Mínar andans truntur......og appelsínur.
13.2.2008 | 00:36
Annir og appelsínur hét þáttur sem sýndur var fyrir einhverjum árum síðan....gott nafn. Lýsir lífi mínu síðustu daga, er á þeytingi frá morgni til miðnættis og borða appelsínur á hlaupum .
Ég hef varla náð að fylgja eftir mínum andans truntum, æði á milli verkefna framkvæmi hægri vinstri og fylgi í humátt á eftir.....held að þetta séu sterarnir, á bara eftir að vera á lyfjum í viku í viðbót þá ætti ég að geta skellt hnakki á truntuna og farið fetið....hentar mér eiginlega betur.
Við nemar í fagurlistadeild ætlum að opna sýningu á laugardaginn á Vegg verki á Akureyri, verkið heitir FURAHA sem þýðir gleði eða hamingja á Svahili....við munum birta myndir á mynd/ bloggi sennilega eftir helgi, svo verður opnunarteiti í gallerí Boxi kl 16, allir að mæta.
Svo verð ég að koma því við að lesa um helgina fyrir heimspekina, á að andmæla í næstu viku og eins gott að vera vel undirbúin, nú og svo þarf að finna tíma fyrir hljómsveitaræfingar....og og og og......
Skellti mér annars í ræktina í dag sef orðið illa fyrir bakverkjum svo það er ekki um annað að ræða, finnst alltaf jafn skrítið að koma inn í svona stöðvar og sjá sólbekkjarbrúna vaxtarræktar kroppa, einhvernvegin finnst mér allir eins......( kjánahrollur)
æi ég er stundum í þeim gírnum að vilja sjá fólk eyða meiri tíma í hugsjónir og velferðarmál heldur en að mata útlitsgyðjuna...allt snýst orðið um lúkkið, rétta húsið, réttu mublurnar, réttu merkin og guð má vita hvað..... auðvitað er gott og blessað að hugsa vel um sjálfan sig, reyndar ættu allir að gera það....en hugsum líka um aðra þá fyrst er gaman að vera til...
truntan hefur róast er farin með hana í bólið.....þangað til næst ble ble...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:45 | Facebook
Athugasemdir
Bið að heilsa truntunni. Hér gengur lífið út á það að njóta þess sem maður hefur og ekki að fárast yfir því sem ekki fæst, veit að þú ert líka á þeim nótum. Þeir sem eru í kapphlaupi verða bara drulluþreyttir og njóta einskis, við njótum alls.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 00:50
Það er nú nauðsynlegt að líta vel út í byltingunni.
Til hamingju með sýninguna á laugardaginn! Bíð spennt eftir myndum.
Elisabet R (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 01:56
Já stelpur mínar hér er andinn ræktaður eins og líkaminn svo maður hafi úthald í byltinguna, er farin í skólann.....gobbedí gobbedí gobbedi gobb.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.2.2008 kl. 08:20
hvad er fagurlistadeild ??? thad er svo langt sídan ég var í tengslum vid íslenskt listalíf, ad ég veit bara ekkert, held ad thad séu tvø ár sídan ég syndi heima! tímin lídur. núna er eins íslensk listakona ad koma til mín, er á leidinni med lestinni, hún er skólasystir mín frá Mynd og hand, thad verdur ljúft.
fallegt kvøld til thín kæra bloggvinkona
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 15:22
Æji ertu á sterum fékk stera í æð .1x í viku í des , fann ekkert að ég varð kraftmeir en kanski út af öðrum lyfjum, en tók eftir að hárvöxtur á kollinum varð mikill og því finst mér eðlilegt að TR borgi næstu klippingu og litun eða hvað ?
Helv ertu dugleg að mennta þig !!!!! Ég fæ samt mína menntunn hér í heimabyggð í útjaðri staðarins sem er frábær, læri nýjan orðaforða ,læri að varast að brenna góma og þessháttar
Minn var á leið Norður í gær og stoppaði í sjoppu, þar hitti hann svo brosmilda skvísu, sem honum fanst hann kannast við enn áttaði sig ekki á hver væri en hún virtist þekkja hann á endanum spurði miðbarnið þitt..........þekkirðu mig ekki ? nei sagði karlgopinn en ég kannast rosalega vel við þig ... he he he þá sagði hún nafnið sitt þessi elska og minn gamli rankaði við sér auðvitað.
Erna Friðriksdóttir, 13.2.2008 kl. 17:05
Steina: Í fagurlistadeild erum við t.d. að fást við málun, teiknun, grafíkprent, skúlptúr, innsetningar,videóverk, hljóðverk,gjörninga og allt annað sem tilheyrir listinni, en svo er starfrækt mjög öflug og góð grafíkdeild sem útskrifar frábæra tölvusnillinga, annars....góða skemmtun með vinkonunni.
Erna: já hef verið í skóla síðustu 5 ár og á enn eftir 3-4 það er svo gaman að vera til...þyrfti að hafa 48 tíma í sólarhringnum ef vel ætti að vera....og svo er maður auðvitað í skóla lífsins líka......
Nefndu ekki hárvöxt ógrátandi...þetta er að gera mig geðveika...en ég verð ofvirk, hugurinn er á fullu og ég næ ekki alltaf að fylgja með....
Svo er miðjan mín á leiðinni heim eftir 2 vikur, hlakka mikið til..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.2.2008 kl. 19:01
Þú ert fagurlist skaparans mín kæra. Og mikið andskoti sem ég er sammála þér. Go Görlí
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 20:52
Tíhí...takk Jenný..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:19
Farðu vel með þig snúllan mín... lífið væri snautt án þín...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 14.2.2008 kl. 20:37
Það er gaman hjá þér, vildi að gæti skroppið til Akureyrar að skoða listalífið hjá ykkur!
Edda Agnarsdóttir, 14.2.2008 kl. 22:01
Ég varð bara þreytt við lestur þessarar færslu! Þvílíkur kraftur! eru þetta sterarnir eða ertu alltaf svona orkumikil? dugnaðarkona
Hvar er þessi sýning? Veggverk ekki er það veggurinn í strandgötu?
Huld S. Ringsted, 15.2.2008 kl. 00:05
He he já varstu þreytt við lesturinn.....ég er reyndar orðin dauðþreytt, það hefur vægast sagt verið óvenju mikið að gera síðustu vikur já og svo fékk ég auka orku af sterunum.....ég er því miður ekki alltaf svona, suma daga dregst ég þetta áfram, fer meira á vilja en getu, er með slæma vefjagigt og slitgigt og það háir mér töluvert en ég get bara ekki hamið mig, það er svo gaman að vera til. Jú veggverk er á horni strandgötu og glerárgötu...það verður opnun í gallerí boxi á laugardag kl 16, velkominn..það verður meira að segja súpa á boðstólnum og svo er meiningin að ég og tveir vinir troði upp með smá söng og spil..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.2.2008 kl. 01:41
Megi helgin vera þér góð Krumma mín.
Guðrún Jóhannesdóttir, 15.2.2008 kl. 13:35
Ég sá þig í dag eða ég sá hóp af fólki, sérstaklega konum þarna við vegginn, maðurinn minn keyrði svo hratt þarna framhjá að ég bara ákvað að þú værir þarna einhvers staðar
Huld S. Ringsted, 15.2.2008 kl. 21:57
Það er aldrei að vita nema ég kíki á opnunina þar sem ég verð á fundi á Kea á morgun.
Huld S. Ringsted, 15.2.2008 kl. 21:58
Það væri gaman að sjá þig á opnun Huld...velkominn.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.2.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.