Bland í poka...
16.12.2007 | 15:03
Heyrði skemmtilega pælingu í gær.....
Brú-brýr
frú-frýr
trú-trýr......hmmmmm
Húsband fór í jólatrés leiðangur í gær, kom heim með tveggja metra hátt tré sem hann sagaði sjálfur. Það á eftir að sóma sér vel í stofunni enda lofthæð þar um 4-5 metrar, lítið tré hefði verið eins og krækiber í helvíti.
Hér á heimilinu er moppað á hverjum morgni.....með hvolpum.
Um leið og þeir heyra í manni á morgnana koma þeir kjagandi og bíta sig fasta í sokka heimilis fólks, þetta eru eins og dúskar á löppunum á manni, svo labbar maður af stað og hersingin hangir föst, svo reynir maður bara að labba þar sem ryk hefur safnast, svaka tímasparnaður
Er farinn að skrifa jólakort
síjú.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Athugasemdir
já bý í mjög fínni íbúð, hátt til lofts og stórir og voldugir loftbitar trjóna yfir manni, 30 fermetra baðherbergi...get haldið partý þar inni....bestu kveðjur, heyri í þér fljótlega
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.12.2007 kl. 16:37
Þú ert aldeilis í stóru húsi, ég er bara í 95 ferm. blokkaríbúð, en við erum nú bara tvö með kisu svo það er alveg nóg. Vildi alvega eiga svona hvolpa dúska.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 21:16
hmmmm af hverju datt mér þetta ekki í hug með hvolpana! jæja það eru tveir eftir hjá mér og aldrei of seint að byrja
Huld S. Ringsted, 16.12.2007 kl. 22:12
Já Ásdís ég bý í rúmgóðu húsi, er heppinn með það svo er útsýnið ótrúlega fallegt.
Huld þetta með hvolpana var ekkert útpælt, kom bara af sjálfu sér....haha
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.12.2007 kl. 22:35
kveðja norður yfir heiðar, í húsið þar sem fólk gengur um með hvolpadúska á sokkunum
Guðrún Jóhannesdóttir, 17.12.2007 kl. 12:02
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.