Hamingjufærsla...
9.2.2008 | 11:58
Ég var vöknuð kl 10 í morgun, þrátt fyrir lítin svefn síðustu daga og vikur, tími bara ekki að sofa meira enda yndislega fallegur dagur framundan og fullt af skemmtilegum verkefnum sem bíða eftir afgreiðslu.
Eins og landinn veit var brjálað veður í gær og þó ég sé fáránlega hrædd við mikinn vind þá var samt eitthvað svo kósý að vera heima og hlusta á gnauðið í gluggunum og húsið nötra í mestu hviðunum.
Húsband framkallaði veislu úr steiktum saltfiski, kartöflum hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum.....mmmmm, já og hann skreytir alla diska, skammtar hverjum og einum þannig að það verður miklu skemmtilegra að borða, maður nýtur matarins betur í stað þess að skófla sjálfur á diskinn og missa yfirsýn yfir magn.
Ég upplifði brjálað hamingju móment í gærkveldi, elsta dóttir kom í heimsókn með hundana, við sátum öll saman í sófunum, ég glamrandi á gítar og hinir að spjalla saman og horfandi með öðru auganu á sjónvarpið, allir glaðir, saddir og einhvern veginn opnir og innilegir, þetta var eitt af þessum augnablikum sem gerir einhvern veginn allt þess virði, það að vísu vantaði miðju barnið en nú fer að styttast í að hún komi heim og mikið sem mig hlakkar til, það er svo góð tilfinningin að hafa alla nærri sér.
Síðustu 2 vikur hafa verið alveg sérstaklega skemmtilegar, ég tók 2ja vikna kúrs í skapandi teikningu og gerði eitthvað af grafík myndum líka, en kennarinn hafði einstakt lag á því að vekja upp vinnugleði hjá öllum, síðustu viku var ég öll kvöld að vinna og ef ekki væri fyrir reglur skólans þá hefði ég gist þar nokkrar nætur.
Well er farin syngjandi inn í daginn......með hamingju hugsanir efst í kollinum og góða sjálfsvirðingu í veganesti, eigið góðan dag líka elskurnar.
Eins og landinn veit var brjálað veður í gær og þó ég sé fáránlega hrædd við mikinn vind þá var samt eitthvað svo kósý að vera heima og hlusta á gnauðið í gluggunum og húsið nötra í mestu hviðunum.
Húsband framkallaði veislu úr steiktum saltfiski, kartöflum hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum.....mmmmm, já og hann skreytir alla diska, skammtar hverjum og einum þannig að það verður miklu skemmtilegra að borða, maður nýtur matarins betur í stað þess að skófla sjálfur á diskinn og missa yfirsýn yfir magn.
Ég upplifði brjálað hamingju móment í gærkveldi, elsta dóttir kom í heimsókn með hundana, við sátum öll saman í sófunum, ég glamrandi á gítar og hinir að spjalla saman og horfandi með öðru auganu á sjónvarpið, allir glaðir, saddir og einhvern veginn opnir og innilegir, þetta var eitt af þessum augnablikum sem gerir einhvern veginn allt þess virði, það að vísu vantaði miðju barnið en nú fer að styttast í að hún komi heim og mikið sem mig hlakkar til, það er svo góð tilfinningin að hafa alla nærri sér.
Síðustu 2 vikur hafa verið alveg sérstaklega skemmtilegar, ég tók 2ja vikna kúrs í skapandi teikningu og gerði eitthvað af grafík myndum líka, en kennarinn hafði einstakt lag á því að vekja upp vinnugleði hjá öllum, síðustu viku var ég öll kvöld að vinna og ef ekki væri fyrir reglur skólans þá hefði ég gist þar nokkrar nætur.
Well er farin syngjandi inn í daginn......með hamingju hugsanir efst í kollinum og góða sjálfsvirðingu í veganesti, eigið góðan dag líka elskurnar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú ert svo mikill snillingur og það er svo yndislegt að þekkja þig og fjölskyldu þína... Þið eruð einstök í flóru mannlífsinns og þrátt fyrir erviða tíma þá kunnið þið að nota það til að bæta og verða hamingjusamari fyrir vikið... Hamingja þín smitar til mín og ég fer að brosa og langar að brosa í gegnum daginn með þér... Takk kæra vinkona fyrir að vera til staðar þegar á reynir og í fjarlægðinna að hugsa til okkar... KNÚS þú ert ein af perlunum sem príðir vina-perlufesti mín... Njóttu dagsinns...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.2.2008 kl. 12:11
Æ hvað þetta er sætt blogg og uppbyggjandi - ég verð nú alveg hugsjúk þegar þú minnist á myndlista kúrsa.
Er í þessu að hlusta á fréttir og finnst þetta sorglegt sem gerðist á Korpúlfsstöðum.
Edda Agnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:28
Ég varð nú bara syngjandi glöð af því að lesa þessa færslu
Eigðu góðan dag
Huld S. Ringsted, 9.2.2008 kl. 12:47
Falleg færsla.Faðm til ykkar.Ég hugsa til þín á tónleikunum í dag. Ég er að fara á tónleika með fiðlusnillingi.Það er víst algjört konfekt að hlusta á hann spila.Góðan og blessaðan dag til ykkar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:54
Svona konur eins og þú í þessu múddi eru bráðnauðsynlegar á hvert heimili. Geturðu skroppið aðeins?
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2008 kl. 13:03
Magga...takk fyrir falleg orð
Edda...drífa sig á námskeið rosaleg útrás og ógó skemmtilegt...já ömurlegt með tjónið á Korpúlfs
Huld.....gleði getur verið bráðsmitandi....he he
Systir..njóttu tónleikanna og knús til baka
Jenný....ha ha vildi gjarnam skreppa í sígó og kaffi.....síðustu forvöð með sígóið ef vel gengur.......gætum örugglega talað í marga daga og svo gæti ég auðvitað tekið lagið með húsbandinu þínu......hver veit.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:03
til hamingju með HAMINGJUDAGINN
Falleg færsla og fallegt komment sem þú fékkst frá henni Möggu
Guðrún Jóhannesdóttir, 9.2.2008 kl. 20:04
Hey hey hey og hó hó hó......... við verðum einhvertíms vonandi fljótlega :) ð hittast á tanganum (gleymdu ekki gítarnum) og syngja og hafa gaman Við vorum nú einu sinni samna í kór og ég held að ég hafi amk eitthvert píp úr gogginum á´mér enþá.. Við bara hertökum Hvammstangabr nr ..................... he he he he hhee e
Erna Friðriksdóttir, 9.2.2008 kl. 21:37
Þú ert alveg yndislega dugleg - og hamingjusöm. Til hamingju með það. Alveg frábært.
Elisabet R (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:51
Klukkan er orðin hálf ellefu og dagurinn því liðinn hjá þér, en vonandi ertu enn í hamingjugír. Héðan er allt gott nema bara allt of hvasst fyrir minn smekk.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:37
að vera í augnablikinu og njóta þess meðvitaður, er lífið !
fallegan þriðjudag til þín
Bless í dag
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 08:29
Sæl vinan, ákvað að kommenta loksins hjá þér, og hvað betra heldur en hamingjufærsla! Synd og skömm að við gætum ekki fengið að lúlla í skólanum (ekki hefði sumum veitt af því:P).
kveðja.
Hertha
Hertha (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.