krumma í Finnlandi
4.9.2007 | 18:27
Fór í minn fyrsta tíma í skólanum í dag, og ég er með frábæran kennara, hann sýndi okkur myndir sem hann hefur gert í gegnum tíðina, mjög áhugaverðar og skemmtilegar. Þeir sem hafa áhuga á myndlist geta googlað hann og skoðað verkin hans. Hann heitir því skemmtilega nafni Tapio Tuominen. Alveg er það frábært skólakerfið hér í Finnlandi. Nemendum er búin góð aðstaða í skólanum, með, ótakmörkuðum aðgangi dag sem nótt (gott fyrir nátthrafnana), mötuneyti, þvottaaðstöðu, eldunaraðstöðu, vinnuaðstöðu, setustofu og fleira. Ekki nóg með það heldur fær maður greiðslur frá hinu opinbera, að hugsa sér! vera í háskóla á launum. Ég held að Íslenska menntakerfið ætti að taka sér þetta til fyrirmyndar Allir eru mjög hjálpsamir og vingjarnlegir. Skólinn er eftirsóttur og erfitt er að fá inngöngu, mér skilst að 350 hafi sótt um og 15 fengið inngöngu, inngönguferlið sjálft tekur 6 mán. Enn og aftur rekst ég á það hvað heimurinn er lítill, með mér í bekk er kona frá New York,hún er söngkona og góður vinur meðlima í Gus Gus, hefur sjálf dvalið á Íslandi og hér hittumst við í Finnlandi, ætlum að djamma saman, fyrst ég var svo séð að taka gítarinn með mér. Á morgun hefst svo Finnsku kennsla fyrir útlendinga, í tilefni þess opnaði ég orðabókina og rakst á nokkrar setningar þar á meðal þessa, " Olen kadottanut passini " sem þýðir: ég hef týnt passanum mínum, HA ha er það svo algengt að menn setji það í orðabók!. Ef þið sem þekkið mig haldið að ég hafi skringilegan fatasmekk þá ættuð þið að sjá samnemendur mína, þeir eru ótrúlega skrautlegir, frumlegir og skemmtilegir í útliti, ég er venjuleg í samanburði við þá, jæja nóg um Finnland í bili og munið elskurnar að lífið er dásamlegt.
Athugasemdir
Velkomin í Moggabloggkommúnuna Krumma og gangi þér vel í Finnland. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.9.2007 kl. 20:08
Hún Hrafnhildur litla klikkar ekki :) njóttu þín vel í Finnlandinu
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.9.2007 kl. 00:43
Gangi þér vel. Er komið húsnæði ?Bjarki með góða mynd af sér
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.