Færsluflokkur: Ferðalög
Suðurferð og fleira....
20.8.2008 | 23:22
Ég átti yndislegan dag í dag. Fór í blíðskaparveðri á Illugastaði með mömmu , dóttir mín og tengdasonur eru þar ásamt vinahjónum með börnin sín . Vó hvað ég er heppinn með börn, þetta eru svo vel gerðar stelpur sem ég á , skemmtilegar og hjartahlýjar. Ég lék mér við nýja barnabarnið hana Sonju Marý megnið af deginum , sú er farin að hjala og skríkja og veit sko alveg hvað hún vill
Húsbandið er í Fjallabyggð byrjaður í nýju vinnunni svaka gaman og ég er komin með nýja vinnustofu, hlakka til að eyða tíma þar. Ég verð að hemja mig svolítið svo ég liggi ekki í símanum öll kvöld
malandi við húsbandið, við erum ansi náin eigum bráðum 21 árs samvistarafmæli en okkur finnst líka gaman að takast á við nýja hluti eins og fjarbúð. Við erum svo sem ekki að gera þetta í fyrsta skipti, ég fór ein suður fyrir mörgum árum og skyldi hann eftir með börn og bú og svo var fjarbúð í gangi í fyrravetur þegar ég fór til Finnlands.....
Einhverstaðar inn á milli dagskráliða verð ég að finna tíma til að heimsækja Kínverjana á skólavörðustíg, þeir fremja á mér alls kyns gjörninga sem duga mér í nokkrar vikur eða mánuði .ég er hnykkt, teygð og toguð á alla kanta, þeir ganga á mér, banka í mig og strjúka enda svo tímann á sársaukafullri nálastungu sem er samt sársaukans virði, því ég pissa eins og herforingi á eftir .nú þú vera enginn bjúgur segja þeir stoltir.
Frábær nýafstaðin helgi.
12.8.2008 | 19:44
Ég fór með húsbandi í vestur húnavatnssýslu til litlu systur minnar, ætluðum í leiðinni að hitta yngstu stelpuna mína sem hefur verið í vinnu hjá henni í sumar en þá hafði skvísan skellt sér til Reykjavíkur til að taka þátt í gay pride göngunni og hitta vini.
Frá systir lá leiðin til Reykjaskóla á nemendamót, 28 ár eru liðin síðan við vorum saman í skóla og
eftirvæntingin var mikil þegar ég keyrði niður afleggjarann að skólanum og sá hóp af fólki samankomin á skólalóðinni, sá fyrst af öllum Lóló æskuvinkonu sem hefur verið búsett í Noregi síðustu 25 árin
heyrði fagnaðarópin í henni inn í bíl , ég var fljót að hendast út úr bílnum og í fangið á henni. Næstu 2 tímana var maður í því að kyssa og faðma gamla vini. Suma hef ég hitt með nokkurra ára millibili, aðra einu sinni og suma ekki síðan við vorum í skólanum.
Það gat tekið mann smá stund að kveikja hver væri hvað því auðvitað hefur fólk breyst mikið á þessum tíma, sumir hafa reyndar hreinlega yngst eins og t.d. skvísan hún Lóló, en öll sýninst mér við eldast fallega.
Skipulag mótsins var í alla staði framúrskarandi, við eyddum parti af laugardeginum í keppni í skemmtilegum ratleik þar sem reyndi heldur betur á minnið, þar sem spurningarnar snerust auðvitað um dvöl okkar þarna og svo kom hver hópur með skemmtiatriði sem var flutt bæði yfir borðhaldi og svo í íþróttahúsinu fyrir ball. Það var svo ekki fyrr en eftir miðnætti sem gamla góða skólahljómsveitin komst að til að spila, þeir hafa engu gleymt og við ekki heldur því það var með ólíkindum hvað maður man af textunum þeirra, ég brast í söng hvað eftir annað og kom sjálfri mér á óvart í hvert skipti
..
Svo var dansað fram undir morgun og sumir höfðu lagt sig í klukkutíma áður en morgunmatur var borin fram
.
Það var frábært að sjá hvað hefur orðið út þessu fólki, og misjafnt lífshlaupið eins og gengur og gerist, í raun ekkert sem kom á óvart. Þarna var einn prestur ( fyrrum pönkari) sveitastjórar, kennarar, myndlistarkonur, atvinnurekendur, félagsráðgjafar, bændur, verslunarfólk, skrifstofufólk, fjölmiðlafólk og Guð má vita hvað. Rut skólasystir kom alla leið frá Suður Afríku, hún bauð mér reyndar vinnu þar en hún er að setja á fót heimili fyrir konur sem þurfa vegna fátæktar að láta frá sér börnin sín og konur sem búa við einhverskonar ofbeldi., ég satt að segja er meir en til í að fara og hver veit hvað ég geri eftir skóla
við ætlum allavega að vera í sambandi.
Á bakaleiðinni komum við við á Gauksmýri til að hitta tengdó sem gistu þar og skoða staðinn, spjölluðum við staðarhaldara og ræddum meðal annars um sýningu sem ég stefni á að setja upp hjá þeim næsta vor.
Næstu helgi ætla ég inn í Ólafsjörð
bæði til að flytja húsband og svo langar mig á sýningu Eggerts péturssonar sem er sett upp í tilefni berjadaga. Ég hef einu sinni komið heim til Eggerts þar sem ég fékk að skoða verk sem voru í vinnslu og spjalla við hann, mjög fróðlegt og skemmtilegt.
En nú er ég rokin í annað....bless í bili.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hámark leiðindanna......
15.6.2008 | 05:43
Það er tvennt sem mér leiðist alveg svakalega......en það er fótbolti og ökutækjadella..
ÉG gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að horfa á fótboltaleiki fyrir nokkrum árum..einfaldlega vegna þess að ein dætra minna æfði í 10 ár...jú jú fannst allt í lagi að horfa á stelpurnar spila en að ég hafi fengið einhverja bakteríu....ekki til. Mér er reyndar fyrirmunað að skilja að fólk skuli eyða tíma og peningum í að horfa á leik eftir leik...hvað þá að ég skilji að það skuli þeysa til annarra landa bara til þess eins að horfa á fótbolta og spranga svo um í einhverja daga á eftir með liðstrefla um hálsinn og derhúfur á hausnum..... en ég hef þó ekkert látið þetta fara í pirrurnar á mér því ég þarf ekki að taka þátt í þessu
Það sem toppar þó svona leiðindi fyrir mér eru bílasamkomur hvers konar....nú er ein slík í gangi á Akureyri...með tilheyrandi hávaða...og þá hef ég því miður ekki val um það hvort ég er með eða ekki ,því í kringum húsið mitt og nærliggjandi götur er stanslaust verið að þenja tryllitæki og hjól...að ég tali nú ekki um allt fillerýið sem því fylgir fram undir 7-8 á morgnana...
ég gerði tilraun til að fara með húsbandi í gönguferð um miðbæinn..höfum ekki sést í nokkra daga og þurftum heilmikið að spjalla en það var ekki séns..... miðbærinn var fullur af faratækjum sem þurfti að þenja í hægagangi hringinn í kringum bæinn.... ég hef rekist á nokkra einstaklinga í gegnum lífið sem eru andlegir dvergar og þeir undantekninga laust byggja sína sjálfsvirðingu og ímynd á tryllitækinu sem þeir aka á ....þeim mun meiri hávaði og þeim mun meira flúr sem á tækinu er þeim mun meira finna þessir dvergar til sín.....
en auðvitað eru ekki allir þannig sem betur fer.... langflestir hafa þetta sem áhugamál en ekki sjálfsímynd
en mikið lifandis sem ég verð fegin þegar þessum bíladögum verður lokið ,þá getur maður farið að sofa aftur..og fara í göngutúra um miðbæinn..... og búið verður að þvo allar ælur og piss......og henda öllu rusli... og bærinn verður aftur fallegurVorboðinn ljúfi
19.5.2008 | 08:45
Þá finnst mér vorið loksins komið, við heimilisfólk skruppum nefnilega í Mývatnssveit í gær til að heimsækja miðjubarnið sem vinnur þar á hóteli
Þar sem við keyrum um sveitirnar mátti finna ilminn af skít sem bændur voru að bera á túnin og alveg er það merkilegt að manni skuli hlýna um hjartarætur við skítalykt.....
Við keyrðum um Mývatnssveitina og stoppuðum reglulega til að kjá framan í dýrin....jörmuðum á móti litlu nýfæddu lömbunum og gögguðum með hænunum og rétt sem snöggvast langaði mig að verða aftur lítil stelpa í sveit...
Við kíktum við í stóru gjá, fórum þar fyrir 5 árum síðan..klöngruðumst þá niður klettana og tróðum okkur ofan í gjána, þetta er örlítið op þar sem kaðal spotti er festur við klettaveginn svo maður geti látið sig síga ofan í vatnið....það er einhver sjarmi við það að berhátta sig í drullusvaðinu og skutla sér svo ofan í níðþrönga gjánna , hvergi hægt að botna, þannig að maður verður veskú að troða marvaðann..svolítið eins og maður sé orðin þátttakandi í survival Iceland....
Annars lætur miðjubarn vel af sér, líkar vel vinnan og staðurinn.....það er nú þegar allt orðið fullt af túristum en henni finnst dapurlegt að það skuli vera Íslendingar sem eru mestu sóðarnir og mestu dónarnir.....maður getur ekki annað en vonað að erlendir túristar verði ekki fyrir barðinu á þessum dónaskap því ferðamaðurinn segir auðvitað vinum sínum frá ferðalaginu þegar heim er komið
Hún segir líka að ótrúlega margir segi frá því að hafa fengið áhuga á landi og þjóð á því að hlusta eða heyra um Björk og Sigurrós sem er auðvitað frábært þó þetta listafólk eigi ekki stóran aðdáenda hóp hér á landi þá kunna aðrir að meta þá..
En mikið er nú Ísland fallegt, við ætlum okkur að reyna ferðast sem mest innanlands í sumar, það er sko ekki leiðinlegt að ferðast með húsbandi...hann þekkir hverja þúfu og hvern hól og gott betur enn það enda Umhverfisfulltrúi ferðamálastofu...væri varla í því starfi ef enginn væri þekking á landi og þjóð....
Dagurinn kallar og mörg verkefni framundan.....í bili.