Vorboðinn ljúfi

Þá finnst mér vorið loksins komið, við heimilisfólk skruppum nefnilega í Mývatnssveit í gær til að heimsækja miðjubarnið sem vinnur þar á hóteli

Þar sem við keyrum um sveitirnar mátti finna ilminn af skít sem bændur voru að bera á túnin og alveg er það merkilegt að manni skuli hlýna um hjartarætur við skítalykt.....

Við keyrðum um Mývatnssveitina og stoppuðum reglulega til að kjá framan í dýrin....jörmuðum á móti litlu nýfæddu lömbunum og gögguðum með hænunum og rétt sem snöggvast langaði mig að verða aftur lítil stelpa í sveit...

Við kíktum við í stóru gjá, fórum þar fyrir 5 árum síðan..klöngruðumst þá niður klettana og tróðum okkur ofan í gjána, þetta er örlítið op þar sem kaðal spotti er festur við klettaveginn svo maður geti látið sig síga ofan í vatnið....það er einhver sjarmi við það að berhátta sig í drullusvaðinu og skutla sér svo ofan í níðþrönga gjánna , hvergi hægt að botna, þannig að maður verður veskú að troða marvaðann..svolítið eins og maður sé orðin þátttakandi í survival Iceland.... 

Annars lætur miðjubarn vel af sér, líkar vel vinnan og staðurinn.....það er nú þegar allt orðið fullt af túristum en henni finnst dapurlegt að það skuli vera Íslendingar sem eru mestu sóðarnir og mestu dónarnir.....maður getur ekki annað en vonað að erlendir túristar verði ekki fyrir barðinu á þessum dónaskap því ferðamaðurinn segir auðvitað vinum sínum frá ferðalaginu þegar heim er komið

Hún segir líka að ótrúlega margir segi frá því að  hafa fengið áhuga á landi og þjóð á því að hlusta eða heyra um Björk og Sigurrós sem er auðvitað frábært þó þetta listafólk eigi ekki stóran aðdáenda hóp hér á landi þá kunna aðrir að meta þá..

En mikið er nú Ísland fallegt, við ætlum okkur að reyna ferðast sem mest innanlands í sumar, það er sko  ekki leiðinlegt að ferðast með húsbandi...hann þekkir hverja þúfu og hvern hól og gott betur enn það enda Umhverfisfulltrúi ferðamálastofu...væri varla í því starfi ef enginn væri þekking á landi og þjóð....

Dagurinn kallar og mörg verkefni framundan.....í bili. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daginn sys.Það verður gaman að heimsækja miðjuna "okkar" í sumar.Lofum að vera kurteis og prúð.Kemst ekki inn á síðuna á barnalendi.Fékk nýt lykilorð fyrir stuttu en það virkar ekki.Kveðja á ykkur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er komið sumar Krumma mín, vorið löngu liðið.  I´m telling you.  Hehe.

Mig langar í ferðalag út á land, núna. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 09:35

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er alltaf gaman að koma í Mývatnssveit en gjánna hef ég aldrei þorað ofan í, ég mundi fá svo mikla innilokunarkennd planið hjá mér er að ferðast eins mikið og ég get í sumar, vonandi gengur það eftir.

Eigðu góðan dag

Huld S. Ringsted, 19.5.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Oh hefði nú viljað fá miðjubarnið þitt í Nafla Alheimsins    Dugleg stelpa þar á ferð........   já hmmmmmm maðurinn minn og sonur voru að týna rusl  við þjóðvegin um helgina á ca 8.5 km kafla hér í sýslunni, ruslið var ótrúlegt .  jamm við Íslendingar ættum stundum að líta okkur nær  áður en við kennum erlendum ferðamönnum um........

Erna Friðriksdóttir, 19.5.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Erna: þetta er frábært hjá eiginmanni og syni, mér blöskrar umgegni fólks...ég hef til dæmis marg oft orðið vör við það að bílar hafa stoppað fyrir utan hús hjá mér og hent út fullum ruslapokum og svo er bara spænt í burtu...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:32

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mývatnssveit er mín sveit og hvergi í heimi er skítalyktin eins góð.  Er stelpan að vinna á Hótel Reynihlíð eða Reykjahlíð?? ég var alltaf í sveit á Hótel Reykjahlíð og var fordekruð.  Maður fór sko í allar gjár í den, svaka gaman.  Þetta með dóna og sóða skapinn í Íslendingum hefur þá semsagt ekkert breyst síðan 1964 þegar ég byrjaði að vera þarna.  Hafðu það gott elsku Krumma mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 18:35

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já Ásdís það er satt að hvergi er skítalyktin betri en í Mývatnssveit, dóttir mín er himinsæl þarna, frábær mórall og skemmtileg vinna, já og hún er á Hótel Seli sem mér skilst að sé opið allt árið

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.5.2008 kl. 18:51

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er algjört borgarbarn. Gerðar voru tilraunir til að senda mig í sveit en ég strauk heim jafnharðan.

Helga Magnúsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:52

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndilegt, fann lyktina af skítnum, og heyrði lömbin jarma jarm...

Bless í nóttina

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 19:55

10 Smámynd: Anna Guðný

Ég gleymi því aldrei þegar ég fór í fyrsta skipti að gjánni. Var svona 1o ára í skólaferðalagi og sá þá í fyrsta skipta nakta manneskju. Það voru svona ca. 10 manna hópur að þjóðverjum sem fannst held ég bara hallærislegt að fara í sundföt og fóru því nakin. Man ekki hvort við vorum bara að skoða eða áttum að fara í gjánna en allavega fórum við ekki. Trúlega leist okkur ekkert á strípalingana. Gaman að rifja þetta upp, var búin að steingleyma.

Anna Guðný , 19.5.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband