Þetta er merkisdagur

jú,Húsbandið mitt á afmæli í dag. Í tilefni þess ætla ég að syngja fyrir hann afmælissönginn svo allir sem vilja geta tekið undir, fullum hálsi
Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli;ann Valur sem er bestastur, flottastur æðislegastur yndislegastur skemmtilegastur flínkastur og allt( langt innsog)
hann á afmæli í dag.
Til hamingju með afmælið Valur minn
í huganum er ég að baka þessa líka roooosalegu hnallþóru, alsetta kertum og fíneríi, en því miður geturðu ekki fengið að smakka. eigiði góðan og skemmtilegan dag elskurnar, heyrumst síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hrafnhildur.
Því miður verð ég að hryggja þig með því að "húsbandið" þitt virðist ekkert skána þótt árunum fjölgi, en það eru sjálfsagt engar fréttir fyrir þig. En svona án gríns þá mætti hann með þessar líka svaka tertur í morgunkaffið.

Halldór A. (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 12:07

2 identicon

Sæl Hrafnhildur gaman að vita af þér þarna í finnalandi skemmtu þér áfram vel en farðu samt varlega ég talaði við húsbandið þitt í gær og við erum að spá í afmælið hans Randvers sagði við Val að hann yrði að reyna að hefna sín á honum svo þú verður honum kannski innar handa með að finna eitthvað hrekkjudót sem er óthæft  kv Soffía

soffia guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 12:24

3 identicon

Takk fyrir sönginn elskan mín nú styttist í ellilífeyrinn. Láttu Halldór ekki slá þig útaf laginu með að ég sé eitthvað verri í dag en í gær, þú veist ég skána með aldrinum slípast til einsog demantur. Já ég mætti með þessar líka fínu tertur (mamma gamla gleymir ekki litla kútnum sínum og sendi honum tertur svo hann þurfi ekki að skammast sín gagnvart vinnufélögunum, er það ekki bara svolítið sætt...) Kv. Valur

Valur Þór Hilmarsson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 13:30

4 identicon

Til hamingju með húsbandið  Ég söng líka afmælissönginn en bara í hljóði. Þú og þínar dætur og mín reyndar líka fenguð ALLA sönghæfileika okkar fjölskyldu. Ekki fékk ég neitt af þeim svo hljóð-söngur var það  Eða óhljóð-söngur.Eftir því hvort einhver heyrði sönginn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:35

5 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Til hamingju Valur... og Krumma til hamingju með kallinn... hehehe... Þið eruð frábær bæði...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 12.9.2007 kl. 20:25

6 identicon

hellú mamma, til hamingju með manninn þinn, við hérna heima vorum með svaka matarboð, mættu amma sibba og afi hilmar, tengda foreldrar mínir og svo hobbulingur, ásamt okkur hérna öllum í hafnarstræti svo við vorum um 11 mans!! og öll sátum við, við eldhúsborðið svolítið krúttlegt bara  en vonandi hefur þú fengið eitthvað gott að borða þarna í útlandinu í dag. haltu áfram að vera dugleg. heirumst

Selma Klara og Emilía Ýr (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 22:56

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

okey Halldór minn, hann virðist ekkert skána með aldrinum en mikið djöfull venst hann vel, ha ha. góður að mæta með kökur frá mömmu gömlu. voru þær annars ekki góðar?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.9.2007 kl. 22:59

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já, uhumm í tilefni þess að maðurinn minn til 20 ára átti afmæli þann 12 sept, þá bauð ég Óskari vini mínum út að borða, var það ekki doldið fyndið hjá minni?. mér finnst að ég eigi að fá allavega 10 fynd fyrir það, ha ha

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.9.2007 kl. 23:09

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

já þú færð 10 fyrir það en til hamingju með húsbandið þitt kæra mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.9.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband