Minningarbrot.....
6.2.2008 | 00:21
Fyrir 26 árum síðan kom ég heim í frí, var í heimavistarskóla í Reykholti sælla minninga.
Ég var ekki fyrr komin inn úr dyrunum en mér var tilkynnt að stóra systir væri komin í fæðingu....fyrir átti hún gullmola 5 ára gamlan sem mamma var að passa, heima hjá systur.
Strákur stakk af og ég fór út að gá að honum, sá hann á röltinu í myrkrinu á milli húsanna.....hvert ert þú að fara elskan mín, sagði ég? Ég er að fara á spítalann að sjá þegar mamma fæðir barnið....ég fékk nefnilega ekki að sjá þegar það var búið til sagði sá stutti hundfúll yfir því að vera skilin útundan.
Síðar um nóttina fæddist hann Haukur minn.....gullfallegur og yndislegur, ljóshærður með krullur. Hann hafði orku á við mörg börn, fór snemma að skríða og þá héldu honum engin bönd. Mamma hans girti af innganginn inn í stofuna, með hókus pókus stól, því hann elskaði að fara í plötuspilarann og draga nálina eftir plötunum Haukur lét það nú ekki stoppa sig....náði með fingurgómunum í stólinn og dró sig yfir stólinn argandi og gargandi með eldrautt andlit af áreynslu.....skreið svo áfram með einbeittan svip beint að plötuspilaranum og hífði sig upp í annað sinn.....ekki nema 6 mánaða gamall.
Ekki grunaði mann þá að þessi eiginleiki hans...hvatvísin, ofvirknin og þessi brjálaða orka myndi eiga stóran þátt í því hversu erfiðlega honum gekk að fóta sig í lífinu.
Við systur elskum að rifja upp skemmtileg atvik og minningar enda á það sinn þátt í því að maður lærir að lifa með sorginni, við höfum frá því að Haukur dó, getað bæði hlegið og grátið þegar okkur líður þannig..... stundum hringjumst við á, bara til að gráta og syrgja saman....kveikjan er kannski bara fallegt lag í útvarpi.
Ég elska þessar minningar sem sækja sterkt á mig í dag......Haukurinn hefði átt afmæli og ég sakna hans alveg svakalega.....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að eiga þessar minningar saman, huggar á erfiðum dögum. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 00:44
Sem betur fer á maður margar góðar minningar....og já Helga mín þetta er erfitt fyrir mömmu líka...takk fyrir hlýjar kveðjur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.2.2008 kl. 09:18
Knús á þig og takk fyrir að deila þessu með okkur. Skelfilegur missir
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 11:39
knús til þín Krumma mín, skilaðu kveðju til mömmu þinnar
Guðrún Jóhannesdóttir, 6.2.2008 kl. 12:59
Það er hverjum manni holt að lesa svona grein.Ég þakka þér fyrir að taka bónorði mínu og vona að þú eigir góðan dag.
Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 17:28
Knús
Huld S. Ringsted, 6.2.2008 kl. 20:49
Og hann náði að stúta græjunum.Snéri hausinn af spilaranum og var snöggur að hehehehehehe.Það gat fátt stoppað hann þegar hann fór á skrið.Kúturinn sá arna.Knús á þig.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 23:51
Knús á þig Krumma mín. Hann minnir mig svo á hann Himma minn, það var fátt sem stoppaði Himmann. Honum lá svo á að komast og verða stór.
Minningarnar eigum við og þær geymast og geymast.
Búin að smella á þig til baka
Ragnheiður , 7.2.2008 kl. 11:39
fyrir ykkur öll
Ásta Björk Hermannsdóttir, 7.2.2008 kl. 17:19
Til haminjgu með afmælisdag Hauksins! Gott að geta stutt systur sína og verið með henni í minningum og sorginni.
Edda Agnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:23
*knús* á þig. Systur eru lífsnauðsynlegar
Hugrún Jónsdóttir, 8.2.2008 kl. 13:16
Já Hrafnhildur, það er gott að geta yljað sér með skemmtilegum minningum, því að þær tekur engin frá okkur...........Man eftir litla glókollinum
Erna Friðriksdóttir, 11.2.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.