Smá blogg frá Finnlandi.
13.10.2007 | 11:45
Mmmmmm, laugardagur runninn upp og nægur tími til að lesa blogg og blogga sjálf, hristist reyndar í takt við tónlist sem einhver í götunni ákvað að deila með nágrönnum sínum, kannski ekki alveg það sem ég hefði viljað heyra núna, (þetta er svona næturklúbba reif tónlist) ég nefnilega var á grímuballi í gær og er soldið slæpt eftir það. Á ballinu var samankominn fjöldinn allur af nemendum úr hinum og þessum skólum, nokkur hundruð manns, og þarna voru margir frábærir og frumlegir búningar og svakalegt stuð. Ég sjálf klæddi mig upp sem Frida Kalho, og var alsett blómum í hárinu og auðvitað með þessar líka flottu augabrúnir.
Síðustu dagar hafa verið mjög annasamir því einungis vika er eftir af kúrsinum, svo ég mála stundum langt fram á kvöld. Ég hef þó gefið mér tíma í að fara á myndlistarsýningar svona inn á milli, enda er það lærdómur líka.
Mér var boðið á opnun, í Listasafn borgarinnar á fimmtudaginn var, komst þar í kynni við konu sem vinnur í óperunni í Helsinki. Hún vinnur við það að gera sviðsmyndir og props. Hún bauð mér að koma í heimsókn og ætlar að sýna mér starfsemina, og kynna mig fyrir staffinu, fyrir mig er það mjög áhugavert þar sem ég hef sjálf unnið í leikhúsi. Maðurinn hennar vinnur hins vegar í borgar leikhúsinu í Lathi og hann bauð mér miða á sýninguna Cats sem á að fara sína eftir nokkra daga.
Annars er frábært veður hérna í dag, heiðskírt og kalt, samt ekkert of kalt, ég fór út á lóð áðan til að teyga í mig daginn og fylgdist með íkornum og fuglum safna forða fyrir veturinn. Einhverra hluta vegna er þetta alltaf minn besti árstími, kannski vegna þess að allskonar áhugaverð starfsemi fer í gang, skólar komnir á fullt og einhver notalegur rytmi er í gangi.
En nú er víst kominn tími á smá tiltekt því húsráðandi ætlar að halda matar og sauna partý, þessi elska var nefnilega fjarverandi þegar tiltektarhæfileikum var úthlutað, svo ég ætla að hjálpa til.
Þangað til næst
Athugasemdir
Mig LANGAR svo MIKIÐ til að vera með þér þarna. Knús til þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 12:04
ég er sammála þér þarna í sambandi við haustið, myndi samt alveg vera til í að sjá íkornana undirbúa veturinn, hérna eru það bara fuglarnir og þeir fuku allir burt í síðasta roki.
kveðja Tóta
Þórunn Óttarsdóttir, 13.10.2007 kl. 12:20
Birna þú verður að koma í heimsókn í nóvember, bæði hefðiru mjög gaman af því og svo þarf ég að koma á þig farangri, huhumm, nú eða leigja gám undir dótið mitt
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.10.2007 kl. 15:56
Seiðu mér nú eitt... hvar nákvæmlega ertu...í Finnlandi... góð hugmynd... maður ætti kannski að skreppa í helgarferð til þín...hehehe... ef einhver góður myndi nú gefa mér pening...hehehhee... en hugmyndin er góð...
Knús...
P.S. ég hitti mannsinn þinn í dag... :) alltaf gaman að spjalla við hann...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 13.10.2007 kl. 17:05
Já hæ Magga, ég er í Lathi sem er ekkert mjög langt frá Helsinki. Það tekur um það bil 2,5 tíma að fara með rútu en klt með lest. Lathi er skemmtileg 100.000 manna borg. Hér eru margir háskólar og mannlífið er fjölbreytt, hér eru til dæmis margir búsettir frá Rússlandi, Eistlandi og töluvert er af sígaunum hérna, þeir skera sig reyndar töluvert úr vegna sérstaks klæðaburðar sem mér finnst frábært, en gaman væri ef þú gætir komið í heimsókn, hver veit, kannski langar einhverjum svaaakalega til að gefa þér pening svo þú komist.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.10.2007 kl. 18:07
The Artist er að lesa þig.....................
The Artist (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 19:08
Neee, hæ Artist, gaman að þú skulir kíkja við, en þú ert dulur eins og alltaf, bið að heilsa í skólann.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.10.2007 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.