Skúringar, nálastungur og bjúgur.
3.10.2007 | 13:19
Afmælisdagurinn liðinn og ég nálgast óðfluga þann aldur þegar hægðir fara að vera áhugamál. hummm.
Ég hélt í einlægni að ekkert í húsi húsráðanda gæti komið mér lengur á óvart, en mér skjöplaðist.
Kom niður í eldhús í morgun í sakleysi mínu og sé þá heimilshjálpina á BRÓKINNI við að þrífa. Hún var á fjórum fótum og sneri rassinum í mig, okey brókin þurfti þvott, bolurinn flettist upp að brjóstum og maginn hékk niður við gólf. Svona hamaðist konan eins og hún ætti lífið að leysa við að bóna yfir skítugt gólfið, hehe.
Stóð svo hróðug upp að verki loknu og dáðist að handbragðinu. Ég hins vegar stóð stjörf í sömu sporum með höku niður á bringu, vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta, en auðvitað brást ég í trylltan hlátur ( sko inn í mér ).
Hef velt því fyrir mér að halda námskeið í skúringum, eeen nei nenni því ekki, læt eins og þetta sé eðlilegt umhverfi fyrir mig að vera í. Ég get aðlagast öllum fjandanum, jafnvel svo að ég hafi gaman að ósköpunum.
Mikið hefur verið bloggað um hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. Ég sjálf hef kynnst hvorutveggja með misgóðum árangri.
Hef fyrir hitt lækna sem eru nú ekki betri en það að ég færi ekki með páfagaukinn minn til viðkomandi (ef ég ætti hann).
Tvö barna minna glímdu í mörg ár við erfið veikindi og fatlanir sem rekja má til læknamistaka og hroka þeirra, hefði ég haft umfram orku á þeim tíma hefði ég kært út og suður. En verandi með 3 langveik börn, þá er ekki snefill eftir af orku eða tíma í neitt nema draga andann. Hef líka notað óhefðbundnar, óvísindalegar rannsakaðar lækningar með góðum árangri.
Mér er sama hvaðan gott kemur. Var í mörg ár í sjúkraþjálfun með engum árangri, en var svo heppinn að komast í tíma til kínverjanna á skólavörðustíg, fór í tvo tíma og varð miklu betri.
Annars reyni ég að blanda saman hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum, notast við common sens hvað það varðar.
Fór til kínverjanna áður en ég fór til Finnlands, hitti fyrir aðal gæjann þar, hann sagði:
þú vera mikill bjúgur,
Ég: ha já er það?
Kínamaður: ég stinga þig og þú pissa mikið mikið.
Ég: okey, ég er til í flest.
kínamaður stakk mig og ég pissa eins og herforingi klukkutímana á eftir.
Nú ég vera enginn bjúgur. haha.
Athugasemdir
haha góður.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2007 kl. 13:33
Hahaha, ég elska pistlana þína, en kona þarf að vera zero klígjugjörn til að þola frjálslegheitin í kerlingunum þarna í húsinu sem þú býrð. OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 13:38
Kæra Krumma, til hamingju með afmælið í gær. Hér er svo tengill á síðuna mína því þú vildir gjarnan koma og sjá sýninguna í DaLí. En allavega eru komnar myndir af sýningunni og svona. Bestu kveðjur til Finnlands,
Hlynur Hallsson, 3.10.2007 kl. 13:44
hehe, ég var nú reyndar þannig að ef einhver snýtti sér nálægt mér þá fékk ég kligju, eeeen í dag, maður minn, ég þoli allt, komiði bara með það ef þið þorið!
Ég sýni orðið enga hneykslun og klígjan lætur ekki á sér kræla, sama hvern ands.... ég horfi upp á.
Er reyndar svaka stolt af því, fíla mig eitthvað svo frjálslega og umburðarlynda, þú veist, veraldarvön kona og svoleiðis.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2007 kl. 13:44
Takk fyrir afmæliskveðjuna Hlynur. Dríf mig í einum grænum að skoða síðuna þína.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2007 kl. 13:48
sannarlega kanntu frásagnarlistina kæra mín hehehehe.
Guðrún Jóhannesdóttir, 3.10.2007 kl. 16:50
Við fórum víst saman einu sinni til Kínamanna og það var ógleymanlegt. Kínamaðurinn klappaði á belginn á mér ( þá var ég um 140 kg) og sagði syngjandi úllala,úllala.og klapp,klapp á bumbu.Þú vera feit ég stinga þig.þú vera mjó sagði hann og saug saman kinnarnar.Það rættist hehehehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:00
Ég hef svipaða sögu tvö veik hjá mér af þrem, ótrúlegt magn stera-lyfja sem læknarnir skrifuðu uppá fyrir litlu greyin, ég gaf þeim aldrei nema brota brot sem betur fer.
Ég reyni alltaf að nota náttúru lækningar þegar ég get, hvítlauk við eyrnabólgum og hlustaverk, virkar alltaf + að sleppa pensilíni frábært að losna við aukaverkanirnar tveir plúsar.
B-3 víð magabólgum virkaði líka eins og skot einkenni horfin á fjórum vikum, ótrúlegt, sértaklega í ljósi þess að magalyfin (6.mán-notkun) virkuðu en ef þeim var sleppt í tvo daga gerðu einkennin vart við sig á nýjan leik.
Þegar ég hitti læknirinn sagði ég honum frá þessu kraftaverki og spurði hann af hverju hann hefði ekki bent á B-3, hann svaraði að hann vissi ekki af þessu, ég bætti um betur með þessum " Ég á bágt með að trúa því að læknar þekki ekki vítamín og virkni þeirra" hann umlaði eitthvað og ég gafst upp, nennti ekki meir. ..............er orðin of gömul .............og klár
Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 00:54
já það er margt í elskulegum kýrhausnum sem betur fer, spáið bara í það ef við hefðum ekkert annað en lækningafræðingana misgáfuðu (að sjálfsögðu eru þeir nú ekki allir asnar ( ótrúlegt samt hvað maður hefur samt hitt á þá marga)) við værum þa bara með okkar bjúg og ristilbólgur og allt hitt.
sjúkket
hilsen
muszka
e.s. hvernig heilsast Finnar og kveðjast????
Þórunn Óttarsdóttir, 4.10.2007 kl. 20:17
Hæ tóta, lífið er skrítið, hér hittumst við tuttugu og sex árum eftir að hafa verið saman í skóla. Mið dóttir mín og ein af yngri systrum þínum eru bestu vinkonur, reyndar er Hólmfríður daglega kölluð fósturdóttir mín.
Það eru nú ekki flóknar kveðjurnar hjá Finnunum, þeir heilsast t.d. með því að segja moi eða derve, og kveðja með moi moi.
Er ekki annars fínt að frétta af þér og þínum?
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.10.2007 kl. 21:33
Hehehehe þessar kínverjasögur eru æðislegar...hehehe búin að skellihlæja að þessu...
Ragnheiður , 4.10.2007 kl. 22:04
Ef þér finnst þetta fyndið þá ættirðu að prufa hitta þá, ég er í hláturskasti allann tímann. haha.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.