Finnlandsfari í sundi.

Haldið að ég hafi ekki farið í sund í gær. Wink ójú,  ég var alveg orðin uppiskroppa með afsakanir fyrir því að fara ekki. Nú skyldi tekið á því, ætlaði að synda úr mér verki og stirðleika og slaka svo á í heita pottinum á eftir, enda fátt betra en sund gegn stirðleika. Ég mæti galvösk á svæðið og ætla vippa mér úr útiskónum en er rekinn inn í klefa með hneykslunarsvip starfsmanns og vinsamlegast beðinn um að fara úr þeim inni. 

Nú ég hlýddi, fór úr skóm og öðrum fatnaði, þrammaði yfir grútskítugt gólfið og beint í sturtu, þorði samt ekki annað en að skoða í kringum mig til að sjá hvort ég væri örugglega ekki að gera eins og hinir. Jú, hefðbundinn þvottur virtist eiga sér stað áður en fólk fór í laugina.

Ég stormaði úr sturtu og í laug. Ég hefði betur staldrað við og skoðað aðstæður. Ég nefnilega vissi ekki fyrr ég var allt í einu komin í röð af syndandi fólki. Sá í hendingu að sá partur af lauginni sem ætlaður var fyrir almenning var örmjór. Ég hef aldrei á ævi minni synt eins hratt, sló persónulegt hraðamet. W00t Það kom reyndar bara til af því að sá sem á undan mér fór syndi eins og um keppni væri að ræða, og ekki vildi ég verða til þess að skemma rythman í röðinni. Eftir 4 hringi ( jú við syntum í hringi, maður varð að beygja á öllum hornum) var ég gjörsamlega búin á því, bæði vegna hraðans og svo var mér auðvitað brugðið yfir þessu fyrirkomulagi.

Ég náði einhvernvegin að klóra mig út í horn án þess að skemma taktinn og kasta þar mæðinni dágóða stund, lét eins og ég væri  þarna á hverjum degi og gerði ekkert annað en að synda í röð Whistling ákvað að taka nokkra hringi í viðbót enda kom ég þarna til að hreyfa mig. Varð að sæta færis á því að komast í hringinn, sá smá glufu, spyrnti eins fast og ég gat frá bakkanum og endaði uppí klofi á næsta manni.

Auðvitað var sundgarpurinn sem stjórnaði hraðanum löngu farin, sá sem hins vegar stjórnaði núna var þvílíkur hægfari að ég mátti troða marvaðann í 4 hringi ef ég ætlaði ekki að drukkna þarna. Það var ekkert pláss til að taka fram úr. Woundering

Ég neytti síðustu kraftana í að klóra mig upp úr lauginni og í heita pottinn.  

Þegar ég fékk rænu aftur sá ég og fann að þetta var enginn venjulegur pottur. Í honum voru nefnilega túður af öllum stærðum og gerðum. Skyndilega fer allt á fleygiferð og á því andartaki sá ég skiltið fyrir ofan pottinn sem á stóð ( á Finnsku auðvitað)  MEÐFERÐAR POTTUR.  Ég var skyndilega barinn með vatni í herðarnar, krafturinn var svo mikill að ég gat ekki hreyft hendurnar. Sundbolurinn teygðist auðvitað út í miðjan pott, en það sem var fyndnast var það að engum þótti það athugavert. Ég hélt áfram að láta eins og ég væri þarna á hverjum degi. Whistling skyndilega stöðvaðist vatnið og túða sem staðsett var rétt við afturendann á mér fór í gang. Þvílíkt snarræði sem ég sýndi, með því að klemma kinnarnar saman, hefði annars fengið þarna ókeypis stólpípu. Svo tók hver túðan við af annarri.

Þegar potturinn stöðvaðist skreiddist ég upp úr og inn í sturtu. Þar er hægt að velja um 3 saunaklefa. Ég valdi Tyrknest sauna, kannski eins gott að ég fór í sauna, veit ekki hvernig ég væri annars í dag, sennilega í rúminu, því ég er eins og áttrætt gamalmenni í dag, get með naumindum slegið á lyklaborðið, hvað þá staulast stigana, enda hef ég ekki troðið marvaðann í 30 ár. Ég ætla hins vegar aftur í sund við fyrsta tækifæri.W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú pissaði ég nánast á mig úr hlátri.  OMG ég elska þig kona, stólpípuhugmyndin slær allt út.  Hahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný þú hefðir átt að sjá til mín í lauginni, mér fannst þetta svo fyndið sjálfri að ég saup sundlaugarvatn hvað eftir annað þar sem ég barðist við að halda í við mannskapinn, það er eitthvað ótrúlega púkalegt við að synda í hringi.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.10.2007 kl. 16:31

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þú ert frásagnarsnillingur stelpa!  ég segi nú eins og Jenný pissaði nánst á mig ég hló svo

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.10.2007 kl. 16:41

4 identicon

Dásamlegt er að fara í sund hahahahahahahahaha Tókstu flugsundið okkar?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Fríða Eyland

 Alltaf gaman að lesa um Finnlandsfara og ....þig lætur ekkert koma þér á óvart  Skil ekkert í þér að taka ekki "engla" baksund, þarna í seinni hálfleik.

Fríða Eyland, 25.10.2007 kl. 02:22

6 Smámynd: Fríða Eyland

þig SEM lætur ekkert koma þér á óvart

Kveðja frá kleppi

Fríða Eyland, 25.10.2007 kl. 02:24

7 identicon

Blessuð kæra Krumma, frábært að lesa bloggið þitt. Þín er sárt saknað í skólanum. Kveðja Inga Björk

Inga Björk Harðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 15:21

8 identicon

Verð að kommentera aftur. Ég las sundbloggið þitt áður en ég fór í rúmið og hristist í hláturskasti svo húsbandinu leið eins og hann væri kominn á sjó. Ég sé þetta alveg fyrir mér.Og er enn að flissa

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:33

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

He he þetta hefur verið hörkufjör í lauginni og þú dugleg að drífa þig    Man nú ekki alveg hvenær ég heimsótti sundlaugina hér á tanganum síðast einhvertíma á síðustu öld ef ég man rétt

Erna Friðriksdóttir, 25.10.2007 kl. 16:45

10 identicon

Til hamingju með ömmubörnin 4 sem fæddust í dag. Og Betuna sem verður í höllinni þann 10 nóvember að syngja lagið hennar mömmu sinnar.. Ef þú ferð inná www,baenaganga.com sérðu fyrstu drög að dagskránni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 20:29

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hló svo mikið að húsbandið vildi vita hvað væri svona skemmtilegt og við hlógum okkur vitlaus saman, þetta er mjöööög myndrænt hjá þér, stólpípa my ass!! svo er Jónína að plata konur til Póllands þegar hægt er bara að fara í góðan nuddpott og smúla, fá sér svo bara kál og rauðvín.  Haltu áfram að gera það gott í Finna landi. Kveðjur frá skjálfandi Selfossbæ

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:42

12 Smámynd: Ragnheiður

hehehe þessi er góður....eintóm vandræði í þessarri sundlaug. Takk fyrir góðan pistil og frábæra skemmtun hehehehe

Ragnheiður , 26.10.2007 kl. 01:57

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk allar saman, knús á línuna þið vitið að hláturinn lengir lífið.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.10.2007 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband