Og fortíðin bankar uppá.....

Ég sá auglýsingu um efnisinnihald í næsta kompásþætti...og fór mörg ár aftur í tímann, rakst á gamalkunna sorg, heilsaði henni en kvaddi jafn skjótt aftur.....lífið er bara of gott til að púkka um á svoleiðis vinkonur.

Á ákveðnu tímaskeiði í mínu lífi urðum við samferða ég Stulli og Einar...reyndar áttum við að heita kærustupar um tíma ég og Stulli...saman tókum við þá ákvörðun að breyta lífi okkar...mér tókst það, þeim ekki. Það verður fróðlegt að sjá hvað Kompásmenn hafa grafið upp því ég heyrði strax eftir dauða þeirra að ekki hefði verið um sjálfsvíg að ræða....og hef ekki frekar en aðrir fengið nein svör.

 Þangað til næst....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Eins og ég sagði...ég heilsaði sorginni en kvaddi jafnharðan....enda ekkert sem skyggir á gleði okkar með nýjasta fjölskyldu meðliminn, lífið er yndislegt....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott hjá þér að fara hratt í gegnum þetta, löngu liðin tíð og ekkert sem þú getur gert.  Njóttu litla ömmubarnsins, lífið brosir við ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Helga skjol

knús.

Helga skjol, 6.5.2008 kl. 07:15

5 identicon

Þátturinn verður magnaður.Engu skotið undann.Knús og faðm á litluna með hálskirtlana og alla hina

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 08:25

6 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

til hamingju Krumman mín og þið öll með maisólina

Þórunn Óttarsdóttir, 6.5.2008 kl. 08:59

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 Ég skil ekki neitt nema að það er eitthvað óþægilegt sem hefur komið til þín í örskamma stund!

Edda Agnarsdóttir, 6.5.2008 kl. 11:34

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Kompásþátturinn í kvöld Edda mín tekur á gömlu máli...þar koma við sögu 2 strákar sem létu lífið...ég semsagt þekkti þá báða.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.5.2008 kl. 18:25

9 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl bloggvina.Þú ert meiriháttar karakter.

Guðjón H Finnbogason, 6.5.2008 kl. 19:52

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk Guðjón.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.5.2008 kl. 20:21

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Horfði á þennan þátt, það er ansi margt gruggugt við þetta mál eins og fleiri.Skil vel að ættingjar vilji vita sannleikann, enda hafa þeir 100% rétt á því, amk mitt mat. Liðsmenn Kompás eru fínir og þora að sprengja á kílin sem á að reyna að þagga niður, það er alltaf einhver spilling í gangi

Erna Friðriksdóttir, 6.5.2008 kl. 22:36

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já Kompás menn vinna vel....þetta mál er í meira lagi dularfullt og sorglegt

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.5.2008 kl. 00:13

13 Smámynd: Kolgrima

Góðan daginn, amma Krumm. Ég skil vel að þér skuli vera brugðið. Þótt umfjöllun um svona mál séu vonandi af hinu góða, hlýtur hún að vera ástvinum afar erfið. Jafnvel þótt þeir hafi nýverið eignast eitt ullandi kjarnakonubarnabarnið enn

Kolgrima, 7.5.2008 kl. 07:32

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jú Kolgríma mín það er skrítið að rifja þetta mál upp en.....nú er dagurinn í dag og fátt sem skyggt getur á gleði mína...ömmubarn er auðvitað bara flottast..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.5.2008 kl. 08:05

15 Smámynd: Ragnheiður

Hvar er mynd af ömmubarni ? Var ég búin að óska til hamingju ? Geri það allaveganna hér með, innilega til hamingju með ömmubarnið elsku Krumma mín.

Ég var að enda við að horfa á kompás á netinu og þetta mál finnst mér vera óupplýst. Það þarf að taka það upp aftur.

Ragnheiður , 7.5.2008 kl. 23:48

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með ömmubarnið, þau verða aldrei of mörg.

Maðurinn minn þekkti þá Stulla og Einar og ber þeim ekki illa söguna, þeir hafi bara verið sjálfum sér verstir.

Helga Magnúsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:23

17 identicon

Innilega til hamingju með nýjasta ömmubarnið.

Hún er svvvoooo sæt. Knúsaðu liðið þitt frá mér.

Kveðja, Ingunn og co, Hvammst

Ingunn Elsa (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:38

18 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir hamingjuóskir.....ömmubarn er yndislegt..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.5.2008 kl. 11:46

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegt blessað ömmubarnið. það er gott að heilsa gömlum vini, líka ef hann heitir sorg, en það er líka gott að vita að maður er ekki þessi gamli vinur.

Bless inn í daginn

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 11:48

20 identicon

Sæl elsku Haddú mín,

hjartanlega til hamingju með ömmubarnið þitt, ég þekki þetta á einn strák sjálf núna Af mér er allt flott að frétta ég bý í Mosó með ástinni minni og er að útskrifast 24 maí sem félagsliði. Málverkin þín er æðislega flott, þú ert náttúrulega baaaara listamaður vinan !! Ég hugsa oft til þess þegar við lékum saman á Tanganum þar varstu alger snilld

Ella Eilífðargella ;) (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:09

21 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég verð að viðurkenna það að ég bara kveiki ekki....Ella mín hver ertu???Ég reyndar man ekki fyrir húshorn þannig að það er ekki að marka þó ég kveiki ekki

 Hef ekki verið kölluð þessu nafni í ein 27 ár er í dag ýmist kölluð Hrafnhildur eða krumma

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.5.2008 kl. 13:53

22 identicon

Hahahahahahahaha.... ok svo þú manst ekki eftir mér !

Ég er svo sem ekki hissa ég sé núna að ég gaf þér ekki mikið færi á að kannast við mig.
Við lékum saman á tanganum í gamanleikriti sem þú slóst í gegn í og við kölluðum þig Haddú það eru varla komin 27 ár síðan !?  Ég held að þetta hafi verið seint á síðustu öld eða alveg um aldarmótin

Vonandi kveikir þetta á sellunu þínum .

Kær kv Elín 

Elín Jónasd (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:56

23 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Elín sorrý... ætlaði alls ekki að móðga þig elskan kveikti ekki á Ellu nafninu og auðvitað ertu eilífðargella....

Varðandi viðurnefnið Haddú...er með nett ofnæmi fyrir því.....þetta er fast í minni Hvammstengla en annarstaðar er þetta óþekkt.....knús á þig elskan, hver veit nema við sjáumst í sumar

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:11

24 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég kíkti á sýninguna í skólanum á sunnudaginn en þú varst ekki á svæðinu. Myndirnar þínir eru æðislegar, til lukku með þetta

Huld S. Ringsted, 12.5.2008 kl. 20:27

25 identicon

Ég skal aldrei kalla þig þessu aftur Krumma mín, vissi þetta ekki

Og aftur.... myndirnar þínar eru æði !!! 

Elín (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:40

26 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir hrósið....bið að heilsa Hvammstenglum..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.5.2008 kl. 12:15

27 Smámynd: leyla

Til hamingju Krumma með fallegu maí stjörnuna þína. og ekkert smá fínar myndirnar sem þú ert að mála. Bestu kvedjur frá mér

leyla, 14.5.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband