Listmenning eykur heilbrigði......

Alltaf breytast hjá mér plönin... það varð ekkert úr ferð til Eistlands, sáum fram á að hafa ekki nægan tíma til að klára þau verkefni sem bíða okkar í skólanum, svo í stað þess fórum við til Helsingi og Espoo og eyddum heilum degi í að vafra á söfn sem var alveg frábært.

Byrjuðum reyndar á því að versla oggupons og fundum svo útúr því hvernig við kæmust til Espoo á safn sem er vel þekkt og heitir Emma ( Espoo Museum of modern Art) Þetta safn er ótrúlega stórt, einir 5000 fermetrar og hýsir list allt frá byrjun 19 aldar til contemporary art auk þess að sinna viðhaldi, rannsóknum og gefa út lærðar greinar um efnið. Safnið á sjálft yfir 2500 verk sem eru frá mörgum tímaskeiðum.

Meðal sýninga í Emma voru verk eftir Salvador Dalí og ógrynni af ljósmyndum af honum, konu hans og vinum auk þess sem sýnd var stuttmynd eftir hann(1929) og svo önnur sem Disney lét gera (2003) Hans stuttmynd var alveg frábær í einu orði sagt og sérstaklega ef horft er til þess tíma sem hún var gerð, og auðvitað var hún í hans anda, svolítið eins og málverkin hans...súrrealísk.

Eftir 3ja tíma dvöl í þessu safni héldum við til baka til Helsingi og fórum á listasafnið þar sem heitir Kiasma, sem er ekki síðra en Emma, þar var verið að sýna verk sem bæði unnu og tóku þátt í Carnegie Art Award 2008, Ég varð fyrir svo miklum áhrifum á þeirri sýningu að ég fékk örann hjartslátt og fór í einhverskonar sæluvímu yfir þessu öllu saman. Á þessari sýningu voru sýnd einhver þau bestu vídeóverk sem ég hef augum litið. Ég hreinlega grét yfir einni myndinni, mig skortir lýsingarorð til að lýsa þessu verkum svo vel sé.

Inni á safninu var varla þverfótað fyrir fólki, samt var þetta ekki opnun heldur virðist sem fólk hafi almennt áhuga á list, sem er auðvitað frábært. Ég náði mér í kynningarbækling og rakst þar á athyglisvert viðtal sem Stjórnandi Kiasmasafnsins tók við Heilbrigðisráðherra Finnlands. Þar talar hann um þau miklu áhrif sem list hefur á heilbrigði manna, tekur dæmi máli sínu til stuðnings.

í Svíþjóð var gerð rannsókn af Karolínska sjúkrahúsinu í Stockholmi árið 2001 sem sýnir að þeir sem eru virkir í menningarlegum atburðum nota heilbrigðisþjónustuna 57% minna heldur en þeir sem engan þátt sýna listviðburðum. Hann segir einnig: Ég er sérstaklega hugfanginn af þeirri staðreynd að hægt sé að mæla áhrif menningarlegrar upplifunar á okkur mannfólkið, Endorfín magn í líkamanum mælist mun meira eftir skemmtilega og upplífgandi listsýningar, þess vegna er fólk ánægt eftir góðan konsert eða góða listsýningu.

Þetta viðhorf skýrir, að hluta til allavega, hvers vegna Finnar gera svona vel við þá nemendur sem leggja stund á einhverskonar list. Þeir fá laun frá ríkinu á meðan þeir læra, og efnisgjöld eru greidd að hluta, afsláttur í lestar og rútur og frítt inn á mörg söfn. Og það sem meira er Finnar eru stoltir af því að gera nemendum sem auðveldast að læra.

Það rifjast líka upp fyrir mér þáttur sem ég sá í sjónvarpinu fyrir alllöngu síðan um áhrif menningar í Noregi. Þar voru reistar virkjanir og verksmiðjur víða um land, góð laun voru í boði og ódýrt húsnæði fyrir fjölskyldur, í stuttu máli sagt, þá lögðust margar þessara virkjana og verksmiðja niður því fólk þreifst ekki þar, þrátt fyrir góð laun, sem segir mér enn og aftur að fleira þarf til enn húsnæði og góð laun svo mannfólkið geti dafnað og verið hamingjusamt.

Svo er bara að bíða eftir því að Íslendingar átti sig á þessu.............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir fróðlegan og skemmtilegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 11:27

2 identicon

Hæ mammz ég vildi bara kvitta hjá þér og segja þér að við erum búinn að selja einn hvolp hann fer milli 20-23 des litli kúturinn og hann hefur fengið nafn frá nýja eiganda sínum og heitir hann Hugleikur  svo eru nokkrir að spá í hinum 2 og minnsti fær svo að sjá til hvert og hvort hann fer á heimili þegar hann hefur náð vissri þyngd, en jæja við vildum bara segja þér smá fréttir, og jú ekki má ég gleyma því að hun Emilía Ýr er komin með hlaupabóluna. finnst það mjög skrítið eins og hún segir og asnalegt nafn a bólunum þar sem þær eru ekkert að hlaupa!!!

Selma Klara (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:45

3 Smámynd: Fríða Eyland

Góð færsla

Fríða Eyland, 17.11.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Stelpur, menning og meiri menning = betri heilsa

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.11.2007 kl. 18:08

5 Smámynd: Fríða Eyland

Já og fræðsla

Fríða Eyland, 17.11.2007 kl. 18:09

6 identicon

Hrafnhildur min takk fyrir froðlegan og skemmtilegan pistil.Fyrir löngu buin að sja að maður kaupir hvorkihamingju ne heilsu fyrir penninga.Við erum buin að setja husið a sölu nennum ekki að borga meiri steina veit ekkert hvað við ætlum að gera kemur bara i ljos kannski við förum bara næst með bilinn a sölu hann er nanast nyr höfum ekkert við nyjan bil að gera.Hemma fer bara vel fram og heldur vonandi þannig afram við eigum eftir að gera svo margt saman það er markmiðið i dag að geta ferðast og skoðað og lifað.knus frænkan

Helga valdimarsdottir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 02:22

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Gaman að skoða menninguna, ég hef farið nokkuð oft til Amsterdam og elska að rölta á söfnum þar.  Það styttist í jólin. Mikið held ég þú verður glöð þegar þú færð þér eina m/öllu í pullaranum þínum, er ekki annars opið á veturna.  Hot Dog 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 23:29

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 11:51

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nebb Ásdís það er víst ekki opið á veturnar, allir krakkar í skólum og það hefur ekkert uppá sig að fá einhvern fullorðinn til að hanga þarna á daginn... annars ætla ég að selja pulluvagn, planið er að mála næsta sumar.. nenni ekki að standa meir í þessum rekstri en það var gaman að prófa og ég hafði svo sem gott upp úr þessu... en það er svo margt annað sem mig langar að gera

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.11.2007 kl. 19:46

10 identicon

Áhugamál eru af hinu góða.Listir og menning er góð.Peningar eru góðir líka innan vissra marka. Þekki fjölskyldur sem eiga svo mikið af aurum að 24-7 er verið að hafa áhyggjur af vöxtum,gengi og kaupum og sölu á markaðinum. Þá verður lítill tími til að njóta. Hlakka til að fá þig heim

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband