Krumma í Finnlandi

Jæja þá er maður komin í hóp þeirra sem finna sig knúna að tjá sig opinberlega um alla skapaða hluti, það kemur nú bara til af því að ég er sem stendur nemi í Listaháskólanum í Lahti í Finnlandi og vinir og vandamenn geta fengið fréttir beint í æð, þetta sparar manni líka mörg og dýr símtöl. En hvað um það, hér er gott að vera, borgin falleg og margt að sjá, er sennilega búin að labba meira síðastliðna viku heldur en mánuðina á undan, sem er bara frábært. Kíkti á pöbbarölt á laugardagskvöldið, lenti á bar sem spilaði lifandi tónlist, þar veittust að mér menn úr öllum áttum þegar að þeir sáu að ég var ein, það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þeir töluðu bara finnsku, og það var alveg sama hvað ég reyndi að útskýra fyrir þeim að ég væri ekki fær um að halda uppi samræðum, ég kynni bara nokkur orð þá breytti það engu þeir töluðu bara meira, þetta var ótrúlega fyndið, ég reyndar bætti aðeins við orðaforðan fyrir vikið. Mikið asskoti sem Finnar geta drukkið, þeir bæði drekka mikið og illa margir hverjir, En þetta er gott fólk. Húsbandið mitt (eiginmaður) ætlar að heimsækja mig eftir ca 3 vikur, hann er að fara á ráðstefnu í Rika í Lettlandi, mér fannst nú ekki mikið mál að hann myndi heimsækja mig í leiðinni,he he.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þeir hafa séð að nýr kroppur var mætt til þeirra og hugsað sér gott til glóðarinnar. Vantar ekki konur í Finnlandi?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Hæ dúllan mín ... auðvitað langaði þá til að tala við þig svona undur fagra og vel vaxna eins og þú ert...

Gott að vita að þú sér heil á húfi og kát með lífið...

Knús... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.9.2007 kl. 17:56

3 identicon

hæhæ mamma, þú ert bara að verða tæknileg og komin inní þessa nýju kynslóð heheheh en gott að geta fylgst með þér, söknum þín rosalega mikið og hlökkum til að fá þig, emilía sagði öllum að amma sín væri flutt til útlanda og væri að hugsa um að koma ekkert aftur hehehe, ein aðeins að ýkja og láta vorkenna sér bwahahahaha hafðu það gott og gangi þér vel í skólanum

Selma Klara (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:31

4 identicon

Eitt líf getur skipt öllu máli
Einn hlátur getur ei gleði tapað
Ein von getur andanum lyft
Eitt bros getur vináttu skapað

Eitt blóm getur verið upphaf að stórum draum
Ein snerting getur sýnt þér standi ekki á sama
Ein stjarna getur leitt margan heim
Eitt bros mun ei andlit þitt lama

Einn fugl getur verið upphaf að vori blíðu
Eitt tré getur í stóran skóg breytt
Eitt klapp á bakið getur lyft manni upp
Einn sólargeisli getur myrkrinu eytt

Eitt skref getur hafið langt ferðalag
Ein hönd getur veitt manni yl
Ein setning getur öllu breytt
Eitt orð getur sagt hvað ég vil

Eitt kerti sem friðar hjartað kalt
Eitt atkvæði getur svo miklu breytt
Ein setning getur verið upphaf að augnabliki
Ein bæn getur hjarta frá vonleysi leitt

Selma Klara (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:39

5 identicon

hæ Krumma mín, það er greinilegt að þig hefur bara vantað tíma til að læra á tölvuna, mín bara búin að læra allan pakkann á nokkrum dögum farin að blogga og allt. gangi þér vel áfram, sjáumst fljótt.

 kv. Valur Þór

P.S. ég ætla til Riga í Lettlandi ekki Rika, ef þú þyrftir að hafa uppá mér...

Valur Þór Hilmarsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 22:08

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hæ fyrrum nágrannakona !

Gaman að fá að fylgjast aðeins með þer í útlandinu, krafturinn í þer ! 

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.9.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband