Súkkulaði og naflaskoðun.

Mikið svakalega sem þetta hefur verið góður dagur. Þegar ég vaknaði í morgun rölti ég mér niður í eldhús og viti menn, haldiði að það hafi ekki beðið eftir mér KAKA, alsett gúmmiböngsum og tvö stór súkkulaði stykki.

Skólasystir mín frá Eystlandi hafði skilið þetta eftir handa mér áður en hún fór í skólann. Ég auðvitað fór beinustu leið upp í rúm aftur og maulaði súkkulaðið á meðan ég fór hratt yfir síðustu 42 ár. Ég á það nefnilega til að verða væmin á svona tímamótum, tek stöðuna eins og ég kalla það. Ég fer í nokkurs konar naflaskoðun, reyni að átta mig á því hvar ég hef bætt mig og á hvað ég þarf að leggja áherslu næst, varðandi sjálfa mig.

Út frá vangaveltum sofnaði ég aftur í smá stund, og vaknaði með súkkulaði slef í munnvikjum, alveg eins og 5 ára,hehe.

Fljótfærni og forvitni hefur alltaf háð mér, þó ég hafi mikið lagast á ég langt í land. Það rifjaðist upp fyrir mér atburður sem átti sér stað þegar ég var 5 eða 6 ára, þá bjó ég í miðbæ Reykjavíkur og margir og misjafnir menn á ferli eins og gengur. Nú við vorum nokkrir krakkar í leik, þegar maður í frakka birtist í miðjum hópnum og sviptir frá sér frakkanum. Það þarf ekkert að hafa löng orð um það, það varð allt vitlaust, krakkarnir öskruðu eins og þau væru á hryllingsmynd og hópurinn tvístraðist í allar áttir, ja neeema ég auðvitað. Ég sást á harðahlaupum á eftir flassaranum.
Þegar ég loks kom til baka. móð og másandi var ég spurð að því hvað í ósköpunum mér hefði gengið til. NÚ ÉG SÁ EKKI NEITT, svaraði ég snökkt.

Annars getur forvitni verið af hinu góða. Hún hefur leitt mig á þann stað sem ég er á í dag. Ég hreinlega elska að læra og kynnast nýju fólki og nýjum aðstæðum.

Fyrir mig er það ekki sjálfsagt. Ég hef upplifað margt um dagana og sumt miður gott. Ég hef verið við dauðansdyr oftar en einu sinni og farið í gegnum dimma dali þar sem ég sá ekki ljóstýru. Ég sigraðist á öllu saman, með aðeins tvennt að vopni, það er Þakklæti og húmor. Ég fæddist ekki hlæjandi og uppfull að þakklæti, ónei. Ég mátti þjálfa það upp eins og allt annað. en mikið svakalega sem lífið varð skemmtilegt og gefandi þegar ég hafði náð því að tileinka mér þetta. Svo nú mun ég hlæja þangað til yfir líkur.
AMEN.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

tú ert gullmoli kæra mín.

Enn og aftur til hamingju með afmælið 

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.10.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Kæra vinkona... Innilega til  hamingju með daginn og naflaskoðunina. Þú ert svo mikil hetja og svo frábær manneskja. Það er gott að vita að það eru fleiri sem geta orðið væmnir á tímamótum, ég er það sjálf og mér finnst það skyrkur að geta verið það líka. 

Farðu vel með þig og ég lofa að bjóða þér í mat í tilefni dagsinns þegar þú kemur heim.

Knús og kossar frá Akureyri... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 2.10.2007 kl. 21:06

3 identicon

í dag er hún mamma 42 ára og hefur mér hlotnast sá heiður að þekkja hana í 21 ár eða alveg frá því að ég fæddist inní þennan undarlega heim sem maður fær ekki alltaf skilið hvernig er. en mamma mín er sú allra besta móðir sem fyrir finnst á þessari jörð. Hún er skilningsrík, hjartgóð, fyndin, og alltaf til staðar fyrir mann sama hvað gerist og maður gerir  mamma hefur alltaf eyra til að hlusta og ráð til að gefa. þótt að mér finnist hún oft ekki skilja mig þá gerir hún það samt maður vill bara stundum að mamma lagi málin  þegar ég var sem veikust var mamma alltaf alltaf tilbúin að hjálpa og finna réttu hjálpina fyrir mig, svo oft gleymdi mamma eða hreinlega hafði mamma ekki tíma til að sinna sér og sínum málum því hún var að hjálpa mér. Svo mamma á svo sannarlega skilið tíma fyrir sig og sín áhugamál þar sem seinustu 20 árin hafa farið í það að hjálpa okkur systrum. Elsku mamma mín ég vil bara að þú vitir að við elskum þig svo mikið og þú ert okkur allt. Hér með ertu nefnd HEIMSINS BESTA mamma við erum svo stolt af þér. Kv Selma Klara

Selma Klara (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:19

4 identicon

Hehehehehehehe. Ég man eftir flassaranum. Ég þaut heim enda eldri og lífsreyndari. Og man eftir þér á eftir fíflinu öskrandi ÉG SÁ EKKI NEITT.hahahahahaha. Aumingja perrinn varð svo hræddur. Núna get ég ekki hætt að hlæja. Og önnur dásamleg atvik koma upp í hugann. Til hamingju með daginn gullið mitt forvitna  

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Selma mín, maður elskar börnin sín út yfir gröf og dauða.

He he já það er eins og þetta hafi gerst í gær ( með flassarann) skrítið hvernig löngu liðnir atburðir skjóta upp kollinum, svona líka ljóslifandi, skyldi það vera aldurinn, humm.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2007 kl. 21:42

6 identicon

Til hamingju með daginn, elsku Krumma mín:) 

Margrét Buhl (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:35

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

neeei hæ Margrét gaman að sjá þig hérna á síðunni minni, var einmitt hugsað til þín í dag. Endilega skrifaðu mér fréttir úr skólanum. Smjúts ti þín.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.10.2007 kl. 23:43

8 identicon

Blessuð kæra vinkona og til lukku með daginn um daginn. 42 ára vá það hlýtur að vera erfitt (he he) Mér finnst þú alltaf vera 36 varst það þegar ég kynntist þér fyrst og hefur nánast ekkert breyst.. Nema þú sért ekki enn búin að fara á finnsku hárgreiðslustofuna, þá hefur e-ð breyst...  Gaman að heyra hvað allt gengur vel. Og hætt að reykja og farin að hlægja endalaust og út í eitt. Hlakka til að eyða með þér efri árunum á elliheimilinu veit að Valur gleðst yfir því líka..  Allt gott að frétta héðan, lífið mallar sinn vanagang. Ekki laust við að ég sakni mömmu þinnar úr sjoppunni var svo ansi hressileg í svuntunni og tilbúin að spjalla... Fjsk. hefur það gott, erum að berjast í framkvæmdum. Ætli verði ekki gerður listamannabústaður úr súrheysturninum, glerkúpull eftst svo þú fáir gott útsýni og getir málað fyrir mig strandafjöllin.... bið að heilsa í bili

sólrún Dögg Árnadóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:58

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Neee sæll solla mín, gaman að þú skulir kíkja reglulega á mig. jú þetta er vægast sagt skrítið að vera 42 ára en líða ekki degi eldri 32. ÉG FÓR Á HÁRGREISLUSTOFU og lét bara fjölga gráu hárunum, ákvað að vinna með þeim í stað þess að heyja dýra og erfiða baráttu við að fela þau, og er bara þokkalega sátt við útkomuna, hehe.

Ég ætla bara rétt að vona að það verði byggður listamannaskáli sem er með mínu nafni á, þá skal ég koma reglulega og veita þér og þínum óborganlega skemmtun og fylla húsið þitt af ódauðlegri list.

Gangi ykkur vel í framkvæmdum, Smjúts til ykkar allra.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2007 kl. 11:15

10 Smámynd: Fríða Eyland

Góð

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband