Mig langar upp á húsþök.....
5.5.2008 | 12:43
Og hrópa hástöfum...ÉG ER ORÐIN AMMA...
Myndarlega stúlka kom í heiminn rétt rúmlega 9 í morgun..14 merkur og 51cm.
Hér á bæ hefur lítið verið sofið..húsband gafst upp kl 5 í morgun og fór út að hlaupa frekar enn að gera ekki neitt, ég sat hins vegar út á svölum og drakk kaffi og mökkaði( jú.. ég er að fara hætta, byrja á lyfjum eftir viku)
hef verið í símanum meira og minna í allan morgun við erum stór fjölskylda og allir biðu frétta...en nú fer ég að mynda nýjasta fjölskyldu meðliminn...set inn myndir seinna í dag.
Tralla lalla la....lífið er dásamlegt...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
INNILEGA TIL HAMINGJU ELSKU KRUMMA MÍN OG KVEÐUR TIL FORELDRANNA.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 12:58
Til hamingju kæra fjölskylda. Yndislegt! Vonandi heilsast öllum vel. Bið Guð að varðveita gullmolann ykkar. Skilaðu kveðju og hamingjuósk til mömmu þinnar frá mér. Átti frábær samtal við hana á dögunum, góð vinkona hún mamma þín.
Hlakka til að sjá myndir af krúttinu
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.5.2008 kl. 13:07
Innilegar hamingjuóskir, hlakka til að sjá myndir af henni
Ragnheiður , 5.5.2008 kl. 13:53
Til hamingju með litlu dömuna.
Anna Guðný , 5.5.2008 kl. 14:20
Til hamingju
Róbert Badí Baldursson, 5.5.2008 kl. 15:03
Elsku Hrafnblindur mín innilega til hamingju með nýjustu skvísuna.
Kastaðu kveðju á alla fyrir mig.
Love you alll
kv Nóna frænka
jóhanna Sif (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:13
Til hamingju Hrafnhildur!
Edda Agnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:25
Innilegar hamingju óskir með ömmu prinsessuna þetta er yndislegt ekkert sem toppar svona stundir hlakka til að fá að sjá myndir hafið ljúfan dag
Brynja skordal, 5.5.2008 kl. 15:51
Til hamingju með barnabarnið , og skilaðu kveðju til langömmunnar
Verð að segja hér að myndirnar þínar sem að þú málaðir eru hrein snild !!!!! Alveg æðislegar
Erna Friðriksdóttir, 5.5.2008 kl. 16:31
TIL HAMINGJU MÍN KÆRA...
Ein prinsessan í viðbót... mikið eru þið rík... Knúsaðu alla sem ég þekki til hamingju og þú færð eitt þegar ég hitti þig næst... Það verður líf og fjör hjá þér í sumar... með allar prinsessurnar þína og einn kóng þér við hlið...
Þið eru ÖLL perlur... sem er heiður að þekkja...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 5.5.2008 kl. 17:16
elsku Hrafnhildur og þið öll til hamingju með litlu dömuna,mikið er gaman að þetta gekk allt vel ástarkveðjur úr firðinum inga,Finnbogad og co
Ingileif Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.