Af helginni.......
17.2.2008 | 22:26
Þá er þessi annasama helgi á enda og streð næstu viku byrjar um leið og ég opna augun í fyrramálið....ég er eiginlega farin að bíða eftir páskafríi...ætla liggja með tærnar upp í loft og gera helst ekki neitt nema eyða tíma með fjölskyldunni minni.
Í gær vorum við nemar í fagurlistadeild með opnun í gallerí boxi , gerðum verk á Veggverk í miðbæ Akureyrar. Einnig var listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson með opnun. Við buðum upp á súpu og brauð ásamt smá söngatriði, það gekk vel hjá okkur þó maður væri ekki alveg laus við stress.....það minnkaði heldur ekki við að sjá svona marga góða tónlistarmenn mæta á svæðið....sá strákana í Gus Gus....ég er mikill aðdáandi þeirra....
Húsband bauð svo bandinu í mat í ljúffengar kjúklingabringur og svo var farið í teiti til einnar skólasystur annars má ég ekki vera að því að skrifa núna, á að vera lesa fyrir heimspekina....
en ég kem aftur......
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með sýninguna...
Fríða Eyland, 17.2.2008 kl. 22:29
Vildi að ég gæti skotist norður. Eigðu góða viku framundan, vona að þú drukknir ekki í vinnu.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 22:30
Frábært, til hamingju með sýninguna
Kolgrima, 17.2.2008 kl. 22:40
frábært að helgin var góð, til lukku með hana, knús til þín mín kæra
Guðrún Jóhannesdóttir, 17.2.2008 kl. 23:07
Eru nokkuð myndir á leiðinni,
Fríða Eyland, 18.2.2008 kl. 01:05
Takk fyrir hamingjuóskir og myndir fara týnast inn í vikunni.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.2.2008 kl. 06:31
Til hamingju.Takk fyrir faðmið.Það komst til skyla eftir vinnu í gærkvöldi. Knús á alla.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:38
Varst þú að syngja skvísa ? kanski með gítarinn líka Oh já páskarnir verða yndislegir, ekkert að elda ekkert að hugsa , bara jommi jomm kem svo heim í kofan minn eftir páska.. Skil það ekki hef aldrei þolað þessa páskadaga?????
Erna Friðriksdóttir, 18.2.2008 kl. 16:21
já er í hljómsveit sem heitir myndbandið....skipuð mér og tveim strákum úr myndlistarskólanum....læt þeim eftir gítarspilið enda miklu flinkari í sólóum en ég....
Mér finnast páskar betri en jól..miklu minna tilstand og betra frí einhvern veginn.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.2.2008 kl. 17:21
Ég var svo svekkt að komast ekki á opnunina, þar sem fundurinn sem ég var á dróst á langinn. Ég gjóaði augunum þarna upp eftir í einni reykingapásunni og gat ekki séð betur en að það væri margmenni
Huld S. Ringsted, 18.2.2008 kl. 21:04
Sammála þér með þeta tilstand kring um jól það er ekkert eins á páskum, bara gott að borða , engar skrytingar og stúss en samt finst mér þetta hundleiðinlegur tæimi, föstudagurinn langi var svo langur þegar ég var barn he he he út af páskaeggjunum :) finst það svosem ekkert lengur en verð fegin að vera að heim um þessa páska að passa litlu systir
Erna Friðriksdóttir, 18.2.2008 kl. 22:13
er fagurlistadeildin, það sem einu sinni var fjöltæknideildin, (ég var í henni) gunni árna kenndi mér listaheimspeki. þessi ár í MHI og svo framhaldsnáminu í dusseldorf voru bestu árin mín, hugsa til þessa tíma með sælu, sælu, sælu sælu !!!!
Bless í bili
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.