Krumman í ham....gaman gaman

Ég hef undanfarna daga verið eins og hamhleypa á eigin heimili. Er búinn að fara í hvern einasta skáp á heimilinu og henda, flokka og raða. Hef semsagt verið að fengsúa heimilið.

Ákvað að nota tímann fyrst ég er kominn í jólafrí, geri þetta annars yfirleitt á vorin og ekki nema annað hvert ár. En þar sem ég verð á kafi í verkefnum í skólanum strax eftir áramót  ákvað ég að drífa í þessu.

Ég hef nefnilega komist að því að þetta endurnýjar orku allra íbúa heimilisins. Hér á árum áður safnaði ég öllu, engu mátti henda enda var ég að drukkna í allskyns drasli, nú er ég í hinum öfgunum, hendi öllu sem ég er ekki að nota, losa mig við allan óþarfa W00t

Henti svo upp smá jólaljósum og bakaði biscotti, algjörlega ómissandi á aðventu með góðum freyðandi cappusino, er að smella í þvílíkan jólagírinn og svo er skemmtileg helgi framundan.

Erum að fara út að borða annað kvöld ásamt starfsfólki Ferðamálastofu og svo á laugardag ætla ég á listsýningar, hlakka ógó til. 

Já og svo má nú ekki gleyma að hér er mikill undirbúningur að fara í gang fyrir 20 ára brúðkaupsafmæli sem er 26 des. Húsband heimtar bleikt þema því hann var í bleikum gallabuxum þegar ég kynntist honum árið 1984. InLove ( í gamla daga eins og afkomendur segja)

Meiningin er að hafa opið hús og auðvitað eru allir vinir og vandamenn velkomnir.

Mikið svakalega sem það er gaman að vera til.Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Hó Hó ég er líka á spani er að mála eldhúsið, tók forstofuna í gær, þetta er eina leiðin til að komast í gírinn í aðventustorminum. Ætli mar verði bara ekki að kíkja í bleika partíið, lol.  Smá djók í tilefni dagsins og dugnaðar okkar

Fríða Eyland, 14.12.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fríða mín velkominn í bleika teitið, já svo er svaka gaman að vera svona duglegur...maður fær aukna orku eins skrítið og það nú er.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.12.2007 kl. 16:10

3 Smámynd: Fríða Eyland

Guð sástu ekki dúókið krumma tileinkað þér ég sem átti kvikmyndagagnrýni og alles

Fríða Eyland, 14.12.2007 kl. 16:26

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Það er svo yndislegt að þú sért kominn heim.. það lífgar uppá gráa skammdegið ... knús.. í brasinu  þínu...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 14.12.2007 kl. 23:22

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fríða mín...gleymdi að horfa en er búinn að því núna......takk fyrir myndband, hehe krummi hvað

Magga er á leiðinni, þa e ba a sooo obbbbosleaaa mikið að gera, fengsúi og allt og soooo er maaaur að undibúa partý ooo allt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.12.2007 kl. 03:35

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

njóttu helgarinnar Krumma mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.12.2007 kl. 13:11

7 Smámynd: Fríða Eyland

Krumma kannski þú athugar fyrir mig hvaða litir eru bestir í svefnherbergi fyrir ungling , laumar þessu að fengsúí meistaranaum fyrir mig Ég er komin í soddan málningarham um að gera að halda áfram á meðan ég er í stuði, búin með eldhúsið og forstofuna, dí hvað ég er dugleg eitthvað   Aðventukveðja-Kveðja

Fríða Eyland, 15.12.2007 kl. 14:44

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Get alveg tekið undir það að þetta er svaka dugnaður hjá þér, gakktu samt ekki frá þér, maður má ekki vera of þreyttur um jólin þá er ekkert gaman

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.12.2007 kl. 19:19

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra hvað ykkur líður vel.  Alltaf gott að henda gömlu drasli.  Hafðu það gott um helgina.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 22:14

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Velkomin í bloggvinahópinn og takk fyrir kveðjurnar. Gangi þér vel að fengsjúast!

Edda Agnarsdóttir, 16.12.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband