Bílferð sem jafnaðist á við rússíbanaferð.
27.9.2007 | 20:34
Ég fór í matarleiðangur í fyrradag ásamt skólasysturminni , og þar sem ég stóð við kassann veittist að mér eldri maður sem fann sig knúinn til að segja mér eitthvað merkilegt, allavega held ég að það hafi verið merkilegt miðað við handapat og aðra líkamstjáningu.
Það er með hann eins og aðra fulla eða lyfjaða Finna, þeir hætta ekkert að tala þó ég segist ekki geta haldið uppi samræðum á Finnsku. Enn hann kunni nokkur orð í ensku og það sem ég skildi var eftirfarandi,
you strong woman, if i young i take you home, kiss you ( með fylgdu mjaðmahnykkir sem ég skyldi bara á einn veg)
svo kleip hann mig í kinnarnar og gerði sig líklegan til að slumma mig, ég get svarið það ég fór á því andartaki í limbó með hann yfir mér, teygjandi álkuna að mér, aaaaa.
Til allrar Guðs lukku sé ég húsráðanda koma stormandi að okkur, hún hafði þá líka verið að versla og séð í hverskonar aðstöðu ég var kominn. Hún rykkir í kallinn svo ég slepp úr limbóinu og við stormum allar 3 að bílnum hennar dauðfegnar að fá far heim því við vorum ekkert smá klyfjaðar.
Nú, húsráðanda dettur það snjallræði í hug að fara með okkur smá rúnt, fyrst við erum nú allar saman komnar þarna.
Ég hef áður minnst á þennan " Bíl " sem hún ekur á, sjálfskiptur og sjálfstæður, festist gjarnan í 3 gír og svo er það heppni ef bremsur virka í hvert skipti.
Húsráðandi rykkir bílnum af stað, og eftir smá stund festist bíllinn í gír og hæg umferð er framundan. Sú gamla drepur á bílnum og reynir að starta aftur.
Eftir smá stund ríkur bílinn í gang og aftur er rykkt af stað og stefnan tekinn að næstu umferðareyju, þar nær hún næstum því að affelga bílinn, hún rykkir í stýrið og stýmir þá í áttina að umferðarmerki.
Þá gólaði ég bæði vegna þess að ég var viss um að lenda á merkinu og svo líka vegna þess að ég áttaði mig á því að konan er LÖGBLIND!
Hún allvega notar svo sterk gleraugu að augun sýnast vera eins og rúsínur á gleraugunum en ekki augu fyrir innan þau, og þegar hún les, þrýstir hún andlitinu að textanum svo nefið nemur við blaðið.
Og með þessari konu var ég á rúntinum.
Ég veit ekki hvort var verra, hræðslan við að vera með henni í bíl eða sú staðreynd að ef ég gæti ekki opnað gluggann myndi ég deyja úr eitrun, því pústið leyddi inn í bíl.
Ég ætla að labba eftirleyðis.
Athugasemdir
Miklar hamfarasögur ég sá ekki textann á tímabili vegna tára.
geturðu ekki kíkt á bloggið mitt og unnið þennan langloku leik sem hefur verið þar í gangi í rúman sólahring, ég er að missa alla von um að hann klárist nokkur tímann
Fríða Eyland, 27.9.2007 kl. 21:00
Hahahahaha. Góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 21:18
Skil þig vertu ekkert að eyða tímanum í þessa vitleysu
Fríða Eyland, 27.9.2007 kl. 21:37
hehehehehehehe yndislegt ! gott að tú komst heil á húfi úr tessari svaðilferð
Guðrún Jóhannesdóttir, 28.9.2007 kl. 00:09
Komst á séns í Finnlandi hehehehehehe. Omg og gleraugun
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.