Silfur Egils....
24.2.2008 | 17:22
Ég horfði á silfur Egils í dag, þar var meðal annars frábært viðtal við Andrés Magnússon lækni. Sú mynd sem hann dregur upp af íslensku efnahagslífi er vægast sagt hrikaleg, hinn almenni launþegi er að kikna undan vaxtaokri...ekki það að ég hafi ekki vitað það. Andrés sagði meðal annars að við værum skuldugasta vestræna þjóðin!. Hann ólíkt mörgum öðrum sem láta sig þjóðfélags og efnahagsmál varða talar á mannamáli sem við almúginn getum skilið, enda getum við ekki öll verið hagfræðingar....hvet alla að horfa á silfrið..
Held að þeir sem kjósa einkavæðingarflokkinn ættu að endurskoða hug sinn..... staða hins íslenska efnahagslífs talar sínu máli.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sá frétt fyrir nokkrum mánuðum um að yfirdráttarskuldir heimilanna væru yfir 6 milljarðar (og yfirdrátturinn er með um og yfir 20% vöxtum). Ég skil ekki hvernig stór hluti þjóðarinnar kemst yfirleitt af.
Til hamingju með daginn, Krummhildur mín
Kolgrima, 24.2.2008 kl. 17:27
Takk sömuleiðis Kolgríma mín..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.2.2008 kl. 19:45
Til hamingju með daginn
Guðrún Jóhannesdóttir, 24.2.2008 kl. 20:05
Ég hlustaði líka á hann Andrés en náði ekki restinni. Þetta er það sem hefur verið í umræðunni undanfarið en ég hef á tilfinningunni að þetta sé eitt af þeim málum sem reynt er að þagga niður.
Edda Agnarsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:42
Ég horfi aldrei á silfrið
Langaði bara til að segja til hamingju með daginn
Huld S. Ringsted, 24.2.2008 kl. 22:13
Andrés var í heimsókn hjá frændfóli sínu á Húsavík þegar við vorum börn, þá lékum við okkur mikið saman, hann er enn jafn sætur.
Knús til þín Krumma mín
Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 22:14
Já Edda þeir nota mikið málskrúð og langsótt rök þegar þeir tala um efnahagsmálin og tala ekki um vandan eins og hann er....ástandið er hrikalegt og auðvitað mun þetta allt saman bitna á okkur launþegum og íbúum landsins. Nú taka stjórnarmenn Glitnis sig til og lækka við sig launin....fólk heldur að þeir séu að gera þetta vegna sanngirni og vilji ganga á undan með góðu fordæmi...þeir gera þetta vegna þess að þeir eru tilneyddir, staða bankana er orðin svo slæm gagnvart erlendum lánastofnunum að þeir geta ekki annað......
Og þið hinar takk sömuleiðis til lukku með daginn...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.2.2008 kl. 23:27
Sá ekki silfrið en las grein eftir manninn, hann var auðskilinn og færði rök fyrir máli sínu.
Kveðja
Fríða Eyland, 25.2.2008 kl. 00:33
eitthvað var hann pabbi minn að segja mér frá þessu, í síðasta mailnum sínum, fréttir frá íslandi.
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 17:32
Komin heim, á eftir að lesa helling og þar á meðal þig.
Knús og takk fyrir kveðjur. Saknaði þín audda.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 08:59
Velkomin heim Jenný mín....og til hamingju með þessa ákvörðun að endurmennta þig...þú ert flottust
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.