Svartur hundur og klám....
4.4.2008 | 01:10
Well.....er komin aftur. Svartur hundur kom í heimsókn, óboðin og gerði smá usla en.....ég er laus við hann núna. Hann á þetta til og tekur þá gjarnan með sér drauga úr fortíðinni en þá bretti ég upp ermar og glími við þá íslenska glímu ( djók) hef fram að þessu sigrað og mun örugglega halda því áfram.
Er að safna mér saman svo ég geti farið á fullt í lokaverkefnið, er búin með undirbúningsvinnu og nú er bara að einhenda sér í að mála, ekki veitir af, einungis 2 vikur fram að skilum.
Ég þurfti að fara í húsasmiðjuna til að ná mér í efni...venjan er að hringja og panta, gefa upp mál og sækja síðar...ég ákvað að skutlast þetta bara og vita hvort ég fengi ekki afgreiðslu strax.
Fann eftir smá leit mann sem gat afgreitt mig, hann sagaði niður efnið og rölti svo inn á skrifstofukompu sem var þarna til að skrifa niður fyrir mig málin, ég þurfti nefnilega að borga annars staðar.
Ég rölti í humátt á eftir honum, sá hvar hann sneri baki í mig en fyrir framan hann var tölva......ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, í tölvunni blasti við mér klámmynd...ég horfði upp í budduna á konunni......maðurinn verður mín allt í einu var...greinilega ekki vanur því að fólk komi þarna inn, fer í fár og djöflast á músinni svo myndin hverfi, réttir mér miðann og strunsar í burtu......eftir stóð ég með kjálkann niður á höku og var enn þannig þegar ég kom út í bíl.
Að skoða klobba heima hjá sér er eitt....en að gera það í vinnunni ætla að hringja í yfirvald húsasmiðjunnar á morgun og láta vita af þessu, ég er viss um það að menn hafa ekki leyfi til þess að nota tölvur húsasmiðjunnar í þessum tilgangi.
Að öðru....er að fara suður með húsbandi og afkomendum í eitt stykki fermingarveislu....og hlakka til að hitta vini og ættingja...
ble á me.....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ógeskall.Gott að sá svarti er farinn
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:05
Hinn svarti hundur kemur víða við. Kom óbeðinn í heimsókn fyrir mörgum árum og hékk í minni óþökk á bakinu á mér þar til fyrir nokkrum árum. Ég vona að þetta sé ekki sama helvítis kvikindið. Ég sendi þér milljón stuðningskveðjur, og einhvern veginn grunar mig að þú sért ekki kona sem gefst upp svo auðveldlega.
Láttu Húsasmiðjuna vita af þessum viðbjóði. Andskotans klámhundar sem eru allsstaðar og nú líka í verslunum.
Knús og baráttukveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2008 kl. 09:20
Helga mín...ég ætla að reyna en geri ráð fyrir að aðstoða, sú sem fermir er veik af krabbameini og getur ekkert gert sjálf
Birna, já þetta er ógeð og sömuleiðis
Jenný, held að þetta sé ekki sami hundur...minn er gamall og kemur aftan úr fortíð með vini sína með sér, hann er farin að staldra stutt við því ég kann orðið glímutökin á helv.....takk fyrir kveðjur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.4.2008 kl. 09:37
Bjakk..ég veit að í mörgum fyrirtækjum er takmarkaður netaðgangur, afhverju ætli það sé ? Þeir eru kannski að kippa í hann milli verkefna í Húsó....
oj
Ragnheiður , 4.4.2008 kl. 10:45
Gott hjá þér að láta vita af þessu með klámmyndina, kalldruslan getur gert svona prívat heima hjá sér
Við ætlum að hittast nokkrar á kaffihúsi 12 apríl ertu með?
Huld S. Ringsted, 4.4.2008 kl. 13:22
Bölvuð ódó eru þessir menn, svona hlýtur að vera bannað. Góða ferð suður og gott að heyra að sá svarti sé farinn, það þarf að senda hann one way til Svalbarða. Helgarknús
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 15:58
ég er viss um að þeir hjá Húsó kunna þér bestu þakkir fyrir að uppljóstra þessu ljóta leyndarmáli
Bölv.. svarti hundurinn farinn, Guði sé lof megi dagarnir vera bjartir og fagrir hjá þér vinan
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.4.2008 kl. 19:04
Þekki þennan svarta, hann kemur af og til til mín, ég kann betur að vísa honum á braut í dag þannig að uslinn sem hann veldur er minni en hér áður.
Gangi þér vel með lokaverkið!
Ragga (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 00:41
Svarti hundurinn er ekki skemmtilegur gestur. Fæ hann í heimsókn öðru hverju en eins og þú er ég farin að kunna á honum tökin. Gangi þér vel með verkefnið og fínt hjá þér að klaga dónakallinn.
Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 12:50
Æ já stelpur sá svarti er ömurlegur en ég hef rekið hann á dyr.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.4.2008 kl. 17:51
Býrðu á Akureyri og vilt segja nei við háhýsum við Undirhlíð? Ef svo getur þú skrifað undir athugasemd/áskorun (sjá slóðina hér að neðan) Getur þú látið þessa slóð berast til þeirra sem eiga lögheimili á Akureyri og vilja segja nei við háhýsum við Undirhlíð
http://olllifsinsgaedi.blog.is/blog/olllifsinsgaedi/entry/499929/
Öll lífsins gæði? , 8.4.2008 kl. 17:22
upp í buddu, þetta er nú bæði fyndið og sorglegt, manninum hefur leiðst, hann þarf greinilega að hafa meira að gera.
gangi þér vel í verkefninu
Blessi þig
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.