Er kominn með miklu hærri skítastuðul
15.9.2007 | 10:03
Það er nefnilega þannig að húsráðandi er ekkert fyrir tiltekt sem ég skil svo sem alveg, hef sjálf ekkert gaman af því að laga til en hef haft lítið þol gagnvart drasli og skít og hef þess vegna yfirleitt neytt sjálfa mig í þessi leiðindaverk. Húsráðandi vill miklu frekar eyða tíma sínum í skemmtilega hluti eins og hún segir sjálf, sko, sagði hún við mig, ég vinn allann daginn svo fer ég í flamingodans, eða spila golf, hitti vini, les bækur, æfi mig í þessum 6 tungumálum sem ég kann og læri nýja hluti, ég nenni ekki að eyða frítíma mínum í tiltekt svo þess vegna splæsi ég í heimlishjálp.
Það er nú samt spurning um að hversu mikiu gagni sú hjálp kemur því hún er yfirleitt í annarlegu ástandi blessunin. Ég hins vegar er kominn með frábæra tækni varðandi það að labba yfir gólfin án þess að skilja sokkana eftir í einhverjum skítabletti, ég semsagt geng ákveðnum styrkum skrefum beint yfir gólfið og rykki hælunum snöggt frá í hverju skrefi og viti menn, sokkarnir tolla á fótunum. Það venst líka að vera með brauðmylsnu undir fótunum.
Ég tek ofan af fyrir húsráðanda að vera ekki þræll þrifnaðaræðis.
Það er nú samt spurning um að hversu mikiu gagni sú hjálp kemur því hún er yfirleitt í annarlegu ástandi blessunin. Ég hins vegar er kominn með frábæra tækni varðandi það að labba yfir gólfin án þess að skilja sokkana eftir í einhverjum skítabletti, ég semsagt geng ákveðnum styrkum skrefum beint yfir gólfið og rykki hælunum snöggt frá í hverju skrefi og viti menn, sokkarnir tolla á fótunum. Það venst líka að vera með brauðmylsnu undir fótunum.
Ég tek ofan af fyrir húsráðanda að vera ekki þræll þrifnaðaræðis.
Athugasemdir
Er lítið fyrir húsverk (eru það ekki allir?) en vill ekki sjá óþrifnað fremur en þú og því hefur sjálfsaginn verið tekinn á þetta í gegnum árin. Gæti ekki slappað af í subbuskapnum. Keyptu þér fleiri sokkapör
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 10:49
Ha ha , jú það var það fyrsta sem ég gerði, keypti gommu af sokkum, sennilega næ ég að vera svona kærulaus í subbuskapnum vegna þess að þetta er ekki mitt heimili, en vildi samt að þú gætir séð þetta frábæra göngulag sem ég neyddist til að taka upp innandyra, svo sokkar lægju ekki eftir eins og lík um öll gólf. þú veist, ég tækla þetta ástand á fyndninni, finnst það betra en að taka pirruna á þetta
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.9.2007 kl. 11:33
Svo það verður nóg að gera hjá mér þegar ég kem? Þetta kallar á mörg sokkapör. Verður botninn ekki eftir á gólfinu? Þá endar gólfið eins og teppi.Bútasaumsteppi. Þú sýnir göngulagið um jólin eða setur inn vídeó
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:30
Hufa pæfa
Ónæmiskerfi yðar hlýtur að styrkjast með hækkandi stuðli
Fríða Eyland, 19.9.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.