Af Rússlandsför og fleira.
9.10.2007 | 21:29
Arrrg var búinn að skrifa heillangann pistil en ýtti á vitlausan takka, og búmm pistillinn hvarf.
Langaði nefnilega að segja ykkur frá því að ég fór með Jakub skólabróa í dag að athuga með ferð til Rússlands, og þvílíkt vesen.
Fylla þarf út allskyns pappíra og umsóknir, þar þarf að koma fram auk annars, hvenær maður hyggst koma inn í landið og hvernig. Hvort maður komi með bíl eða lest. Velji maður bíl þarf að gera grein fyrir honum, gefa upp númer og svoleiðis. Hversu mikla peninga maður hafi meðferðis, hversu lengi, upp á dag maður ætli að vera. Ástæður fyrir dvölinni, redda þarf ferðatryggingu frá heimalandi sínu, nýrri passaljósmynd, staðfestingu frá skóla um að maður sé nemandi og fleira og fleira. Ofan á fastan kostnað við visa, útfyllingar á pappírum, kaup á lestarmiða, og hóteli, leggst aukagjald, þannig að ferðin verður miklu dýrari heldur en við héldum.
Jakub sá fram á að hafa ekki efni á þessu og ég þori ekki að fara ein, mafían er á öllum götuhornum og fyrir utan það að sárafáir tala ensku.
Ég þessi saklausa manneskja hélt að það væri nóg að fá visa, og svo gæti ég bara skutlað mér upp í næstu lest! Þetta er nú meira skrifræðið í þessu landi.
Kannski ég skelli mér í staðinn til Eistlands í skólafríinu, reyndar mjög einfalt og ódýrt að fara þangað, nú eða til Turku, þar á ég reyndar heimboð frá Paulu vinkonu minni.
Fram undan er grímuball í skólanum og við Jakub ákváðum að fara í verslunar leiðangur í second hand búðir, bæði vegna grímuballsins og svo fannst okkur það smá sárabót vegna þess hvernig fór með Rússlandsför.
Jakub fann þennan líka flotta kjól, sem ég girntist líka en honum fannst hann bara svo flottur, og mér fannst það svo fyndið að ég ákvað að lúffa og láta honum eftir kjólinn. Svo sagðist hann langa í ljóshærða hárkollu og blá augu, ha sagði ég sljó... en þú ert með blá augu, já sagði hann... það einfaldar málið til muna. haha, góður.
Ég ætlaði ekki að trúa því þegar mér var sagt að það væru seldir áfengir drykkir á ballinu og það með leyfi skólayfirvalda. Jakub fannst það nú ekki mikið, sagði mér frá því hvernig þetta var í Austurríki þar sem hann var nemandi áður. Þar eru kennarar og nemendur að staupa sig og reykja á fyrirlestrum, og engum finnst það skrítið. Reyndar er fólk að því um allann skólann, alla daga.
Ja, misjöfn er menningin.
Annars þarf ég að fara drífa mig í háttinn, er að sofna ofaní lyklaborðið og það er svo djö..... óþægilegt að sofa þar.
Þangað til næst
Athugasemdir
Leiðindi með Rússland, eða ekki, kannski gerist bara eitthvað annað spennó í staðinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 21:52
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reader's Digest eru Finnar hamingjusamasta fólk í heimi, Íslendingar í öðru. Þú ferð bara seinna til Rússlands. Hafðu það gott litla skott
Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 21:57
Já hef hugsað mér að þræla húsbandinu með mér til Rússlands, einhverntíma síðar.
Hef bara ekki heyrt þetta áður að Finnar séu hamingjusamasta fólk í heimi, hef hins vegar heyrt um háa sjálfsmorðs tíðni hér. Miðað við lífstíl margra hérna þá finnst mér það líklegra.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:16
Er að athuga með að koma til þín í nóvember.Mér var boðið í dag að vera selskapsdama hjá einni rúmlega 80 ára.Og sú er ekki blönk. Er að athuga málið. Þetta er ótrúlega fyndið starfsheiti og mig langar svo að vera selskapsdama
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.