Ég er kominn heim.....

Eftir langt, strangt og vægast sagt erfitt ferðalag er ég loksins komin heim til mín á Akureyri.

Fyrstu dagarnir heima hafa farið í það að sofa, hitta fólk og vera með fjölskyldunni, er rétt að byrja taka upp úr töskum, satt að segja vex mér það í augum, það er með því leiðinlegra sem ég geri.

Annars var ferðalagið heim eins og við mátti búast þetta var jú ég sem var á ferðinni og þar sem ég er, skal alltaf eitthvað koma uppá.

Lenti í leit,  fyrir fyrra flugið, kortið mitt rann út fimm tímum áður en ég fór á flugvöllinn, var með 18 kíló í yfirvigt, allur lausapeningur sem ég var með fór í að borga herlegheitin, ekki króna eftir fyrir kaffibolla, hafði tekið svefntöflu á föstudagskvöldið en náði ekki að sofna, húsráðandi sá fyrir því.W00t

Kom út úr Leifsstöð um 5 á laugardag, sofnaði kl 2 um nóttina, aðfaranótt sunnudags, hafði þá ekkert sofið síðan á fimmtudagskvöld, náði þremur tímum þá. Þannig að ég vakti í rétt tæpa 2 og hálfan sólarhring.  Nú nokkrum dögum síðar er ég rétt að jafna mig, djö sem ég er farinn að finna fyrir aldrinum, maður getur ekki orðið vakað fram eftir eina nótt án þess að verða ónýtur daginn eftir.

  En svakalega sem það er dásamlegt að vera komin heim. Elsta dóttir mín, tengdasonur og barnabarn búa heima sem stendur, þau eru að innrétta nýja íbúð sem þau keyptu og á meðan eru þau hjá okkur, ofsalega gaman.

Það bræddi mig alveg þegar 4 ára ömmu stelpan mín rauk um hálsinn á mér þegar ég kom heim og sagði: amma mín ég er búinn að sakna þín þín svo rooooosalega mikið, af því við elskum hvor aðra, reyndar er þetta notað óspart á mig þessa dagana. Amma má ég fá þetta? má ég gera hitt? af því við elskum hvor aðra..... Heart 

Annars vantar einn heimilis meðliminn, miðdóttir mín kom suður þegar ég lenti og varð eftir í Reykjavík, ætlar að vinna þar í vetur og fer svo til Danmerkur í skóla í mars, það er ekki laust við að ég sakni hennar, enda ekki átt með henni tíma svo mánuðum skiptir, reyndar kemur hún eitthvað heim um jól, en samt... ég vildi gjarnan eiga með henni lengri tíma, en svona er víst gangur lífsins... börnin tínast að heiman hvert á fætur öðru og nýr kafli tekur við. 

Nú nýt ég þess að laga til heima hjá mér, elda mat og kúra með heimilisfólki, sé fram á langt og gott jólafrí.

Annars er gleði fjölskyldunnar lituð af sorgarfréttum, mágkona mín 42 ára gömul, var að greinast með krabbamein í ristli og lifur. Framundan eru aðgerðir, geislar og lyfjameðferð. Það sem gerir stöðu hennar en erfiðari en ella er það að hún er ein með 2 dætur sínar. Það er á svona stundum sem maður finnur fyrir algjörum vanmætti, einhvern veginn er það oft þannig að lífið  lemur niður  þá einstaklinga  sem manni finnst hafa nóg að bera.

Væntanlega heyrist frá mér fljótlega aftur.... svona þegar dagleg rútína kemst í gang aftur.

Þangað til.... ble ble 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Krumma, vondar þessar veikindafréttir...gott að þú ert komin. Það er satt að börnin tínast að heiman en mér hefur oft verið hugsað til þess undanfarið að ég sakna þess að hafa ekki barnatrítl og barnahlátur heima hjá mér. Sagði við kallinn áðan að ef ég hefði verið aðeins yngri þá hefði ég hrært í 2-3 unga í hvelli....minn tími í því er liðinn, er orðin 45 ára gömul og heilsan svikul.

Hafðu það gott mín kæra og þú verður kyrr hjá mér eins og Birna, sumum tímir maður ekki.

Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Púff! langur tími án svefns en samt...   gott að vera komin heim og njóta aðventunnar með fólkinu þínu. Knúsaðu hana mömmu þína frá mér Krumma mín. Góð kveðja í bæinn þinn.

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.12.2007 kl. 23:22

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já Ragnheiður skil þig mæta vel, langar oft að geta fjölgað mér áfram... það er bara ekki í boði fyrir mig, en ég er svo rík að eiga barnabarn og svo er annað á leiðinni......

Gunna, langt síðan ég hef verið svona þreytt, enda að verða of gömul fyrir svona miklar vökur

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.12.2007 kl. 00:16

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

gömul ?

Nei hvað er þetta, er þetta ekki bara flugþreyta hehehehehe 

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.12.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband