Elsku elsku elsku frændi....
5.2.2008 | 01:37
Haukur Freyr elskulegur systursonur og frændi hefði orðið 26 ára í dag. Þessi yndislegi strákur lést á afmælisdegi dóttur minnar þann 9 júní fyrir einu og hálfu ári síðan.
Ég elskaði þennan dreng eins og börnin mín. Hann var yndislegur, hjartahreinn, fyndinn, góðhjartaður, hvatvís, uppátækja samur og veikur. Hann tók mikið pláss í tilverunni og skyldi þessvegna eftir sig stórt tóm sem aldrei verður fyllt. Hann háði harða baráttu við eiturlyfjafíkn og tapaði, öll fjölskyldan barðist með honum og fylgdist með honum deyja, smátt og smátt. Svona reynsla breytir manni.
Ég veit að systir og hennar fjölskylda á mjög erfitt í dag...ég vildi bara að ég gæti gert meira til að hugga, styrkja og sefa sorg.
Sem betur fer er hann Haukur minn ennþá ljóslifandi í huga mér, ég heyri hláturinn hans, röddina og man faðmlagið hans, jafn vel eins og ég hefði síðast heyrt í honum í dag.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir það að fá að snyrta hann og laga þar sem lá friðsæll í kistunni sinni með liverpool rúmfötin sín og uppáhalds ilmvatnið sitt á sér, mér finnst yndislegt að fá að minnast hans þannig.
Elsku systir, engin orð geta lýst því sem mig langar að segja en ég verð hjá ykkur í anda á morgun.
Haukur minn..hvíl í friði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mínar bestu samúðarkveðjur til ykkar allra. Kær kv.E.
Edda (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 02:06
Takk. knús á ykkur.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 08:51
Elsku Krumma. Innilegar kveðjur til þín og þinna. Þetta er yndisleg færsla. Las hana upphátt fyrir tvær stúlkur úr 9. bekk sem urðu mjög snortnar.
Edda Agnarsdóttir, 5.2.2008 kl. 11:11
Takk fyrir Helga mín
Birna mín..risaknús á ykkur
Edda takk fyrir falleg orð...saga elskulegs frænda er sorglegri en tárum taki..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.2.2008 kl. 13:23
Það er mikil sorg að kveðja ungan frænda hvað þá son. Systur sonur mannsins míns dó í slysi fyri bráðum þrem árum, gleymi aldrei þegar við kvöddum hann í kistunni, ég hélt ég myndi springa. Veit ekki hvað myndi gerast ef ég þyrfti að kveðja mín eigin börn. Guð geymi góðan dreng. Risa faðmlag til ykkar allra.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 15:19
SigrúnSveitó, 5.2.2008 kl. 15:47
Ég samhryggist ykkur öllum svon innilega. Orð virðast einskis nýt á svona stundum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 20:13
Takk....kæru vinir.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.2.2008 kl. 20:28
Huld S. Ringsted, 5.2.2008 kl. 21:45
hugsa til þín eins og Birnu Krumma mín, sendi ykkur ljós og kærleik. Knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.2.2008 kl. 23:17
ég þekkti þennan dreng og man svo vel eftir honum.. Sonur minn hann Mundi, þeir voru góðir vinir og það tók á okkur öll þegar hann dó, það var sorg og ekki síst hvernig farið var með hanns minningar sjóð..Eg er svo reið og sár bara að hugsa um þennan glæp sem var framinn í hanns mynningu oj þeim. En í okkar minningu var hann Haukur yndislegur og ég held alltaf í þá minningu..Kannski manstu eftir mérfrá Akureyri og Birnu systir þinni, en sama með það gangi þér vel þarna úti og ég þarf ekk iað segja það þar sem ég veit að þú stendur þig vel , but knús frá mér
kv unnr
Unnur R. H., 6.2.2008 kl. 00:06
Hæ Unnur jú ég man eftir þér.....gaman að þú skyldir kíkja við hjá mér, já sagan hans Hauks er með ólíkindum sorgleg, ekki bara andlátið heldur allt í kringum það....áföllin voru á svo marga vegu....kerfið brást, læknarnir brugðust og vondir menn misnotuðu aðstöðu sína.....hámark ógeðsins var þó að stela minningasjóð Hauks.....ég fuðra upp við tilhugsunina. þetta er eins og að stappa á gröfinni hans....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:37
Sorglegt, ég á engin orð enda eru orð ekki neitt stundum ...
Fríða Eyland, 6.2.2008 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.