Elsku pabbi........
8.3.2008 | 12:54
Mér var hugsað til Pabba heitins áðan þegar ég stóð út í glugga og horfði á nágranna minn koma akandi heim svona líka glerfínan í sparigallanum, hann steig út úr bílnum og hélt á nýbökuðum rúnstykkjum handa sér og konu sinni. Alla daga er hann skítugur upp fyrir haus....í vinnugalla, en um helgar klæðir hann sig uppá.Svona var pabbi minn, um helgar klæddi hann sig upp, fór í fínar skyrtur, frakka og setti á sig hatt.
Pabbi var gestrisinn með afbrigðum, gerði allt til að sína fólki að það væri velkomið. Hann fór gjarnan í bakaríið ef von var á gestum og keypti ótal sortir af kökum svo það var engu líkara en að maður væri staddur í fermingar veislu.
Þegar ég var í námi fyrir sunnan fyrir mörgum árum síðan heimsótti ég hann eins oft og ég gat, hann bjó á laugaveginum og eyddi dögunum í það að skoða mannlífið út um gluggann. Oft kom það fyrir í þessum heimsóknum mínum að ég lognaðist útaf í sófanum hjá honum enda í tvöföldu námi og alltaf þreytt á þessum tíma, ég rumskaði þá gjarnan við það að gamli var að stumra yfir mér, setti kodda undir höfuðið og breiddi teppi yfir mig, klappaði mér svo á vangann og læddist hljóðlega út úr stofunni.....ást í verki. Ég þurfti ekki meira til að finna fyrir því hversu annt honum var um mann.
Hann hafði marga góða mannkosti, einn af þeim var gjafmildi. Skammt frá honum bjuggu hjón sem áttu einn dreng sem á þeim tíma var að fermast. Pabbi hafði spurnir af því að fjárhagstaða hjónanna væri bág og að drengurinn væri vinafár. Hann tók afganginn af ellilífeyrinum setti hann í umslag ásamt hamingju óskum og stakk því inn um lúguna hjá fólkinu....
Mikið sem ég sakna pabba míns......
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
manni hlýnar um hjartaræturnar við þennan lestur Krumma mín góð kveðja
Guðrún Jóhannesdóttir, 8.3.2008 kl. 12:59
Það er dýrmætt að eiga svona fallegar minningar um pabba sinn. Þekki það af eigin reynslu. Ómetanlegt.
Landfari, 8.3.2008 kl. 13:08
Þetta yljar um hjartaræturnar,hann hefur verið mikilmenni til sálar og verka.Eigðu góða helgi.
Guðjón H Finnbogason, 8.3.2008 kl. 13:12
Gunna: takk elskan
Landfari: takk fyrir innlitið hjá mér og já fallegar minningar eru í raun það sem skiptir máli þegar yfir líkur.
Guðjón: Já pabbi hafði einstaklega fallegt hjartalag, hann kenndi manni í verki hvað felst í því að vera gæddur mannkostum.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.3.2008 kl. 13:21
Ekkert eins gott og góður faðir, nema ef vera skildi góð mamma !!! Ástríkir foreldrar eru það lang besta í þessari veröld sem við hrærumst í. Kær kveðja elsku Krumma
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 13:26
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:37
Váá, þetta eru engin smá falleg minning! Ég verð næstum klökk. Takk fyrir Krumma mín.
Edda Agnarsdóttir, 8.3.2008 kl. 13:50
þessi frásögn fékk mig til að minnast þeirra sem ég þekkti og eru fallnir frá... það er svo dýrmætt...
Farðu vel með þig mín kæra...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 8.3.2008 kl. 16:33
Ó hvað hann hefur verið yndislegur maður...
Ragnheiður , 8.3.2008 kl. 21:33
Ég klökknaði við lesturinn. Það er ekki ónýtt að hafa átt svona pabba. Knús og kveðjur og takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 08:44
hann pabbi þinn hefur skilið það sem svo fáir skilja, samkennd, við berum öll ábyrgð hvert á öðru.
Blessi þig á sunnudagskvöldi !
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 17:41
Hann hefur greinilega verið yndislegur maður hann pabbi þinn, falleg minning
Huld S. Ringsted, 9.3.2008 kl. 22:29
Pabbar geta verið yndislegir. Það er skortur í dag á þeim náungakærleik sem pabbi þinn sýndi með fermingargjöfinni.
ps. til hamingju með vídeóið.
Elisabet R (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:54
Mikið er þetta falleg færsla, það er dásamlegt að eiga svona góðar minningar um foreldra sína. Ég á sem betur fer mjög góðar minningar um minn pabba en hann lést í bílslysi fyrir 14 árum og ég sakna hans enn.
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 10:18
Rosalega var þetta valleg færsla um hann afa, ég sakna hans mjög mikið.
Man einmitt eftir atviki þegar ég var svona 11 ára þá var ég hjá honum part úr sumri og fékk líka þessa rosa flottu bleiku regnhlíf og varð að máta hana inn í stofu.
Kom þá ekki afi og spurði hvort hún virkaði vel og ég vissi það ekki, ekkert búin að reyna á það.
Þá kom kallin með stútfullt vassglas og sullaði því á mig og hló svo og hló því hann hitti ekki einu sinni á mig heldur stofuborðið hjá sér!!!
Ég á fullt af svona skemmtilegum sögum eins og þega ég afi og haukur fórum að boxa í sófanum í Veghúsunum.
Ég sakna þín elsku Afi.
Knús til þín Hrafnblindur mín og allra gríslinganna þinna og vals nottla.
Luv ju Nóna Sif
jóhanna Sif (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:25
Fríða Eyland, 15.3.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.