Sveiflótt geð......

Ég hef verið í meyru skapi síðan í gær, er ofurviðkvæm. Finnst ég geta grátið af minnsta tilefni og hef nokkrum sinnum þurft að kyngja ótt og títt til að halda aftur af tárum. Ég var smá stund að átta mig á ástæðunni, en málið er að ég á ekki eftir að vera nema 3 daga til viðbótar í Finnlandi.

En svona er ég þegar ég hef  hef dvalið einhver tíma á sama stað, ég tengist stöðum og fólki  þó á mismunandi hátt, fer eftir aðstæðum hverju sinni.

Ég hef orðið ríkari af dvöl minni hérna. Ég hef vaxið sem listamaður og  sem einstaklingur. Sjóndeildarhringurinn er stærri og mér finnst ég víðsýnni. Takmarki ferðarinnar er náð.  Ég á eftir að sakna margs en mig hlakkar líka brjálæðislega til að koma heim og hitta fólkið mitt. Ég sveiflast frá því að þurfa skæla af trega upp í að tryllast úr kæti yfir heimferð.

Ég á eftir að fá annað svona viðkvæmni kast og það verður um áramót. Ég hef alltaf verið þannig. Þegar klukkan slær tólf á gamlársdag, felli ég tár, og í mér togast á allskonar tilfinningar, tilhlökkun, gleði, tregi, sorg  og stundum eftirsjá. Ég renni yfir árið og stend sjálfri mér reiknisskil.

Það sem hinsvegar gleður mig mest er að ég vinn einhverskonar sigra á sjálfri mér ár frá ári, stundum eru þeir varla greinanlegir en samt..... ég potast þetta áfram. Ég uppgötvaði blessunarlega fyrir mjög löngu síðan að ég  sjálf er minn  helsti óvinur, mín helsta hindrun hvað varðar vellíðan, hamingju og þroska. Erfiðustu barátturnar hef ég þurft að heyja við sjálfa mig  vegna eigin vankanta og að sama skapi hafa mínir stærstu sigrar verið fólgnir í því að ná betri tökum á eigin þankagangi, hugsunum og tilfinningum.

Ég hef þó lært að sættast við mig ár frá ári og síðustu árin fundið  til væntumþykju til sjálfrar mín. Einhverjum kann að þykja það skrítið,  en fyrir mér er það rökrétt og eðlilegt, það er jú ég sem þarf að lifa með sjálfri mér allan sólarhringinn, alltaf. Þá er eins gott að líka sambúðin. Sáttin kemur til af því að styttra bil er á milli þess sem ég vil vera og þess sem ég er.

En elskurnar er farinn í skólann, enda allra síðustu forvöð að klára verkefnin.

Overandát. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús og klemm til þín Takk fyrir flotta hugleiðingu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 09:53

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir knús og klemm

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.11.2007 kl. 10:02

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Takk fyrir þessa yndislegu færslu þína   en hvað ég þekki þessa áramótatilfinningu, þekki hana sko mjög vel.

Knús á þig, nýtist þér þessir dagar sem eftir eru þarna sem allra best, og njóttu þess að hlakka til að hitta fólkið þitt hér heima.  Knús á þig vinan

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.11.2007 kl. 11:11

4 identicon

Guð hvað þetta er rétt hjá þér Hrafnhildur! Og ég fæ líka einhverja skrítna tilfinningu um áramótin... meira samt svona "hissa"tilfinningu á því að þetta ár komi aldrei til með að koma aftur! Já, ég er virkilega svona einföld að vera ekki alveg búin að átta mig á þessu eftir 35 ár. Kannski næ ég þessu um þessi áramót ! Njóttu síðustu klukkutímanna í Finnlandi! Kveðja frá Danmörku.

p.s. ég er ekki vön þessu kommentakerfi hér á blog.is og varð virkilega að hugsa hart til að leggja saman 9 og 14! Hahahahaha...

Hahahahaha.... og veistu bara hvað! ég skrifaði ranga niðurstöðu! Hversu einfaldur getur maður verið! Æi, þetta er örugglega grasekkjusyndromið að bögga mig, er búin að vera grasekkja í mánuð! Geri aðra tilraun til að senda þetta.. summan af 9 og 8... á að geta leyst þetta! 

Helga Hinriks (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 17:59

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Helga!!!!! hahaha ertu ekki í tölvuskóla kona og ert í vandræðum með að leggja saman, hehe. Hvar geymirðu annars húsbandið þitt þessa dagana? Ertu ein með krakkastrollu, heimili og nám? Það er ekki að spyrja af íslenskum konum, dugnaðarforkar upp til hópa. Svo auðvitað geturðu sent mér tölvupóst á krummav@simnet.is

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.11.2007 kl. 19:17

6 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Hæ  þetta er áreiðanlega algengt með skælurnar á gamlárskvöld.  Ég hef verið svona eins lengi og ég man eftir mér alltaf í vandræðum um miðnæturbilið.  Ég býst fastlega við að verða svona á meðan ég geri mér grein fyrir að áramót séu að renna upp. Þær skæla ekki mikið dætur okkar það er bókstaflega alltaf gaman hjá þeim það er ótrúlegt hvað þær eru duglegar í gríninu. Sunna verður áreiðanlega mjög glöð að fá mömmu sína heim.  Kærar kveðjur Gagga

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:22

7 identicon

Hæ elsku Krumma mín hlakka til að fá þig í skólann, þú verður nú kominn í tæka tíð fyrir fyrirlesturinn þú stóðst þig nú svo vel í fyrra að þú reddar þessu með okkur Margrétiheheh Magga bað mig annars um að kvitta svo þú fengir netfangið mitt???? Láttu svo sjá þig strax í skólanum kv.Telma

Telma (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:32

8 identicon

hahah það átti nú að fylgja guffim@emax.is

Telma (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:36

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

TELMA!!!!! jiiii minn hvað er gaman að sjá þig hér, ertu að fara flytja fyrirlestur án mín??? Well við verðum saman næst..... nebb ekki hægt heldur þá eigum við að gera lokaverkefni.... anyway.. er það Magga mín Lin eða Margrét Buhl sem er með þér?

Annars er ég að fara koma heim, legg af stað í nótt áleiðis til Svíþjóðar... já ég veit, ég fer lengri leiðina heim, eins skrítið og það nú er þá var það samt ódýrara og auðvitað kem ég í heimsókn í skólann áður en jólin bresta á...sniff sniff verð bara klökk af tilhugsun. sjáumst fljótt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.11.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband