LOKSINS....

Já loksins er ég komin í langþráð páskafrí eftir að hafa verið meira og minna í skólanum síðustu vikur. Ákvað í tilefni þess að henda inn einni færslu en horfi löngunar augum á moppuna og tuskuna og klæjar í puttana að taka til hendinni hér heima.

Fæ alltaf þessa ótrúlegu löngun í gera kósý þegar ég hef verið lítið heima við, var svona þegar ég var úti í Finnlandi....sá moppur og tiltekt í hillingum W00t ég veit....þetta er ekki alveg í lagi, ég bara kemst oft í svo mikið stuð, set skemmtilega tónlist á og svo er skrúbbað og skúrað þangað til allt glansar og ég brosi hringinn yfir vel unnu verki. Kannski eru þetta svona Feng Súí áhrif, þið vitið, maður endurnýjar orku heimilisins og hjá sjálfum sér.

Svo verður svaka stuð um páskana, fæ Lollu vinkonu í heimsókn með alla fjölskylduna, hlakka mikið til, planið er að fara í fjallið á skíði, þó verð ég sjálfsagt bara á þoturassi er nefnilega að fara í baksprautur á morgun og verð að taka því rólega næstu daga á eftir, enda svo sem aldrei verið mikil skíðamanneskja eins og húsband sem keppti í skíðastökki í gamla daga....rosalega flottur. Nú eða ég verð á hliðarlínunni og peppa alla áfram....finnst það líklegast.

Svo fer að styttast í að brói komi í heimsókn frá Chile...hann er væntanlegur í apríl, ég hef ekki séð hann í tæp tvö ár, ja nema á myndum en það er auðvitað ekki það sama, tók eftir því að hann er að eldast, hárið að þynnast og svona en hann er bara flottari, svo lengi sem hann fer ekki í hárígræðslu W00t sé fátt kjánalegra en þunnhærða menn með doppur í höfuðleðrinu eftir hárísetningu.

Er farin í tiltekt...... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gaman að fá lífsmark frá þér.  Njóttu þess að þrífa (hér er altl spikk og span eftir að dóttir mín kom og tók til höndunum með mér í dag) og ég hálf feimin, svei mér þá, við þetta flotta heimili.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ekkert er skúrað eða hreinsað hér! Bara doði vegna framkvæmdaleysis, annars allt í sóma hér og vildi að ég væri komin norður að sjá allt fíeríið í listinni!

Edda Agnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já nú er sko líf og fjör...hér er skúrað og skrúbbað...heimilisfólkið er á harðahlaupum í felur loksins þegar brjálaða konan sést heima hjá sér...muhahahaha

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.3.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég þyrfti að sjá svona hreingerningardót í hillingum, ég horfi bara á það með hryllingi Gangi þér vel "hvíti stormsveipur" og hafðu það gott um páskana

Huld S. Ringsted, 18.3.2008 kl. 17:32

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:07

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er alveg gjörsamlega laus við öll hreingerningargen. Pabbi minn kom einu sinni að heimsækja mig þegar ég var nýbyrjuð að búa og þegar hann kom heim sagði hann við mömmu: Henni Helgu minni er ýmislegt til lista lagt en húsmóðir verður hún aldrei! Og hver þekkir mann betur en pabbi manns?

Helga Magnúsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Þunnhærðir menn með doppur í hausnum, nú fórstu alveg með mig, sé stundum einn svona og má hafa mig alla við ALLTAF þegar ég sé hann að glotta ekki, nú þarf ég örugglega að ætaþess að fara ekki að skellihlægja hehehehehe

Knús til ykkar krumma mín 

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.3.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband