Áhrifagjörn eða hvað?

Þó sumum  lífsskoðunum mínum verði ekki haggað er ég  stundum eins og margir personuleikar þegar kemur að fatastíl og lúkki. Get verið fáránlega áhrifagjörn þegar tíska er annars vegar.

 Einn daginn  get ég verið gler fín í pæjugalla með smink og tilheyrandi og næsta dag eins og dreginn upp úr haug í gömlum lörfum.

Þegar ég var í Finnlandi dauðlangaði mig dredda, tattoo og rokkgalla.

Þegar ég fór á árum áður til Kanarý sá ég gullsandala og blómakjóla í hillingum.

Fór á hárgreiðslustofu í dag og fékk klipp og lit, svo nú er ég pæja eins og aðrar konur á Akureyri.

Sjúkk...að ég skuli ekki búa í kúreka fylki í Bandaríkjunum, væri sjálfsagt sprangandi um í bleikri kúrekaskyrtu með aflitað hár og gamalt perm, með hatt og alles og klingjandi spora aftan í skónum. W00t

Maður er náttla ekki í lagi....... 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mín bara búin að pimpa sig upp eins og sagt er stundum um Selfyssinga !! örugglega mega skvísa og til í allt.  Kveðja á Eyrina.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Helga mín

Ásdís góð...pimpuð upp,hehe 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.12.2007 kl. 19:03

3 identicon

Pimpa sig upp.Góð. Ég er búin að svoleiðis.Ég fór í yfirhalningu í byjun mánaðarins og er klár fram í janúar.hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 11:47

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Óska þér og þínum gleðilegra jóla Krumma mín.

Knús og meira jólaknús

Gunna 

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.12.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir sömuleiðis Gunna mín

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.12.2007 kl. 16:58

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Óska ykkur fjölskyldunni Gleðilegra jóla og farsældar á komandi nýju ári.

Erna Friðriksdóttir, 23.12.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband