Sjálfkynhneygð í Finnlandi.

Ég er orðin sjálfkynhneigð. Jamm alveg satt.

Í fyrra fór ég í aðgerð þar sem eggjastokkar og leg voru fjarlægð.

Kvensjúkdómalæknirinn hafði sagt mér að ef ég yrði eitthvað ómöguleg og ef ég myndi missa áhugann á húsbandinu ætti ég að hafa samband því ég þyrfti sennilega að fá karlhormón líka, auk kvennhormónana.

Hitti kvensjúkdómalækninn áður en ég fór til Finnlands, til að fá hormónalyf
Læknirinn kemur fyrir í mér hormónagrjóni.

Tveimur dögum síðar hringi ég í lækninn og segi,
heyrðu, er eðlilegt að ég skuli vera eins og breima köttur á eftir húsbandinu allann daginn?
Hann skellihlær og segir djúpri röddu, já já þú ert stútfull af karlhormónum nú veistu hvernig okkur körlunum líður, haha.

Ég var bara svo helv... vitlaus að láta setja það í mig rétt áður en ég fór út, hugsaði einhvern veginn ekki út í það að húsbandið yrði eftir á klakanum.

Svo nú er ég orðin sjálfkynhneygð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir tóku nú bara legið úr mér og ekki liðnar 2 vikur, svo það reynir lítið á gredduna ennnþá, en segðu mér hvað varstu lengi að ná þér, mér er svo helv. illt ennþá og get ekki tekið verkjalyf út af hjartanu. Gott að vita af þessu grjóni ef ég verð ekki eins og breimaköttur

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég var fáránlega fljót að ná mér. Er líka með háan sársaukaþröskuld. Læknirinn sendi mig heim á þriðja degi því ég var farinn að hlaupa upp og niður stigana á spítalanum. Gat heldur ekki notað sterk verkjalyf því ég er með morfín óþol, þannig að það voru bara hitabakstrar íbúfen, nálstungur,og létt labb. ( þori varla að nefna nálastungur miðað við umræður síðustu daga á blogginu) Ég var komin í létta tiltekt heima eftir viku, og albata eftir fjórar. Hef verið uppfull af þreki og orku síðan ég losnaði við innvolsið.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Fríða Eyland

Innvolsið

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Fríða Eyland

Hvaðmeð húbandið er hannað jafna sig ?

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 22:15

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

nebb, hann er enn veikur þessi elska, doksi ætlaði að hafa samband í kvöld og láta vita um niðurstöður en klikkaði eitthvað á því.

Vona samt að hann fari að hressast.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:18

6 Smámynd: Fríða Eyland

Er á góðri leið með að koma þér í heitar umræður gott fyrir egoið ekki síst fyrir hálfkalla, er röddin farin að dýpka ? Eða er þetta bara í klofinu.........?  

 

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 22:19

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hehe , klofið já, Röddin er alltaf engilbjört og fögur, en það flutti fjölskylda af hárum á hökuna á mér, svo ég er alltaf með plokkarann á lofti. Sérðu mig ekki í anda, að drepast úr gre... og skeggjuð í þokkabót, ( nei, þarna missti ég mig í smá ýkjur,haha )

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:28

8 Smámynd: Fríða Eyland

þegar ég fór í vax á fætur á stofu í fyrsta sinn, sagði snyrtirinn eitthvað á þessa leið  " þú ert með of mikið karlhormón ég meina þú ert með hár á hnjánum!! " síðan benti snyrtirinn mér pent á að fá kvenhormón hjá lækni þetta væri óeðlilega mikið hehehe. .....Á meðgöngu verður ofsaframleiðsla á ostrógeni og við þekkjum þær breytingar, viðkvæmni og væl endalaust....allavega á annarri meðgöngu varð ég ólétt 1. júní eftir ballið .....fín með varalit og snyrta leggi, þannig voru nú blessaðir leggirnir þar til brjóstagjöfum lauk og jafnvægi komst á,þá fyrst fóru broddarnir að láta á sér kræla aftur..........................langaði að deila þessu með þér  

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 22:53

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þekki þetta HÁR vandamál. Það verður verra eftir því sem maður eldist,hehe. Hverfur á milli fóta og á kollinum en tekur svo upp á því að vaxa á fáránlegustu stöðum. skyldi maður enda sköllóttur með skegg? nee segi bara svona.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.10.2007 kl. 23:09

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er bara orðin oðin af lestri þessara greina. hehe Leiðinlegur þessu gróður sem skítur upp kollinum í andlitinu, fegin meðan ég er þó ekki með skegg.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 23:33

11 Smámynd: Fríða Eyland

það fá allar konur skegg hafðu engar áhyggjur það kemur

Fríða Eyland, 4.10.2007 kl. 23:39

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hárleysi/hárbrúskar hehehehe illhærur í augnabrúnum  

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.10.2007 kl. 00:16

13 identicon

Vaxa á sér trýnið sem og aðra hluta líkamans.En vont er það maður minn  ekki finn ég neitt nema gleði eftir að hafa losnað við mitt kvennadót.Húsbandið samþiggir það.Sérstaklega er minn sáttur við að losna við PMSið sem var að drepa hann 10 daga í mánuði. Svo að lokum er ekkert skrítið að hann elsku VEIL sé eftir sig og veikur eftir Finnland fyrst þú hagar þér svona hehehehehehe.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 00:17

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega eruð þið óheflaðar og kolflegar í tali, kona roðnarenda löngu búið að sarga úr mér gredduna

Krumma mín, hef ekki við að kommenta hjá þér.  Finnst ég verða að tjá mig hjá ykkur systrum af því þið erum svo helvíti skemmtilegar.  Hvar hafið þið verið allt mitt auma líf?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 00:56

15 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný mín, sömuleiðis, á eftir að slasa mig því ég tek bakföll af hlátri yfir blogginu þínu,

verst að þetta er farið að ræna mig svefni, það er svo helv... gaman að lesa allt sem birtist á blogginu,

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.10.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband