Í fýlu með tóman maga.

Alveg er það með ólíkindum hvernig Finnum tekst að elda allt bragð úr matnum.

Ég hef ekki keypt mér máltíð í mötuneyti skólans í meira en eina og hálfa viku, gafst upp á því að giska á hvort og hverskonar bragð væri hægt að finna af matnum, með góðum vilja var hægt að láta sér detta ýmislegt í hug.

Og nenni sko ekki að standa í flókinni matargerð sjálf, verandi án fjölskyldunnar.

Var hins vegar farið að langa í eitthvað gott, og eftir langar og miklar pælingar ákvað ég að kaupa mér camenbert, kex og sultu, namm namm, nú skyldi ég eta og vera glöð.

Stormaði heim með varninginn og tók mér góðan tíma í að sneiða ostin á kexið og sultuna þar ofan á, beit í og varð fyrir svo miklum vonbrigðum að mig langaði að kasta mér í gólfið og fá nett móðursýkiskast.

Hvernig er þetta hægt, osturinn smakkaðist eins og ókryddað tófú.

Ég er farin í rúmið, í fýlu, með tóman maga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æ sofðu vel á tóman maga

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.10.2007 kl. 00:18

2 identicon

ég hefði étið þetta og meira til

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já en osturinn var eins og ÓKRYDDAÐ tófu, það gerist varla verra, snuff, snuff, er enn í smá vonbrigðakasti.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.10.2007 kl. 00:21

4 Smámynd: Fríða Eyland

Kannski bragðlaukarnir missi virkni með auknu testro, grey karlarni og Krumma.

Fríða Eyland, 5.10.2007 kl. 00:24

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi leiðindi.  Er ekki einhver restaurant þarna með almennilegt æti fyrir þig kona?  Hvað með kerlinguna nöktu?  Getur hún ekki eldað fyrir þig?  Smjúts á þig addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 00:53

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hef prófað nokkra veitingastaði, sama sagan þar, fór reyndar í smá leik, ýmindaði mér að ég fyndi bragð af þessu eða hinu, það verður bara eitthvað svo döll til lengdar. Hef smakkað mat húsráðanda, fékk kjötbollur, reyndi að rifja upp hvernig þær væru á bragðið.

Hef ákveðið að svona gangi þetta ekki, er farinn í innkaupaleiðangur á morgun, ætla elda eitthvað courme, með bragði.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.10.2007 kl. 01:23

7 Smámynd: Fríða Eyland

Datt í hug að ef það væru innflytjenda hverfi í nágreninu, þá er auðvitað bragðmikill og góður matur hjá þeim. 'Í Norge er maturinn bragðdaufur en innflytjendurnir, sérstaklega frá mið austurlöndum og afríku redda manni alveg þar nammi namm 

Fríða Eyland, 5.10.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband