Auglýsi eftir jólaskapi...

Er ekki einhver þarna úti sem getur smitað mig af jólaskapi? Einungis 14 dagar til jóla og ég finn ekki fyrir jólum frekar en það væri að koma sumar.....GetLost

Hef verið á haus við allskyns leiðinda stúss og tiltekt síðan ég kom heim......humm, þó  skítastuðull  hafi  hækkað töluvert á meðan ég dvaldi í  Finnlandi, þá hefur hann ekki hækkað það mikið að ég geti leitt hjá mér draslaragang heimilisfólks, reyndar eru allir rosa bissý, yngsta barn lærir undir próf, húsband vinnur öll kvöld í íbúð elsta barns, miðbarn flutt til Reykjavíkur, og eftir sit ég í draslinu. Langar mest að geta hangið í heimsóknum alla daga, en verkin vinna sig ekki sjálf. 

Mikið svakalega sem ég  vildi getað ráðið til mín heimilishjálp, þá myndi ég mála og mála og mála já og lesa smá og mála meira. Hvur veit kannski kemur að því...... 

Á heimilinu eru 4 yndislegir hvolpar, ég get endalaust dáðst að þessum krílum. Barnabarn var að spjalla og leika við þá í dag..... heyri þar sem hún segir: nei ertu soona sætur? ertu að gera frið í heiminum? 

Amman stekkur til, varð að vita hvað barnið átti við, lá ekki einn hvolpurinn á bakinu með framfætur upp í loft og hreyfði þá fram og til baka, ha ha

Mér fannst þó best að 4 ára gamalt barnið skyldi tengja þetta svona saman.... og auðvitað þakka ég sjálfri mér það að barnið skuli vera svona vel gefið og upplýstW00t en ekki hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Jólaljós, kerti og nostalgía: Bowie og Crosby! Snjóar ekki á ykkur þarna fyrir norðan? 

Kolgrima, 10.12.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

það gengur nú eitthvað erfiðlega hérna megin að finna eitthvert jólaskap ennþá, steikti reyndar laufabrauð í gær, það kom smá orku í kellu :)

En koma jólin ekki þó eitthvað sé eftir, er ekki aðalmálið að gera það sem við getum, salta hitt og njóta helgidaganna með fólkinu sínu.

Sendi þér smávegis af jólineruaðkomaanda og hlýjar kveðjur Krumma mín 

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.12.2007 kl. 11:02

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála þér Hrafnhildur og óska eftir því sama  og vildi frekar að það væri hreinlega komið sumar . Bestu kveðjur til þín og þinna

Erna Friðriksdóttir, 10.12.2007 kl. 15:33

4 identicon

Sæl Frænks ég skal sko senda þér fullt af jólaskapi nóg af því hjá mér  Klikkar heldur aldrei að skella Dengsa og félögum í tækið he he. Og já hún Emilía hefur nú alltaf verið algjör snillingur gleymi því nú aldrei þegar að þið voruð í heimsókn og sú litla kemur hlaupandi frem með frægan víkingahjálm á hausnum hi hi hi

Inga Rut (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 15:42

5 Smámynd: Fríða Eyland

Sæl Krumma og velkomin heim á klakann ég held að þú hafir gaman af þessum listamanni  en ég lofa ekki jólaskapi.

Fríða Eyland, 10.12.2007 kl. 15:54

6 Smámynd: Fríða Eyland

Þessi eru líka OK en ég jofa ekki jólaskapi.

Fríða Eyland, 10.12.2007 kl. 16:05

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sælar allar, þið æðislegu konur...svei mér ef ég smitaðist ekki af jólagleði við að heyra í ykkur og Fríða takk fyrir myndbönd, hafði gaman af.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.12.2007 kl. 16:32

8 identicon

Mía mín er bara dásamleg. Barnið okkar er á 12 tíma vakt í dag. Mikið er gott að hafa hana hjá sér. Ég var að kaupa í skóinn handa henni í dag.  Hér er góður jólafílingur. Sá besti í nokkur ár.Sorg í bland en aðallega sátt og ánægja. Knús til móðir og allra.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 19:44

9 Smámynd: Ransu

Bloggvinur minn ingvari.blog.is er í svaka jólaskapi. Spurning um að fá lánað, eða þá bara; "Fake it till you make it".

Ransu, 10.12.2007 kl. 23:41

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fake it till you make it.....auðvitað nota ég það, skil ekki af hverju mér datt það ekki í hug, hef notað það með góðum árangri í svo mörgu öðru

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.12.2007 kl. 00:24

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála henni Ingu Rut frænku þinni (þessari elsku)     Setja auðvitað DENGSA á fóninn, var búin að gleyma því að ég hefði keypt  þann disk fyrir nokkrum árum  , svona spes fyrir mig  he he he  Knús til ykkar allra

Erna Friðriksdóttir, 11.12.2007 kl. 15:21

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á ekkert afgangs en húsbandið tilkynnti mér áðan að það yrði tré.  Læt hann stjórna ferðinni þetta árið.   Tree 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 23:12

13 identicon

hey eg komin fra italiu gekk allt ljomandi, herdu fardu ut, steldu ljosaperum, af jolatrjanum, svona storum perum, eg gerdi tad avallt tegar jolin nalgudust, og setti svona eina rauda peru i herbergid mitt, ta voru jolinn kominn, klikkar ekki.  Kvedja fra Norge.

oskar (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:47

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Óskar!!!! moj moj, sendu mér tölvupóst og segðu mér ferðasögu frá Ítalíu, ertu ekki annars orðinn langeygður eftir að komast heim?

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.12.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband