Fárveikt húsband og reynsla af læknum.

Í tilefni þess að mikið hefur verið rætt um hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar má ég til með að deila með ykkur reynslu sem húsbandið mitt hefur orðið fyrir síðustu daga, hún lýsir í hnotskurn reynslu fjölskyldu minnar af mörgum læknum.
Það er nefnilega ekki nóg að rannsaka allt á vísindalegan hátt ef það veljast svo einhverjir imbar til starfa.

Húsbandið mitt kom í heimsókn til mín til Finnlands þann tuttugasta, fór frá mér 3 dögum síðar til Lettlands, þar sem hann lagðist fárveikur í rúmið með 40 stiga hita. Víku síðar fór hann heim til Íslands, ennþá fárveikur, hugsaði þá með sér, best að fara til læknis þetta gæti verið eitthvað annað en flensa.
Í gær leitaði hann til læknis og samtalið var svohljóðandi.

Húsband: já sko, ég hérna er búinn að vera með mjög háann hita í eina og hálfa viku, og gjörsamlega að farast úr vanlíðan og slappleika.

Læknir: já, humm, hérnaaaa, finnst þér vont að pissa?

Húsband: jaaa nee jú, sko, mér finnst alltaf vont að pissa þegar ég er með háan hita. En er ekki með neina verki sem benda til þvagfærasýkingar.

Læknir: já, ( alveg heyrnalaus ) þér finnst semsagt vont að pissa.

Húsband: já en sko ( og reyndi að ná augnsambandi við læknin í þeirri veiku von að hann myndi skilja hann frekar)
mééér finnst alllllltaf vont að piiisssa þegar ég er með hiiiita. ég er ekki með nein einkenni um þvagfærasýkingu, hóst hóst.

Læknir: já þá er best að taka þvagprufu og senda í ræktun, þú borgar svo bara frammi vinur.

Húsband: já en ég er dauðveikur, ég er öllu jafna fílhraustur maður, hef ekki verið lasinn í mörg ár, æfi langhlaup eins og vitleysingur, og var að koma frá tveimur löndum, er hugsanlegt að ég sé með eitthvað sem þarf að rannsaka frekar? þú veist, hef ég náð í útlenska hættulega pest?

Læknir: ég læt þig svo vita um niðurstöðu af þvagrannsókn, vertu blessaður.

Húsband hringir í mig til Finnlands og segir farir sýnar ekki sléttar. Ég af alkunnu æðruleysi segi við húsband, ekki gefast upp reyndu að finna lækni sem hefur athygli og heyrn.

Og viti menn, húsband hringir á sjúkrahús, nær sambandi við lækni sem bæði heyrir og skilur, sá læknir bannar honum að koma á sjúkrahúsið því hann gæti verið með eitthvað bráðsmitandi, stefnir honum á stofuna til sín og setur í gang ítarlega rannsókn. SJÚKK.

Að það skuli vera happdrætti að lenda á góðum lækni finnst mér útí hött. Það er ekki nóg að geta lesið allar heimsins skruddur um læknisfræði og nýjustu tækni og vísindi ef menn eru svo gjörsneyddir common sensi.
Legg til að læknar og heilbrigðis fagfólk verði látið taka próf sem reynir á tilfinningagreynd.

Nú er mín pirruð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já og þvagprufur verðum við að hafa til að meta lækniskunnáttu þeirra líka.!!!

Man einu sinni þegar ég fór til læknis að ég fék a.m.k 6 sjúkdómsgreiningar yfir borðið og þurfti hvorki að hósta beygja mig eða blikka augum. Þegar ég maldaði í móinn þegar hann greindi mig með ólarofnæmi og sagði ..en það hefur ekki verið sól í meira en hálfan mánuð fékk ég gigtargreiningu..þegar ég sagðist ekki vera nógu gömul fyrir gigtina þá vildi hann senda mig í sjúkrajálfun og þegar ég sagðist ekki vera með verki með essu vildi hann skrifa upp á ofnæmislyf.

Ég fór og fann konu sem greindi mig einn tveir og þrír með veiklað ónæmiskerfi og aðalörsökin væri kæínakál. Ég hætti að borða kínakál og fékk ekki aftur þessi einkenni. Það skemmtilega var að þessi kona greindi mig með innsæi og pendúl og mér fannst ég mun öruggari í að vinna með heilsu mína en hjáháttvirtum lækninu.

Gott að húsbandið þitt fann læknis em heyrir og bregst við í alvöru...vonandi að það sé ekkert alvarlegt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið vona ég að það finnist lausn á veikindum mannsins þíns. Þeir sem eru nýlega búnir að vera erlendis og vekjast mega ekki koma inn á sjúkrastofnanir nema þá í einangrun, en vonandi finnur þessu doksi lausn á málinu. Hinn er greinilega hálfviti og ætti að fara á eftirlaun við að skammta útigangsfólki súpu í miðbænum.  Gengur ekki annars allt vel í listinni ??  kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef þú vilt vera bloggvinur minn viltu þá prófa að bæta mér inn þín megin það virkar ekki hjá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 18:04

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðu hann VIddi tengdasonur þinn er þetta mótorhjólagaur að norðan. Ég kannast við einn VIdda og finnst þessi doldið líkur honum.  Var að skoða myndirnar þína, er það nokkuð ég ÁSDÍS sem á myndina hennar Ásdísar, mig langar svo í mynd eftir þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 18:07

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sæl Katrín. Ég gæti skrifað BÆKUR um samskipti mín við lækna og alla þá fjandans vitleysur og mistök sem ég hef orðið að þola af þeirra hálfu. Þegar börnin mín voru sem veikust vorum við í sambandi við 17 sérfræðinga, sumir góðir, en aðrir hefðu átt að vera sópa gólf á hárgreiðslustofu. Ég notast oft við óhefðbundnar lækningar með góðum árángri.

Ég vona líka að það finnist fljótlega hvað það er sem hrjáir húsbandið, það er frekar óþægilegt að vera í Finnlandi á meðan hann er dauðveikur heima.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2007 kl. 18:33

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sæl Ásdís, ég addaði þér á vinalistann, jú jú mikið rétt, Viddi tengdasonur er mótorhjólagæi, eins og dóttir mín og barnabarn. Þau keyptu handa henni þetta forláta fjórhól og rauðan mótorhjólahjálm, svo nú er hún svaka gella, ekki nema fjögurra ára stýri.

Hehe, það er víst önnur Ásdís sem á myndina sem þú hefur séð á síðunni minni, en við getum örugglega rætt bissness þegar ég er komin heim frá Finnlandi, sem gæti orðið korter í jól.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2007 kl. 18:40

7 identicon

Sko mín kominn í bissnes. Læknapróf og tilfinningagreind fara oftar en ekki ekki saman og hvað þá geðlæknapróf-tilfinningagreind-geðdeild-landspítalans.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:05

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

jú einmitt, við þekkjum það nú vel báðar tvær hvernig margur læknismenntaður maðurinn er laus við alla tilfinningagreind

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2007 kl. 21:29

9 Smámynd: Fríða Eyland

Er verið að tala um áfallahjálpina ?

Ég vona svo sannarlega að húsbandið sé í góðum höndum hjá lækni með góða greind,og hann jafni sig fljótt  

Gaman að sjá málverkin þín er enn að semja krí-dikkina

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 01:02

10 identicon

Jæja ágæta fólk, veit ekki alveg hvort ég á að blanda mér eitthvað inn í þessa umræðu.   Vitanlega er misjafn sauður í mörgu fé í heilbr. geiranum sem og annarsstaðar. Gildir bara þar eins og með aðra þjónustu að ef þú ert ekki ánægður á einum stað er um að gera að leita annað. Gallinn er bara sá að ef maður er veikur fyrir er erfitt að sýna einhverja hörku sérstaklega ef maður finnur til, þá vill maður bara fara að skæla og láta einhvern annast sig... Kannski væri betra ef hjúkrunarfræðingarnir sæju um fyrstu móttöku sjúklinganna.. En það yrðu þá að vera þeir sem ekki eru útbrenndir og nenna enn að hlusta og heyra!!!....  Jamm bara um að gera að taka því sem sagt er við mann með gagnýni og skynsemi, það lesa ekki allir sömu kaflana í bókunum í háskólunum og svo eru líka misjöfn áhugasviðin. Annars er Valur náttúrulega að komast á "blöðruhálskirtilsaldurinn" þá er líklegt að það verði erfitt að pissa og jafnvel sárt ef bólgur eru í því viðkvæma líffæri. Kannski hefur doksi líka vitað að konan er erlendis og því enn meiri líkur á bólgum En vonandi nær hann sér fljótt og vel blessaður. 

sólrún Dögg Árnadóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:54

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Spurðu Vidda frá mér hvort hann hafi ekki verið vinur Mumma heitins sem lést í snjósleðaslysi á Dalvík. Hann veit þá hver ég er. Skilaðu kærri kveðju til hans.  Ég mun örugglega eiga viðskipti við þig á nýju ári.  Gangi þér sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 13:33

12 identicon

jú ásdís mummi og viðar voru bestu vinir ;)

Selma Klara (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:09

13 identicon

heirðu ásdís ég held að ég sé búin að fatta hver þú ert, getur verið að þú hafir gist hjá agnesi og mikael núna í sumar? ég kíkti til hennar þá voru hjón þar ég var með lítinn hund með mér og mig minnir svo að þú hafir tekið mynd af hundinum mínum og hundinum hennar agnesar ;)

Selma Klara (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:20

14 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

hæ krummasnili, gaman að lesa bloggið þitt var reyndar smááá tíma að fatta hvaða Hrafnhildur þetta var. Reyndar þurfti hún mamma að segja mér allt um það (er Tóta systir Hóbbu) frábært hjá þér að skella þér í myndlistarnám og síðan til Finnlands. þú ert Krummasnilli

kveðja Muszka

Þórunn Óttarsdóttir, 4.10.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband