norður

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Haha sé þig í anda leika þetta eftir! sammála með líðanina eftir ofátið um jólin, þessu er nett reddað hjá mér þar sem útsölufjörið gerir það að verkum að ég er á stanslausum hlaupum í 8 klst, varla tími fyrir smók (sem er gott)

Huld S. Ringsted, 29.12.2008 kl. 20:07

5 Smámynd: Helga skjol

Bara prófa, bara prófa Krumma mín, sjá hvort þú sért ekki jafnliðug og barnabarnið

Knús á þig og þína

Helga skjol, 30.12.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Anna Guðný

Þú gætir æft þig og svo haldið sýningu fyrir okkur, bloggvini þína á bloggarakaffihúsinu okkar, þann 17. jan.

Annars sá ég litlu skvísuna um daginn en þá var hún sofandi. Bið um sýningu næst þegar ég hitti hana vakandi.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 31.12.2008 kl. 00:45

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna, það var gaman að sjá miðdætur okkar saman í gærkvöldi, svo glaðar og sælar, bara eins og þegar þær voru yngri litlu púkarnir :)  Kveðja til mömmu þinnar. 

Já satt segir þú það er eins og maður hafi verið að borða síðustu kvöldmáltíðina nú um jólin,  úfffff   svo byrjar maður aftur í kvöld   en svo verður bara átak eftir það allt saman.   Hmmmmmmm

Erna Friðriksdóttir, 31.12.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband