Ammmæli, bíó, popp og bjúgur.

Undanfarna daga hefur allt verið frekar rólegt, ja kannski ekki rólegt, maður er náttúrulega alltaf eitthvað að brasa, en samt ekkert merkilegt gerst. Það var greinlega útborgunardagur hjá Finnsku tryggingastofnuninni í dag. Það voru biðraðir við hraðbankanna, aðalega þó öryrkjar og gamalmenni. Þeir greinilega eru blankir síðustu daga hvers mánaðar eins og öryrkjar á Íslandi. Annars er ég að fara í það næstu daga að undirbúa vikuferð til Rússlands. Jakub skólabrói frá Tékklandi ætlar með mér sem betur fer, mér finnst það einhvern veginn öruggara,ekki það, ég hefði farið ein ef hann hefði ekki getað komið með, en sennilega verið skíthrædd allann tímann.

Já svo á ég ammmmæli á morgun. Fór í smá sjálfsvorkunnar kast í dag yfir því að vera langt að heiman, nenni nefnilega ekki að gera neitt sjálf í tilefni dagsins og veit að heimilis fólkið mitt hefði gert eitthvað. En ég skreið upp úr þeirri holu, það þurfti smá átök við það en það hafðist á endanum eins og alltaf.

Talandi um rólega daga, ég fór í bíó um helgina, offfsa gaman. Bíóið hefur sennilega verið upp á sitt besta fyrir 50 árum síðan, allt frekar lúið og gamalt. Salurinn var pínulítill, ca 35 sæti. Ég hafði það á tilfinningunni að ég væri í svona sal þar sem fjárfestum og framleiðendum er boðið á forsýningar. Sætin voru eins og gamlir hægindastólar, hölluðu eitthvað svo asnalega aftur á bak þannig að mín gekk draghölt út eftir sýningu, ekki gott fyrir brjósklosið að sitja í hálfgerðri brú. Það versta var þó að það voru engir kókhaldarar, því sat ég eins og bjáni með popp í boxi og kók og reyndi að klemma saman lærin svo ég gæti haft þetta í kjöltunni. Hefði samt betur sleppt poppinu því ég vaknaði með líka þessa rosaflottu punga undir augunum og litla feita pylsuputta, er rétt að ná mér núna. hehe mér var nær. Ef ég þekki mig rétt fæ ég mér popp við fyrsta tækifæri og afneita því að það fari svona með mig. Jæja best að haska sér í ból, þetta hefur verið langur vinnudagur, frá 8 að morgni til 11 að kveldi.
Þangað til næst... good night.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ mamma, amma og tengdó innilega til hamingju með daginn  vonandi verður hann þér góður, við gerum eitthvað þegar þú kemur heim  söknum þín mikið og alltaf eru dagarnir og mánuðirnir yfirfarnir reglulega til að gá hvað það sé nú langt þangað til amma manns komi heim. núna eru bara rúmlega 2 þangað til amma kemur

Selma, Viðar og Emilía Ýr (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 08:27

2 identicon

Afmæliskveðjur til þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með daginn, þarna í langburtistan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 10:14

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

takk elskurnar.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2007 kl. 10:50

5 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju með afmælið.

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 11:43

6 Smámynd: Fríða Eyland

Afmælismynd Gef þér góða strauma til Finnlands og knús í tilefni dagsins

  Billerí bara bí afmæli....billerí bara bí afmæli.....billerí bara bí hí.......því ..hún.. á.. afmæli ..í.. dag

Billerí bara bí hún Krumma.....billerí bara bí hún Krumma... billerí bara bí ...hí... Krumma ..á.. afmæli.. í.. dag........

Fríða Eyland, 2.10.2007 kl. 16:35

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

til hamingju með afmælisdaginn tinn Hrafnhildur mín vona að hann hafi verið tér nokk góður :)  Knús til tín

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.10.2007 kl. 17:11

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

En frábært að fá svona margar afmæliskveðjur, takk fyrir allar saman.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2007 kl. 18:00

9 identicon

Elsku Hrafnblindur mín innilega til hamingju með daginn(í gær hélt að ammilis kveðjan  hefði komið inn þá en það varð víst eitthvað vesen).

það er sko eingin eins og  hún hrafnblindur  frænka sín ég get ekki líst því hversu þakklát ég er fyrir að eiga þig og þína að og áttaði mig ekki almennilega á því hversu heppin ég er fyrr en hann Haukur okkar var að fara, enginn hefði getað gert það sem þú gerðir fyrir mömmu og pabba þú ert engillinn okkar

Love ya Jóhanna frænka 

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:23

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

hæ nóna mín. love you to. Held reyndar að margir hefðu gert það sem ég gerði, ég var bara svo heppinn að vera í stakk búinn til þess á sínum tíma, svo koma kannski aðrir sterkir inn þegar þeir hafa getu. smjúts til ykkar allra.

Já og til lukku með nýja heimilið og nýja lífið. gangi ykkur allt sem best.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband