Ef himnaríki er til þá var ég í gættinni

Ég fór nefnilega á klassíska tónleika í kvöld í Síbelíusarhöllinni þar sem sinfóníuhljómsveitin í Lahti flutti ýmis tónverk, og þvííííllík upplifun. Um leið og fyrstu tónar bárust um salinn fór ég í aðra veröld, ég gleymdi stund og stað. Aftur og aftur steyptust yfir mig flóðbylgjur af tilfinningum, ég fékk gæsahúð hvað eftir annað, og tárin runnu í sríðum straumum, á þeirri stundu fannst mér ég standa í gátt himnaríkis, sá sem skapar svona tónverk hlýtur að vera snertur af almættinu, ég fann fyrir algjörri auðmýkt, mér er hreinlega orða vant.
Svo er sjálf Síbelíusarhöllin listaverk útaf fyrir sig, mikilfengleg og stórkostleg bygging. Mér skilst á heimamönnum að þetta sé 5 besta tónleikahús í heiminum og Sinfoníuhljómsveitin sé fræg um víða veröld.

Annars fór ég í Finnskutíma í gær, mikið svakalega sem þetta er erfitt og flókið tungumál, allavega... eftir klukkutíma labb við að leita að staðnum þar sem kennslan fór framm ,fann ég hann loksins. Ég snaraði mér inn tíma og vissi strax að ég hlaut að vera á réttum stað því þarna voru samnkominn allra þjóða kvikindi, þarna var t.d. Ástrali, Ítali Kúrdi, Svisslendingur, Tékki, Frakki Eystlendingur, og einn frá Togo í Afríku. Þetta var meiri háttar upplifun, að vera þarna innan um öll þessi þjóðarbrot, að vera útlendingur í tungumálanámi, það var svo mikil eining þarna, þið vitið, fólk af öllum kynþáttum með mismunandi bakgrunn og með eitt markmið, að geta talað við hvort annað. Mikið svaklega sem ég er annars hástemmd í kvöld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Frábært að þú hafir notið tónleikanna í ystu æsar. Var að tala við tengdamóðir Ómars á Hvammstanga hún bað fyrir kveðju og sagðist blómsra sem aldrei fyrr alltaf jafn spræk, mikið sakna ég þess að hafa hana ekki í röltfæri.

Kær kveðja til þín af skaganum  

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.9.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ha ha tengdamóður ómars, nota þennan frasa stundum sjálf.

bið að heilsa þér ljúfan

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.9.2007 kl. 22:13

3 identicon

Hæhæ múttan mín, gott að heira að þér gangi vel og líði vel, loksins er litla fjölskyldan búin að kaupa sér íbúð og vonandi fer eitthvað að ganga hja manni, og fara innrétta hana  mikil vinna en skemmtileg vinna eftir miklar pælingar og dund, Emilía alveg í skýjunum með að vera buin að fá íbúð og það með bílskúr, þá geta mamma og Viddi pabbi keypt almennilegan bíl með gati á þakinu, (semsagt sóllúgu) en annars bara láta vita af okkur heirumst vonandi bráðum

Selma Klara (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju elskan mín, jú framm undan er erfið en skemmtileg vinna hjá ykkur og emilía er söm með sig hvað bíla varðar ha ha.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.9.2007 kl. 08:55

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Perkille hvað þú átt gott að ætla að læra finnsku.

Rakasta stinua og hana nú

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 10:51

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

He he jú mér finnst þetta líka frábært tækifæri að fá að læra Finnsku, sum orðin eru óborganlega fyndin, eins og t.d. kukakaupa ( borið framm sem kúkakápa, það þýðir blómabúð) og missa vessa ( þýðir að maður þurfi á klósett) meikar alveg sens, þurfi maður á klóið er maður alveg við það að missa líkamsvessa ha ha. já Jenný mín, takk fyrir falleg orð, þú veist hvað þetta þýðir, er það ekki annars?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.9.2007 kl. 11:27

7 identicon

OMG missa vessa. Ég hefði viljað vera með þér í höllinni á tónleikunum. Stefni á heimsókn til þín. Ætli sú nakta leigi HREINA DÝNU í 2-4 nætur?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:24

8 identicon

Já HIMNARÍKI ER TIL. Ég kíkti þangað 13 november 1984  í smá stund .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:26

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jú alveg rétt, man þegar þú kíktir þangað. Ég flyt bráðum niður í kjallara hússins í mjög stórt herbergi, þú gistir bara sem gestur, jú nó frítt

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband