Hlátur á Japönsku, og stíbbar í steikarfati....
21.11.2007 | 22:07
Ég var svo þreytt þegar ég kom heim úr skólanum í kvöld að ég bókstaflega skjögraði inn úr dyrunum. það eru töluvert mörg verkefni sem ég þarf að klára á næstu dögum og allt er þetta frekar seinunnið, þannig að vinnudagarnir verða ansi langir næstu daga
. Ég var meira að segja svo þreytt að ég kippti mér ekki upp við að sjá húsráðanda á brókinni við að umpotta blómum og auðséð var að hún notaði brókina sem handklæði, mold var út um öll gólf og stígvélin hennar lágu ofan í steikarfati (uppá eldhúsbekk) sem hafði ekki verið þrifið eftir síðustu notkun.
Ég skjögraði sem leið lá inn í eldhús og orkaði ekki að elda neitt nema bollasúpu. Þar sem ég sötra drykkinn í róleg heitum vindur húsráðandi sér að mér og spyr skrækróma: ertu með kaffi? nebb segi ég og hristi hausinn svona til að leggja áherslu á neiið, heita bollasúpu. Þá andvarpar hún djúpt og mæðulega og segir: nú jæja ég verð þá víst bara að fá mér bjór.
He he það er langt síðan ég hef heyrt svona góða afsökun fyrir því að fá sér í tánna.
Hafið þið annars heyrt Japana hlæja? Ef ekki þá get ég upplýst ykkur um það að þeir hlæja með japönskum hreim, það er alveg ótrúlega skemmtilegt og krúttlegt.
Þannig var nefnilega að í tíma í dag var ég að lýsa með miklum tilburðum fólksmergðinni í Helsingi, að ganga þar um götur er líkt og að vera staddur í kringlunni á Þorláksmessudag, semsagt ekki þverfótað fyrir fólki. En í því sem ég er að tjá mig um þetta, heyri ég þennan fyndna japanska hlátur, ég var smá stund að kveikja, en fattaði svo hver var að hlæja og hvers vegna, ég leit við, jú það passaði, tístið kom frá Japanskri konu sem er gestalistamaður í skólanum og hún er frá Tokyo!!!! Þar er það víst þannig að þú hreyfir þig ekki út á götu á háannatíma nema nokkrir hreyfist með í leiðinni, fólksfjöldinn er þvílíkur, svo auðvitað þótti henni þessar lýsingar mínar skrítnar, lengi vel mátti greina þetta tíst og svo tautaði hún fyrir munni sér, thí hí thí hí many people in Helsingi... thí hí....
Mikið svakalega sem ég er þakklát fyrir allt þetta pláss sem maður hefur á litla Íslandi, ég yrði fljótt klikkuð á því að vera í slíku fjölmenni eins og er í Japan, ýmindið ykkur að að strjúkast utan í einhvern í hverju skrefi... og finna andardrátt einhvers ókunnugs aftan á hálsinum. úff ég fæ köfnunartilfinningu við tilhugsunina.
Já og svo eru bara 8 dagar í heimför, gvöð hvað ég hlakka orðið til,
en þangað til næst, ble ble.
Athugasemdir
Þú viðheldur klígjugirni minni vúman, ég æli, kerlingin er óggislega sóðaleg það þrátt fyrir að hún sé smá krútt. Reyndar er hún alveg að verða búin með kvótan. Skál í súpunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 22:14
bara svona kvittikvitt, alltaf gaman að lesa pistlana þína
Þórunn Óttarsdóttir, 21.11.2007 kl. 22:43
Jenný mín mér mun aldrei ofbjóða framar, hef séð allt í þessu húsi og margt af því er ekki prenthæft en ég verð satt að segja feginn að komast heim og getað gengið á hreinum gólfum og andað að mér hreinu lofti, ég er viss um það að ef heilbrigðiseftirlit kæmist hér inn með tærnar þá yrði heimilið lokað og innsiglað í snarhasti hehe.
Helga, kerlinginn kann þetta allt saman, hún þarf bara að drekka aðeins færri bjóra, þá hefði hún rænu og nennu til að þrífa í kringum sig.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.11.2007 kl. 09:26
Kvitta fyrir innlitið en fékk nú hláturkrampa yfir hvernig Japanar hlægja :) Það væri nú gaman að heyr það. Já það er alltaf mikið gott að koma heim, því heima er best. Ég er nú skúmug upp fyrir haus , orkulaus að reyna að þrífa 2 litla stofuglugga . grrrrrrrrrrrrrrrr því eru þeir ekki sjálhreinsandi ? Hafðu það gott
Erna Friðriksdóttir, 22.11.2007 kl. 14:23
ja, duttu mér nú allar dauðar lýs af höfði þegar ég óvart rakst á link á bloggið þitt!! Þetta er að sjálfsögðu lýgi því ég var ekki með neinar lýs. Ekki svo ég viti.
En gaman að finna bloggið, ég á eftir að kíkja oftar hingað.
Kær kveðja frá Danmörku
Helga Hinriks & co.
Helga Hinriks (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 14:54
Íslandið er allra best
eigi vil ég þaðan flytja
fæ mér kannski feitan hest
og reyni hann að sitja. Það styttist í heimkom þína þá andar enginn á þig nema þú viljir. Bara best.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 15:51
Gott að þú ert að koma heim, kellingin er fyndin en ég er sammála með plássið á Íslandi, myndi ekki meika að hafa fólk alveg ofan í mér
Ragnheiður , 22.11.2007 kl. 17:23
Og komast heim á moppuna ef ég þekki þig rétt Kaupa svo tyggjó handa mér í fríhöfninni.Þessi kona sem þú býrð hjá er efni í vísinda og fræðsluþátt um sýkla og bakteríur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 20:42
Takk fyrir innlit allar saman, það er svo gaman þegar fólk kíkir á mig.
Og Helga mín komdu marg sæl og blessuð, hélt reyndar að Solla væri búin að segja þér að ég væri á blogginu, endilega vertu í sambandi og segðu fréttir frá Danmörku.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.11.2007 kl. 22:12
Sæl og Blessuð móðir mín kær! mig langaði bara rosalega til að láta þig vita hversu spennt ég er orðin yfir því að þú sért á leiðinni heim! alveg tel niður dagana og læti:D ...en annars fór ég nú að hugsa útí það eftir að hafa farið yfir þessi blogg, aðalega með húsráðandann þá, hvort að það væri e-ð til í því að ég og hún ættum einhverja samleið varðandi ruslið og svona?? þú kannski sendir mig bara út til hennar við tækifæri:P við yrðum öflugar saman í draslinu;) eeen allavega bara láta heyra smá í mér herna, og já láta þig kannski vita af því í leiðinni að ég er mjög líklega að fara suður og svona fyrir Lýðháskólann;) en jæja bless þá í bili koss og knús;***
Sunna Björg (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 21:55
pottþétt ástæða til að fá sér einn léttan maður fer nú að nota þetta
Guðrún Jóhannesdóttir, 24.11.2007 kl. 01:15
Hej Sunnubarn hvað ertu að flækjast?Þú færð ekki að ganga um eins og Finnsk,drykkfelld júferta hjá mér í vor heheheheheheÉg elska ykkur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:57
Sunnubarn er ekkert í líkingu við húsráðanda, þótt draslari sé, og Birna mín held að Sunnubarn komi eftir nokkra daga!!!!Þú ert nebbla mamma no 2
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.11.2007 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.