Skap og geð féll niður um 3% stig
9.9.2007 | 15:48
Hjá þessu verður víst ekki komist, það er þvottadagur í dag, nú eða þá að berja duglega úr brókinni en það er víst smekklegra að þvo bara þvottinn. Eftir að hafa afrekað það, uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að ísskápurinn var tómur. Ég reimaði á mig skóna og arkaði af stað í innkaupaleiðangur en þar sem ég nálgast stórmarkaðinn sé ég
að þar er allt slökkt og ekki sála á ferli, ég þrýsti andlitinu á rúðuna í þeirri veiku von að sjá einhverja hreyfingu innan dyra, en það fór ekki á milli mála helv.... búðin var lokuð. Að mér læddist grunur, skyldu Finnar vera svo manneskjulegir að hafa allar búðir lokaðar á sunnudögum? Í tryllingi hljóp ég langa vegalengd í annan stórmarkað sem ég vissi um, jú það var ekki um að villast, sá markaður var líka lokaður, örvæntinginn og hungrið helltist yfir mig, hvað á ég til brags að taka,hmmmm. jú mundi ég ekki allt í einu eftir shellstöð lengst niðri i bæ og tók strauið þangað, milli vonar og ótta. Gleði mín var einlæg og mikil þegar ég sá fólk á ferli og með hálfgerðan móðursýkisgleði
hlátur hljóp ég á milli rekkana og verslaði inn. Sjúkk, ég er nefnilega ekkert rosalega skemmtileg á fastandi maga. Ég er þó þakklát fyrir að vera ekki í sporum rónans sem sefur gjarnan fyrir utan annan stórmarkaðinn, starfsfólkið aumkar sig yfir hann á morgnana og leggur ofan á hann 2 brauðpoka. Sad
Ég rakst á fréttina um hamaganginn og brjálæðið sem átti sé stað í miðborg Reykjavíkur, segi bara, goott með löggulákana að taka harðar á þessari klikkun, svo talar fólk um að fara út að skemmta sér, sér er nú hver skemmtunin.
Ætli sé ekki best að skella sér í jákvæða gírinn og hífa skap og geð upp um nokkur prósentustig, það er líka svo miklu skemmtilegra.
Heyrumst.
Athugasemdir
Hahaha... Gaman að Krumma sé byrjuð að blogga. Hafðu það gott í Finnlandi.
Ég bið að heilsa frú Hagström og hennar fólki.
Steinn
Steinn (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 17:11
Takk fyrir innlitið Steinn, Ég skal skila kveðju til hagström alveg frábær kvinnan sú arna, bið að heilsa öllum heima á klakanum.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2007 kl. 17:27
Þegar maður getur ekki fengið eitthvað þá verður maður hungraðri í það. Örvæntingin við að allt væri lokað getur gert mann svengri en ljón í eyðimörk.
Halla Rut , 9.9.2007 kl. 20:50
ha ha jú einmitt, hungrið getur algerlega rænt mig dómgreindinni og sjálfsaganum og þá ét ég allt,
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:26
Þú verður að safna mat á laugardögum svo þú sveltir ekki á sunnudögum. Shell klikkar auðvitað ekki.hahahahaha.Ég búin að sauma 8 gardínuvængi í dag. Falda og festa borða og húsbandið smellti þeim upp. Svo nú er orðið fínt hér. Miss you 2
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:21
Þú ert mjög skemmtilegur penni... líklega hefur heyrt það áður... en núna er á hreinu að þú verður á blogg rúntinum mínum daglega... ef ekki oft á dag, þegar maður fera að testast við tölvuna aftur...
Knús og kossar... Magga
Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.9.2007 kl. 23:30
Sæl og blessuð mín tæknivædda vinkona í útlöndum. Það hlýtur að vera ljúft þarna úti og svalandi listamannsþystri sál þinni. Fullt af undarlegu fólki og svöng og allt. Hljóta að fæðast undurfögur málverk innblásin af hungursneið og mannlegu eðli.. Eða hvað. Heyrði í Val í gær og hann benti mér á bloggið. MSN er úti hjá mér og ég bara kann ekki að laga það (já já reyni að verða eins tæknivædd og þú okei)... Njóttu þín fram í tær og fingurgóma kæra vinkona við verðum öll hér þegar þú kemur til baka kv Solla og co
Sólrún Dögg Árnadóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 11:59
úú en gaman að heyra frá svona mörgum. Solla mín drífa tölvuna í lag og lesa bloggið mitt reglulega, þá færðu nýjustu fréttir beint í æð,ég nefnilega hef ekki tíma til að senda öllum vinum og vandamönnum póst.
Og Magga mín hlakka til að fá fréttir reglulega af þér og skólalífinu heima. luv u gæs.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.9.2007 kl. 19:33
hæhæ mamma, tengdó og amma ;) við vildum bara kasta á þig kveðju og leifa þer að njóta lags sem Emilía Ýr var að semja
Fljúgðu fuglin minn furðu fuglin minn hvenær rætist sálin þín hahahahahahahah hun er litill snilli
bæbæ love ya
Selma, Viðar og Emilía Ýr (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 19:52
Æi krúttið, minnir á mömmu sína þegar hún var lítil, takk fyir innlitið, love you all,
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.9.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.