Huomenta... vinir og vandamenn.. ég er komin aftur.
11.11.2007 | 17:28
Well..... þá er ég komin aftur eftir smá hlé. Við erum óðum að hressast eftir atburði síðustu daga og okkar líf er að komast í réttar skorður. Ég nánast bý í skólanum þessa dagana enda næg verkefnin sem ég þarf að klára og einungis 3 vikur eftir af dvölinni.
Næsta fimmtudagskvöld ætla ég með skólasystur minni til Eistlands í 4 daga ferð, hlakka ógó til.... hún var að afsaka fyrir mér hvað það væri dýrt að fara þangað frá Finnlandi. Við förum með stórri ferju og miðinn kostar heilar 2000 krónur HAAA maður kemst frá Reykjavík áleiðis upp í Hvalfjörð fyrir þann pening, svo ég borga þetta með glöðu geði... reyndi jafnframt að útskýra fyrir henni að þetta þætti ekki dýrt fargjald á Íslandi, minnti hana á að Ísland væri eyja og ég og aðrir sem ferðuðust til annarra landa þyrftum að borga margfalt þetta verð.
Annars er ég að verða háð því að fara í sauna, og sko, sauna er ekki bara sauna... alvöru saunabað er athöfn sem krefst tíma og natni, algengt er að heilu fjölskyldurnar hittist á laugardagskvöldi eða eftirmiðdegi og fari saman í gegnum þessa athöfn,og hér fer engin í rafmagnssauna nema tilneyddur enda munurinn með ólíkindum. Hér í húsinu förum við í viðarsauna..... alger dásemd. Fyrir mig virkar þetta eins og nokkrir tímar í sjúkraþjálfun, fyrir nú utan það hvað ég næ að vinda ofan af mér stressinu og þreytunni. Það stendur til að fara í alvöru saunabað í Eistlandi og þar er maður barinn með trjágreinum og laufi og svo skrúbbar einhver góðhjartaður á manni bakið með grófum bursta ......mmmmmm
Svo er nú meiningin að þræða öll helstu Listasöfnin og fara á tónleika, semsagt nóg að gera. Hlakka mikið til að fara skoða gamla bæjarhlutann í Tallinn skilst að þar sé mjög fallegt, var að velta fyrir mér hvernig þetta væri fyrir útlendinga sem heimsækja Ísland að sjá allar þessar nýbyggingar..... við eigum því miður ekki mikið til af gömlum fallegum byggingum, synd...
En hvað um það má ekki vera að því að slóra við tölvuna, nú er hver mínúta nýtt til hins ýtrasta.
Ble ble.... og muna elskurnar að kvitta þegar þið kíkið á mig.
Næsta fimmtudagskvöld ætla ég með skólasystur minni til Eistlands í 4 daga ferð, hlakka ógó til.... hún var að afsaka fyrir mér hvað það væri dýrt að fara þangað frá Finnlandi. Við förum með stórri ferju og miðinn kostar heilar 2000 krónur HAAA maður kemst frá Reykjavík áleiðis upp í Hvalfjörð fyrir þann pening, svo ég borga þetta með glöðu geði... reyndi jafnframt að útskýra fyrir henni að þetta þætti ekki dýrt fargjald á Íslandi, minnti hana á að Ísland væri eyja og ég og aðrir sem ferðuðust til annarra landa þyrftum að borga margfalt þetta verð.
Annars er ég að verða háð því að fara í sauna, og sko, sauna er ekki bara sauna... alvöru saunabað er athöfn sem krefst tíma og natni, algengt er að heilu fjölskyldurnar hittist á laugardagskvöldi eða eftirmiðdegi og fari saman í gegnum þessa athöfn,og hér fer engin í rafmagnssauna nema tilneyddur enda munurinn með ólíkindum. Hér í húsinu förum við í viðarsauna..... alger dásemd. Fyrir mig virkar þetta eins og nokkrir tímar í sjúkraþjálfun, fyrir nú utan það hvað ég næ að vinda ofan af mér stressinu og þreytunni. Það stendur til að fara í alvöru saunabað í Eistlandi og þar er maður barinn með trjágreinum og laufi og svo skrúbbar einhver góðhjartaður á manni bakið með grófum bursta ......mmmmmm
Svo er nú meiningin að þræða öll helstu Listasöfnin og fara á tónleika, semsagt nóg að gera. Hlakka mikið til að fara skoða gamla bæjarhlutann í Tallinn skilst að þar sé mjög fallegt, var að velta fyrir mér hvernig þetta væri fyrir útlendinga sem heimsækja Ísland að sjá allar þessar nýbyggingar..... við eigum því miður ekki mikið til af gömlum fallegum byggingum, synd...
En hvað um það má ekki vera að því að slóra við tölvuna, nú er hver mínúta nýtt til hins ýtrasta.
Ble ble.... og muna elskurnar að kvitta þegar þið kíkið á mig.
Athugasemdir
kvitterikvitt
Til hamingju með dömurnar og flutninginn á ljóðinu þínu Krumma mín, var að lesa á Birnu hve vel þær stóðu sig, gaman að því.
Gott að þið eruð að komast á eðlilegt ról, þetta hlýtur að hafa tekið nokkuð mikið á allt saman. Knús á þig úr rokinu og rigningunni á Akranesi
Guðrún Jóhannesdóttir, 11.11.2007 kl. 20:27
Kvitti kvitt og farðu varlega
Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 20:59
Skemmtu þér vel og njóttu ferðalagsins í botn.
Fríða Eyland, 11.11.2007 kl. 21:20
Takk fyrir kveðjur allar saman. Gunna mín þetta var nú víst lag sem ég samdi til minningar um Hauk Frey og dóttir mín spilaði það á gítar og ég er að rifna úr monti með stelpuna mína.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.11.2007 kl. 21:59
Þetta verður frábært. Er að vinna í að fá upptökuna og senda þér
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 09:08
LJÓÐINU? sorry, þetta átti að vera laginu þínu Birna talað a.m.k. um lagið frá þér svona fer nú fljótfærnin með mann.
Já frábært allt saman í kringum þetta, og ekki er ég hissa þó þú sért að rifna úr monti Held að ég ætti að bjalla í hana mömmu þína núna
Guðrún Jóhannesdóttir, 12.11.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.